SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 14
krafts hófst fyrir alvöru. „Árni Þórarinsson rithöfundur hafði umsjón með helgarblaði Vísis á þessum tíma og hann fékk mig fljótlega í allskonar uppákomur í blaðinu. Lét mig standa með gjallarhorn á kassa og halda ræður og selja fólki hestabrauð, svo eitthvað sé nefnt. Ég fékk mikla útrás í þessu, kom fram og fíflaðist. Eitt leiddi af öðru og Ólafur Ragnarsson, sem hafði unnið mikið í sjón- varpinu, fékk mig þangað til að hrekkja fólk með falinni myndavél. Ég var gerður út með tjald og látinn banka upp á hjá fólki og spyrja um leyfi til að tjalda í garðinum hjá því. Þetta vakti mikla kátínu.“ Nú var Magnús kominn á bragðið. Skömmu síðar var hann staddur á árshátíð Blaðamannafélags Íslands og rakst á Ágúst Guðmundsson, sem var nýkominn heim úr kvikmyndagerðarnámi, á barnum. „Við fórum að tala um kvikmyndir, ég sagði honum frá áhuga mínum og lauk spjallinu með þeim orðum að ég væri alltaf til í tuskið hefði hann hlutverk handa mér. Ég átti svo sem ekki von á að neitt kæmi út úr þessu en þremur mánuðum seinna hringdi Ágúst og bauð mér hlutverk í stuttmyndinni Lít- illi þúfu.“ Situr sveltandi kráka Magnús hefur raunar alltaf verið sinn eigin umboðs- maður og aldrei talið eftir sér að taka upp símann eða minna á sig með öðrum hætti. „Eflaust þykir einhverjum þetta hallærislegt en ég hef alltaf hugsað sem svo: Situr sveltandi kráka. Mig langar að leika og þess vegna býð ég fram krafta mína. Hversu margir leikarar ætli sitji heima og bíði eftir símtali?“ Það er gömul saga og ný að lítil þúfa velti oft þungu hlassi og það á líka við hér. „Þarna er eitthvað að gerast, hugsaði ég með mér. Þetta gekk vel og í kjölfarið komu fleiri tilboð um leik í kvikmyndum. Hrafn Gunnlaugsson sá Litla þúfu og bauð mér hlutverk í Óðali feðranna og Gústi í Landi og sonum. Ég hafði skyndilega sogast inn í íslenska kvikmyndavorið.“ Með Magnúsi í Óðali feðranna lék kona sem var tengd Leikfélagi Kópavogs (LK). Dag einn spurði hún Magnús hvort hann hefði ekki áhuga á að leika á sviði. Það hélt hann nú. Konan bauð Magnúsi þá að kíkja á æfingu hjá LK og lesa aðalhlutverkið í nýju leikriti, Þorláki þreytta, á móti leikhópnum en leikstjóri var Guðrún Þ. Stephensen. „Eftir samlesturinn var ég beðinn að taka hlutverkið að mér sem ég og gerði. Þegar ég spurði menn hversu lengi þeir reiknuðu með að sýningin gengi var talað um fimm til tíu skipti. Þegar upp var staðið urðu sýningarnar 85 fyrir fullu húsi. Þetta vakti nokkra öfund hjá atvinnuleik- húsunum enda gekk engin sýning svona lengi þar á þess- um tíma.“ Þennan kósa verð ég að fá! Einn hinna fjölmörgu sem sáu Þorlák þreytta var Ragnar Bjarnason söngvari. „Þennan kósa verð ég að fá í Sum- argleðina,“ hugsaði hann með sér. Hringdi í Magnús. „Fyrst hélt ég að þetta væri símaat og bað um tíma til að hugsa málið. Hringdi svo aftur og þetta var í raun og veru Raggi Bjarna,“ rifjar Magnús upp hlæjandi. Þar með hófst tíu ára ævintýri með skemmtunum vítt og breitt um landið. Magnús þarf aðeins eitt orð til að lýsa þeirri upplifun: „Stórkostleg!“ Magnús skóp marga óborganlega karaktera í Sum- argleðinni, þeirra frægastir eru líklega Prins Póló og Bjössi bolla. „Ég fitnaði mikið eftir að ég hætti í handboltanum og Má ég tjalda í garðinum hjá þér? Handboltamarkvörðurinn Magnús í essinu sínu. Prins Póló gerði garðinn frægan árið 1981. Jón Páll Sigmarsson og Bjössi bolla bregða á leik. Með Ómari Ragnarssyni og Bessa Bjarnasyni í Sumargleðinni. Það var jafnan stutt í hláturinn. 14 6. mars 2011

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.