SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 21
6. mars 2011 21 aðdáun. „Fólk í kringum okkur veit ekki svo mikið um Ísland og fellur í stafi þegar það sér myndirnar, alla þessa náttúrufegurð. Við hvetjum fólk óspart til að kynnast þessu af eigin raun og mér kæmi ekki á óvart að einhverjir ættu eftir að fara að ráðum okkar.“ Guðjón Sigurjónsson, flugmaður hjá Norðurflugi, seg- ir ferðir á gosslóðirnar hafa verið gríðarlega vinsælar undanfarna mánuði og þjónusta fyrirtækisins snúist í auknum mæli um þær. „Það liggja allar leiðir austur. Skyldi svo sem engan undra, sjónarspilið þarna uppi er alveg rosalegt enda þótt ár sé liðið frá gosinu.“ Hann segir aðstæður ekki alltaf leyfa að lent sé á eld- fjallinu en oft sé hægt að koma því við. „Fólk hefur mjög gaman af að fara út úr vélinni á hálsinum, virða fyrir sér útsýnið og sækja sér hraunmola.“ Guðjón segir um 90% viðskiptavina Norðurflugs í þessum ferðum vera útlendinga en þó séu Íslendingar í auknum mæli farnir að kveikja á þessum ferðamáta. „Vegna gengisins þykir fólki verðið hjá okkur hagstætt. Við fáum allskonar fólk til okkar, þyrluflug er síður en svo bara fyrir auðkýfinga.“ Norðurflug hefur yfir að ráða þremur þyrlum, mis- jöfnum að stærð og rekstrarkostnaði, sem hver og ein hentar eðli og umfangi verkefna. Hægt er að sérsníða flugið eftir þörfum hvers og eins. Norðurflug flýgur far- þegum sínum þangað sem þeim hentar, þegar þeim hentar og getur lent nánast hvar sem er. Jerry Chesley virðir fyrir sér útsýnið frá gosstöðvunum. Hann segir það mikla upplifun að hafa eldfjall undir fótum. Flogið yfir Markarfljótseyrar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.