SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 10
10 6. mars 2011
M
an ég það ekki rétt að í þjóðarpúlsi Gallups nýverið
kom fram að 12% aðspurðra sögðust treysta Alþingi,
en stofnanir eins og Landshelgisgæslan og lögreglan
komu út með margfalt meira traust? Fyrir þremur
árum mældist traust til Alþings um 40%, sem er ekki neitt til að
hrópa húrra fyrir. Það er dapurlegt, að svona skuli vera komið
fyrir hinu háa Alþingi, sem á jú að hafa þann meginstarfa að setja
okkur lög og endurskoða þau sem úrelt eru, okkur til hagsbóta.
Ekki hefur beinlínis skort á umræðuna um virðingu og traustið,
innan veggja við Austurvöll,
undanfarin misseri og ár.
Þingmenn hafa í orði lýst
þungum áhyggjum af því að
Alþingi nyti æ minna og
trausts. Sumir hafa verið hálf-
klökkir í barlómnum yfir
skortinum á trausti og aðrir
hafa sagt að þingheimur yrði
að sýna þjóðinni að hann væri
trausts verður.
Og svo er það sjálf ríkis-
stjórnin, sem bítur höfuðið af
skömminni, að Ögmundi Jón-
assyni innanríkisráðherra
undanskildum, þannig að enn
þverr virðing Alþingis og var
þó af svo sorglega litlu að taka.
Það gerði ríkisstjórnin, þegar
hún samþykkti að gera úr-
ræðaleysi sérstakrar þing-
nefndar um framhald stjórn-
lagaþingsklúðursins að sínu úrræðaleysi. Því skal haldið til haga
hér, að Birgir Ármannson, sem var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
nefndinni, lagðist einn nefndarmanna gegn niðurstöðunni og stóð
þannig með lögum og reglum þessa lands.
Nú liggur sem sé fyrir Alþingi að samþykkja eða hafna frum-
varpi um að þingið skipi stjórnlagaráð í stað stjórnlagaþingsins
sem kosið var til í nóvember sl., en Hæstiréttur ógilti kosning-
arnar vegna ýmissa ágalla á framkvæmd þeirra.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggjast allir gegn málinu en allir
þrír þingmenn Hreyfingarinnar styðja það og líklega flestir þing-
menn Samfylkingarinnar. Þingflokkur Framsóknar er klofinn og
sömuleiðis þingflokkur VG.
En oddvitar ríkisstjórnarinnar, þau Jóhanna Sigurðardóttir og
Steingrímur J. Sigfússon, eru svo sannarlega ekki klofin í afstöðu
sinni; þau eru samhent og samstiga í því, að lýsa frati á æðsta
dómstól landsins, sjálfan Hæstarétt; þau vita betur; þau kunna
betur; þegar þau eiga í hlut, er allt í lagi að ganga á svig við nið-
urstöðu Hæstaréttar; stjórnlagaráð, skipað sömu einstaklingum og
fengu frá 3% atkvæða kjörbærra manna á Íslandi í lögleysukosn-
ingunni, niður í núllkommaeitthvað prósent atkvæða, er svo fínt
og flott, að þeirra mati, í stað stjórnlagaþingsins ólöglega.
Hvers konar skilaboð eru oddvitar ríkisstjórnarinnar að senda
til okkar landsmanna og frambjóðendanna? Hvers konar skilaboð
eru þau að senda til umheimsins? Vita þau ekki sem er, að enn
einu sinni eru þau staðin að þeirri flokkun, sem okkur Íslend-
ingum hugnast hvað síst? Þau hefja sjálf sig og sína fylgismenn yfir
lög og reglur; þau mega bæði stunda svig, stórsvig og brun framhjá
lögum og reglum, en við, sauðsvartur almúginn, skulum halda
okkur á mottunni; við skulum halda okkur innan ramma laga og
reglna; við skulum hlíta úrskurðum og dómum dómstólanna á Ís-
landi, ella munum við hafa verra af. Þeirra hátterni er hið sama og
útrásarvíkinganna. Þau haga sér eins og útrásarflugdólgurinn
forðum: „Ég á þetta. Ég má þetta,“ sagði hann, þegar hann kleip
flugfreyjuna í rassinn. Hann átti „þetta“ ekki og hann mátti
„þetta“ ekki og þau Jóhanna og Steingrímur eiga okkur ekki held-
ur og mega alls ekki klípa okkur með þeim hætti sem þau gera
hvern einasta dag.
Þau Jóhanna og Steingrímur J. og svo vitanlega Svandís Svav-
arsdóttir, umhverfisráðherra, sem fær klapp á bakið frá formanni
sínum fyrir að virða Hæstarétt að vettugi, eru nefnilega í flokki
með séra Jónunum, en við hin erum bara aumir Jónar – sauð-
svartir og nauðaómerkilegir Jónar. Ætlum við virkilega að halda
áfram að lúta í duftið fyrir séra Jónunum?!
