SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 45
6. mars 2011 45
Þ
eir sem hafa unun af skáldskap leita með
reglulegu millibili til gamalla bóka sem
þeir lásu á sínum tíma með mikilli
ánægju. Það er nefnilega ekki eingöngu
hægt að lesa splunkunýjar bækur því svo margar
þeirra hafa sáralítið að gefa manni. Þess vegna
leitar maður til bókanna sem færðu manni gleði og
endurnýjar kynnin.
Í hverjum mánuði hef ég fyrir venju að lesa ein-
hverjar gamlar bækur. Í janúar las ég nokkur verk
eftir Isabel Allende en komst að því að sum þeirra,
sem ég hafði áður lesið mér til ánægju, skiptu mig
engu máli lengur.
Mars verður svo Astrid Lindgren-mánuður og
þá verða engin vonbrigði.
Síðasti mánuður, febrúar, var Thors-mánuður
en þá ákvað ég að lesa nokkur skáldverk Thors
Vilhjálmssonar. Ég vissi að ég yrði enn hrifin af
bókum eins og Grámosinn glóir, Raddir í garð-
inum og Morgunþula í stráum. En ég valdi að lesa
bækur eftir Thor
sem ég hafði hrifist
af á árum áður en
vissi ekki hvort mér
myndi líka í dag.
Mér fannst það
virka spennandi að
vita ekki fyrirfram
hvað mér myndi
finnast. Svo ég las
bækurnar Tvílýsi,
Sveigur og Skuggar
af skýjum. Ég varð
stórhrifin af orð-
kynngi höfundar og hinu sterka myndmáli. Við
lesturinn fannst mér stundum eins og myndir
hefðu lifnað við og farið á hreyfingu – nokkuð sem
mig hefur alltaf langað til að sjá gerast.
Svo kom að því að ég kynntist Thor og tók við
hann viðtöl. Hann talaði oft um myndlist og gegn-
um kynni okkar fannst mér að sú tilfinning mín að
bækur hans væru eins og málverk á hreyfingu ætti
fullan rétt á sér.
Ekki þurfti að tala lengi við Thor til að skynja
eldmóð hans og ást á lífinu. Það var ekkert hvers-
dagslegt við hann.
Meistari Thor
’
Við lest-
urinn fannst
mér stund-
um eins og myndir
hefðu lifnað við og
farið á hreyfingu –
nokkuð sem mig
hefur alltaf langað
til að sjá gerast.
Orðanna
hljóðan
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
J
ulian Assange er líklega
umtalaðasti maður síðasta
árs eftir að WikiLeaks birti
gríðarlegt magn af banda-
rískum leyniskjölum. Hann er
líka einn af umdeildustu mönn-
um samtímans. Sumir líta á hann
sem hetju á meðan aðrir fyrirlíta
hann og telja hann eiga heima í
fangelsi. Bókin Stríðið gegn
leyndarhyggjunni varpar ljósi á
Assange og starfsemi WikiLeaks.
Það er erfitt að átta sig á Ass-
ange og þó að bókin upplýsi
margt um manninn, uppruna
hans og starf er ég ekki viss um
að ég hafi enn öðlast fullan skiln-
ing á manninum eftir lestur bók-
arinnar. Um hann leikur dulúð
og þó að starf hans gangi út á að
upplýsa og birta gögn er mikil
leyndarhyggja í kringum Wiki-
Leaks.
Bradley Manning, maðurinn
sem stal gögnum frá bandarísk-
um stjórnvöldum, er ekki síður
áhugaverð persóna. Hann situr
nú í fangelsi og ef marka má bók-
in býr við ömurlegar aðstæður.
Hvað sem líður afstöðu manna til
þess sem hann gerði hlýtur sú
spurning að vakna hvernig
bandarísk stjórnvöld standa að
skjalaöryggi fyrst 22 ára hermað-
ur gat hlaðið niður og stolið
svona gríðarlega miklu af skjöl-
um án þess að grunur vaknaði
um að hann væri að gera eitthvað
misjafnt. Upp komst um Mann-
ing vegna þess að hann fór að tjá
sig á netinu við tölvuhakkara
sem lét stjórnvöld vita.
