SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 39
6. mars 2011 39 J æja, nú er aldeilis lag fyrir íslenskar konur að láta sér vaxa myndarlegt kviðskegg. Hinn margfrægi Mottu- mars er kominn á stjá og nánast hvur kjaftur sem karl- kyns er á ísaköldu landi lætur sína grön spretta frjálst. Allir hinir kjaftarnir, þessir kvenkyns, ættu því hiklaust að rjúka til og taka þátt í eitursnjalla rímátakinu Rottumars, og safna hári á lífbein sín til að sýna körlunum stuðning í verki. Reyndar er sá stuðningur eðli málsins samkvæmt ekki eins sýnilegur og loðnan í andlitum karlanna. En það gerir þetta bara enn skemmtilegra. Til dæmis gætu konur notað sína huldu rottu sem agn þegar farið er á veiðar. Þegar þær hafa varpað út veiðarfærunum með augnaráði, líkamsbeitingu eða einhverju öðru, mætti taka hælkrók á þeim sem í netið flækist og spyrja: Má bjóða yður að koma með mér heim og skoða sætu rottuna mína? Það þykir væntanlega forvitnilegt fyrir þá menn sem á okkar firrtu og hárlausu tímum hafa kannski aldrei fengið að gramsa í kafloðnu klofi, af því „normið“ er að kyn- þroska konur skafi af sér hvert strá sem vex á þeirra æxl- unarfærum. Flestir virðast hafa gleymt því að skapahárin voru sköpuð af því þau hafa tilgang. Þau eru til varnar og hlífðar þessu við- kvæma svæði. Hvaða þjónkun er það við einhverja afbakaða ímynd að láta brasilíuvaxa stellið (með öllum þeim sársauka sem því fylgir) og líta út eins og ókynþroska barn? Brúsklausar konur eru eins og hvert annað geldneyti. Ekki er það sérlega skemmtilegt að fara í sturtu í ræktinni eða sundlaugunum og sjá nánast upp í kviðarhol á öllum kon- unum sem þar spranga um með sínar galopnu og allsberu pík- ur. Maður sárkennir til með beruðum innri skapabörmum sem æpa í varnarleysi sínu á hvern þann sem fyrir verður. Þurfa menn ekki að byrja að læra upp á nýtt að elska nátt- úrulega pelsklædd kynfæri kvenna? Hættum að hlusta á Gils með sinn hárlausa áróður og rak- vélina á lofti öllum stundum. Rísum upp gegn vaxbrúðuáráttunni. Við erum lifandi en ekki úr plasti. Við erum með hár af því að við þurfum þess. Vissulega er full ástæða til að láta óræktina ekki fara úr böndunum, frekar en í annarri garðrækt, það þarf að snyrta og nostra við sína píkutorfu. Bjóðum rottuna velkomna. Klöppum gæludýrinu loðna. Ætli Marilyn hafi lumað á almennilegum brúsk undir lakinu? Konunnar kviðskegg Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is ’ Þurfa menn ekki að byrja að læra upp á nýtt að elska nátt- úrulega pels- klædd kynfæri kvenna? Á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar þóttust margir hafa fundið fyrirmyndaríkið og var Halldór einn þeirra. Hann sá roðann í austri og batt trúss sitt við kommúnismann. Lofaði þjóðskipulag í Sovétríkjunum eins og lesa má um í Gerska ævintýrinu. Í fyllingu tímans gekk skáldið svo af trúnni og gerði upp við sína pólitísku for- tíð í bókinni Skáldatíma sem út kom 1963. Má segja að með því upp- gjöri hafi Laxness öðlast þá viðurkenningu meðal þjóðarinnar sem honum bara, sem Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum og kominn á bekk með höfuðskáldum heimsins. Skáldið á Gljúfrasteini var maður sem stakk í stúf. Í safni Morg- unblaðsins er fjöldi mynda af Halldóri þar sem hann ber jafnan svip- mót heimsborgarans. Það er eðlilegt; ungur fór Halldór um veröld víða, leitaði hugmynda í bækur sínar – sem hafa verið komið út í meira en 500 útgáfum og á 43 tungumálum auk móðurmálsins. Halldór Laxnes lét mjög að sér kveða í þjóðfélagsumræðu. Á gaml- ársdag 1970 birti Morgunblaðið grein hans, Hernaðurinn gegn land- inu, en tilefnið voru hugmyndir á þeim tíma um framkvæmdir í Laxá og Þjórsárverum. Greinin bjó yfir kraftbirtingarhljómi og var ef til vill upphaf tilfinningarheitrar umræðu um umhverfismál á Íslandi. Margir hafa um fjallað um kynni sín af Halldóri Laxness, til að mynda Sveinn Einarsson leikstjóri í bókinni Nærmynd af Nób- elskáldi, þar sem segir um skáldið „Það var ekki nóg með að hann gæti verið allra manna skemmtilegastur, þegar svo bar undir, heldur var hugsun hans með allt öðrum hætti en flestra eða allra annara manna. Ég hef engan mann þekkt eins lausan við hversdagslega vanahugsun,“ segir Sveinn. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Ég hef engan mann þekkt eins lausan við hversdagslega vanahugsun Sveinn Einarsson Of gömul yfir þrítugu Jane Russell fæddist árið 1921 og fram að tvítugu lagði hún stund á píanónám, gekk í leiklistarskóla og sinnti fyrirsætustörfum. Hún fékk sjö ára samning hjá kvikmyndarisanum Howard Hughes árið 1940 og varð snemma kyntákn í Hollywood, plakat af henni liggjandi þokkafullri í heysátu var vinsælt meðal hermanna í seinni heimsstyrjöldinni og það varð frægt er Bob Hope kynnti hana sem „hina tvö og sönnu Jane Russell.“ Russell átti það sammerkt með mörgum skærustu stjörnum Hollywood að vera marggift, en það má þó teljast óvenjulegt að hún lifði tvo af þremur eig- inmönnum sínum. Hún giftist þrisvar, fyrst amer- ískri fótboltahetju Bob Waterfield, síðan leikaranum Roger Barrett og þegar hann féll frá fasteignasalanum John Calvin Peoples. Á meðal mótleikara á kvikmyndaferlinum voru Robert Mitchum, Groucho Mark, Vincent Price, Bob Hope og Frank Sinatra, en lag þeirra Kisses and Tears varð vinsælt. Það varð brátt um leikferilinn þegar Russell komst á miðjan aldur og síðar var hún spurð hvers vegna hún hefði hætt að leika í kvikmyndum. „Vegna þess að ég var að verða of gömul. Á þeim tíma var ekki í boði fyrir leikkonur að halda áfram að leika ef þær voru komnar yfir þrítugt.“ REUTERS ’ Kvikmyndaeftirlitið vestra taldi að brjóstaskoran væri of sýnileg þegar hún hallaði sér yfir særða kúrekahetjuna til að breiða teppið yfir hana. Jane Russell og Marilyn Monroe í hlut- verkum sínum í Herramenn kjósa ljóskur. Ný fimm punda mynt verður gefin út í til- efni af brúðkaupi Vil- hjálms prins og unn- ustu hans Kate Middleton, sem fram fer í næsta mánuði. Ekki er allt gull sem glóir, því 5 punda myntin mun kosta 9,99 pund. Á henni er vanga- svipur Vilhjálms og Kötu. Og fylgir sögunni að Vil- hjálmur, Elísabet Bretadrottning og ríkisstjórnin hafi gefið vilyrði sitt fyrir útgáfunni, ekkert er getið um Kötu. Brúðhjónin á mynt Hnefaleikakappinn Mike Tyson heldur á dúfu við tökur á sex heimildarþáttum sem nefnast „Taking on Ty- son. Hann segir að dúf- ur hafi verið fyrsta ástin í lífi sínu, en hann hafi leitað athvarfs hjá þeim er honum var strítt á unga aldri í hörðu götu- lífinu í Brooklyn. Seinna hafi fuglar fært honum frið og innri ró fyrir og eftir nokkra af tvísýnustu bardög- um sínum í hnefaleikahringnum. Dúfurnar í lífi Tysons

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.