SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 40
40 6. mars 2011
Lífsstíll
A
lmennt séð er ég mikill grúskari í mér.
Þannig finn ég mér gjarnan eitthvert hugð-
arefni sem fangar mig algjörlega og á hug
minn allan í ákveðið langan tíma. Ég man
einna fyrst eftir þessu þegar ég var í tíunda bekk og
fékk æði fyrir Bob Marley. Tónlistina hans spilaði ég
algjörlega í drasl og ég gleypti í mig
allt það sem hafði verið ritað um
Rastafara. Endaði síðan á því að
skrifa um þennan trúflokk ritgerð.
Að lokum fékk ég alveg nóg og sneri
mér að öðrum tónlistarmönnum. En
það er líka allt í lagi. Það er einmitt
svo gaman við það að eldast og
þroskast hvað maður fær smám sam-
an áhuga á nýjum og skemmtilegum
hlutum. Í dag er ég algjörlega hug-
fangin af eldri konum á aldur við
ömmu mína. Mamma mín hefur sagt
við mig góðlátlega hvort ég ætti nú
ekki frekar að vera hugfangin af ung-
um mönnum? En ég læt ekki segjast
og keyri bæinn þveran og endilangan til að hitta hinar
og þessar konur sem flestar eiga eitt sameiginlegt. Það
er blessuð hógværðin. Þegar ég hringi og ber upp er-
indi mitt, sem er tengt lokaritgerð minni í þjóðfræði
en of langt mál að tíunda hér, bregðast þær flestar við
á sama hátt. „Ja, ég veit ekki hvað ég get nú sagt þér
eða hjálpað þér, ég er farin að gleyma,“ en ætíð kemur
það sama á daginn. Þær hafa frá svo ótalmörgu að
segja að ég sit opinmynnt og hlusta heilluð á sögur úr
því samfélagi sem hér var fyrir um 60 árum. Rúm hálf
öld er ekki langur tími en það sem hefur gerst á þeim
tíma er hreint út sagt ótrúlegt. Ég
heyri fleiri og fleiri sögur. Vakna
liggur við um miðjar nætur með
hugmyndir að ritgerðarköflum í
huganum og fæ bara engan frið fyrir
öllum þessum hugmyndum sem
spretta fram í huga minn, tengdar
verkefninu. Eins og þið heyrið er ég
orðin gjörsamlega hugfangin og tala
orðið um lítið annað. Ég skil því
mjög vel ef enginn nennir að bjóða
mér í mat eða slíkt lengur. Ykkur er
alveg fyrirgefið fyrir að nenna ekki
að hlusta á mig heilt kvöld. En ef þið
látið mig vita með góðum fyrirvara
get ég verið búin að undirbúa nokkr-
ar góðar vísur og brandara til að fara með. Bara svo ég
komist aðeins út úr fortíðinni og tali ykkur nú ekki al-
veg í kaf. Þið megið nú samt gjarnan gefa mér smá-
sérrí í glas og ekki væri verra ef við gætum gripið í spil
eftir matinn …
Forvitni
og grúsk
Sum hugðarefni eru þannig
að þau eiga hug manns allan
og lítið annað kemst að.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Morgunblaðið/G.Rúnar
’
Í dag er ég al-
gjörlega hug-
fangin af eldri
konum á aldur við
ömmu mína. Mamma
mín hefur sagt við mig
góðlátlega hvort ég
ætti nú ekki frekar að
vera hugfangin af ung-
um mönnum? Stundum finnst manni óþægilegt að láta spyrja sig á
hverju maður hafi áhuga. Sitja á kaffihúsi og horfa á
fólk, njóta lífsins, pæla og hugsa. Eru þetta góð og gild
svör? Já, vissulega. Áhugamál þaf ekki að vera eitt-
hvað sem fer fram innan ákveðins ramma eða eftir
settum reglum. Það getur einfaldlega verið eitthvað
sem þú hefur unun og jafnvel gagn af því að gera. Leyf-
um okkur að hugsa út fyrir rammann og njótum þess
að vera og lifa lífi okkar á þann hátt sem okkur líður
best með.
Njóttu lífsins á þinn hátt
Sumum finnst gaman að baka, eða bara borða kökur.
Morgunblaðið/Golli
Meðal klassískra hugðarefna,
ef svo má segja, má nefna til
að mynda lestur, garðyrkju og
útivist. Hvert sem hugðarefnið
er þá er mikilvægt að gefa sér
tíma til að sinna því. Tileinka
því ákveðinn tíma og pláss á
heimilinu ef þú stundar áhuga-
málið þar. Þeir sem eiga bíl-
skúr geta geymt fluguhnýt-
ingagræjurnar, golfsettið eða
skíðin þar eða notað geymsl-
una, það er kannski ekki alveg
nógu gott ef áhugamálið er
farið að taka algjörlega yfir heimilið eins og stundum
vill verða. Það getur verið skemmtilegt fyrir vini að
stunda áhugamál saman en það getur líka verið fínt að
eiga áhugamálið bara fyrir sig. Þannig má taka sér smá
hlé frá hinu daglega amstri og komast aðeins út af
heimilinu fyrir þá sem komnir eru með börn og buru.
Svo stundar fólk nú ekki endilega sömu áhugamálin
allan ársins hring heldur eiga þau það til að breytast
eftir árstíðum.
Gefðu áhugamálinu tíma
Margir hafa mikla
unun af veiðiskap.
Morgunblaðið/Einar Falur
Tónlist er skemmtilegt hugðarefni
sem má stunda hvar sem er og hve-
nær sem er. Áhugi á tónlist leiðir af
sér skemmtilegt grúsk þar sem eyr-
un fá sífellt að heyra eitthvað nýtt og
hugurinn verður fyrir hughrifum.
Úti um allan heim
Tónlistarsmekkur fólks á það til að
breytast nokkuð með aldrinum og
þannig getur tónlist minnt okkur
mjög á ákveðið tímabil í lífi okkar,
ákveðna staði, viðburði og fólk.
Tónlistargrúsk er líka skemmtilegt af
því að það má stunda í raun úti um
allan heim. Ég hef síðastliðin ár haft
það fyrir venju að reyna að kaupa
mér í það minnsta einn geisladisk í
hverju landi sem ég heimsæki.
Stundum getur maður hlustað í
búðinni og valið þannig en stundum
kemur manni mjög á óvart hvað
hljómar í græjunum. Hingað til hef
ég verið heppin og ekki gert mjög al-
varleg innkaupamistök, ef
undanskilinn er spænskur rapp-
diskur sem ég keypti á Mallorca. Á
ferðalögum er líka gaman að finna
sér skemmtilega tónleika, ann-
aðhvort með einni af uppáhalds
hljómsveitum manns eða bara taka
áhættuna og prófa eitthvað nýtt út í
loftið. Tónlist er skemmtilegt áhuga-
mál og þegar maður finnur eitthvað
sem manni virkilega líkar hefur það
yfirleitt góð áhrif bæði á líkama og
sál.
Tónlist sem
kemur á óvart
Tónlistargrúsk er skemmtilegt áhugamál og hressandi.
Morgunblaðið/Heiddi