Af aumum
Jónum og
séra Jónum
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Jóhanna
Sigurðardóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
’
Þau mega bæði
stunda svig,
stórsvig og
brun framhjá lögum
og reglum, en við,
sauðsvartur almúg-
inn, skulum halda
okkur á mottunni
7.30 Dagar mínir eru ólíkir,
eins og jafnan á við um daga
vaktavinnufólks. En hefð-
bundna daga vakna ég klukkan
hálfátta og hleyp út úr dyr-
unum. Ég gríp með mér djús
sem ég var svo skynsöm að búa
til kvöldið áður, því ég veit að
ég vakna aldrei fyrr en hálfátta,
þó svo að ég stilli klukkuna tíu
mínútur fyrir sjö! Ég er komin
á Landspítalann fimm mínútur
fyrir átta og ég hef tekið eftir
því að því seinna sem maður
leggur af stað því minni líkur
eru á að lenda í umferðaröng-
þveiti.
8.00 Þegar ég kem á morg-
unvakt á meðgöngu og sæng-
urkvennadeild Landspítalans
sem ljósmóðurnemi fæ ég yf-
irleitt spennandi og skemmtileg
verkefni. Það er mikið að gera á
deildinni og í nógu að snúast
fram eftir degi.
Í byrjun vaktar er rapport
þar sem hver ljósmóðir eða
ljósmóðurnemi fær upplýsingar
um sinn skjólstæðing og þeirra
áætlun er skoðuð. Síðan sinni
ég þeim konum sem ég er með
þann daginn. Gef þeim allan
minn tíma til að sinna þeim
eins vel og ég get.
Ef ég er heppin þá fæ ég
konu til mín sem er farin að
nálgast fæðingu og fæðir jafnvel
á vaktinni. Þá sinni ég henni
yfir daginn, fer í kaffi eða há-
degismat eins og aðstæður leyfa
– stundum er klukkan orðin
tvö eða þrjú án þess að maður
hafi borðað nokkuð. En dagar á
spítölum eru svo óformaðir,
það er svo misjafnt hvernig
þeir eru, af því að þeir eru eins
misjafnir og skjólstæðingarnir
eru margir.
12.00 Í hádeginu er oft gott
að skjótast niður til Hring-
skvenna og ná sér í samloku
eða súpu til að næra líkama og
sál. Eftir hádegi er tilfallandi
verkefnum sinnt eins og út-
skriftum, fræðslu og stundum
koma nýjar konur til innlagnar
á deildina, annaðhvort barns-
hafandi eða með nýfædd kríli
undir sænginni sem þarf að
sinna.
15.30 Rapport gefið áfram
til kvöldvaktar.
16.00 Heim af Landspít-
alanum í umferðina sem getur
oft verið ansi þung á þessum
tíma. Ég og eiginmaðurinn,
Guðjón Karlsson eða Gói, sækj-
um son okkar Óskar Sigurbjörn
á leikskólann og gætum þess að
eiga saman tímann á milli fjög-
ur og sex á daginn, förum til
dæmis í gönguferð um Foss-
vogsdalinn eða njótum lífsins á
einhvern hátt.
17.30 Gói er leikari og fer í
vinnu klukkan sex. Við erum
yfirleitt með kvöldmat klukkan
hálfsex, svo við náum að borða
saman áður en hann fer í vinn-
una. Við Óskar Sigurbjörn er-
um áfram heima, horfum á
fréttir og förum aðeins á Fa-
cebook! Síðan fer hann í bað og
loks reyni ég að koma honum í
ró fyrir svefninn. Við lesum
bók saman, förum með bæn-
irnar og svo fer hann að sofa.
Ég reyni að haga hlutunum
þannig að hann sé farinn að
sofa á milli átta og hálfníu á
kvöldin.
21.30 Og vegna þess að
þegar maður er í skóla og
vinnu eru kvöldin nýtt undir
lærdóm. Auðvitað blandast
smáspjall á Facebook við það.
Ég á góðar systur sem koma
stundum til mín til skiptis og
passa svo hægt sé að sinna
þeim kröfum sem settar eru á
nútímakonuna en það er að
stunda ræktina af krafti. Svo er
ég týpan sem fer í sturtu eða
bað á kvöldin, annars sofna ég
ekki. Eiginmaðurinn kemur
heim þegar líður á kvöldið og
við náum kannski að horfa á
einn þátt af Klovn saman.
Dagur í lífi Ingibjargar Ýr Óskarsdóttur ljósmóðurnema
Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir ljósmóðurnemi í kunnuglegu vinnuumhverfi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Losna alltaf við
umferðarungþveitið