Þó að fátt bendi til annars en
að Manning eigi eftir að dúsa í
fangelsi næstu áratugina er
spurning hvað verður um Ass-
ange. Enn sem komið er hefur
ekkert komið fram um að
bandarísk stjórnvöld séu með
gögn í höndunum sem dugi til að
fá hann dæmdan fyrir birtingu
skjalanna.
Bókin ber þess nokkur merki
að hafa verið skrifuð hratt, en
hún gefur engu að síður ágæta
innsýni í starfsemi WikiLeaks.
Áhugavert er að sjá hversu mikil
vinna fór fram áður en skjölin
voru birt, en hópur blaðamanna
á nokkrum af stærstu dagblöðum
heims vann í margar vikur að því
að fara yfir skjölin og vinna frétt-
ir upp úr þeim. Þetta eru eðlileg
vinnubrögð vandaðra fjölmiðla
sem komast yfir fréttnæmar
heimildir. Munur á þessu máli og
venjulegum fréttamálum er hins
vegar hversu gríðarlega mikið
magn blaðamennirnir þurftu að
fara yfir.
Var rétt að birta skjölin? Því
verður hver og einn að svara fyr-
ir sig. En hvernig er hægt að vera
á móti birtingu bandarísku
leyniskjalanna eftir að hafa horft
á upptöku úr Apache-þyrlunni
sem sýndi þegar bandarískir
hermenn skutu tvo starfsmenn
Reuters-fréttastofunnar og
nokkra óbreytta borgara, m.a.
mann sem reyndi að koma þeim
særðu til hjálpar. Vissulega gerist
margt ljótt í stríði, en upplýs-
ingar um tilgangslaust dráp á
óbreyttum borgurum eiga erindi
til almennings. Um það þarf vart
að deila.
Hvað verður
um Assange?
Ástralski útgefandinn og blaðamaðurinn Julian Paul Assange.
Reuters
Bækur
Stríðið gegn leyndarhyggjunni
bbbnn
Eftir David Leigh og Luke Harding –
Veröld 2011, 250 blaðsíður.
Egill Ólafsson
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012
Sunnudagsleiðsögn kl. 14 í fylgd Rakelar Pétursdóttur safnafræðings
VIÐTÖL UM DAUÐANN 26.2. - 22.5. 2011
Salur 1
HLJÓÐHEIMAR 26.2. - 22.5. 2011
Salur 2
SKRUÐ - Innsetning eftir Sigurð Guðjónsson
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir!
www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“. Sýning um æsku og
lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd
Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og
ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla
fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009.
Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri
lengd.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
ÞRYKKT, samsýning með
sögulegu ívafi.
16 íslenskir grafíklistamenn.
Byggðasafn Reykjanesbæjar:
Völlurinn, sögusýning
Bátasafn Gríms Karlssonar:
100 bátalíkön
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
GUNNAR MAGNÚSSON ´61-´78
(11.2. - 29.5. 2011)
HÚSGÖGN Í HÖRPU
- samkeppnistillögur
(14.1. - 13.3. 2011)
Næst síðasta sýningarhelgi
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17
KRAUM og kaffi
Garðatorgi 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ASÍ
Síðasta sýningarhelgi
Gunnhildur Hauksdóttir og
Kristín Ómarsdóttir
Gjöf til þín, yðar hátign
Páll Haukur Björnsson
Við bjuggum til okkar eigin leiki
Curver Thoroddsen
Fjölskyldukvintettinn II
Opið 13-17, nema mánudaga.
Aðgangur ókeypis.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Áttu forngrip í fórum þínum?
Komdu með hann í greiningu sunnudaginn 6. mars kl. 14-16
Barnaleiðsögn sunnudaginn 6. mars kl. 14
Fjölbreyttar sýningar
Úrval gjafavöru í safnbúð
Kaffitár
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga 11-17
12. febrúar – 13. mars 2011
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Libia Castro og Ólafur Ólafsson
8. janúar – 7. mars
Kjarvalar – Stefán Jónsson
Sunnudagur 6. mars kl. 20
– Tríó Reykjavíkur
Frumflutningur
á nýju íslensku tónverki
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis