SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 42
42 6. mars 2011 Þ eir eru glöggir karlarnir í heita pottinum í laugunum. Þeir tóku eftir litlu myndinni af mér í Les- bókinni og tengdu hana við manninn sem þeir sjá stundum í pottinum. Þetta hefur orðið til þess að við ræðum stundum um málfar. Um síðastliðna helgi minntist einn þeirra á notkun fornafna, t.d. í máli blaðamanna. Hann sagði að blaðamönnum hætti til að forðast fornöfn- in og þeir endurtækju þá nafnorðin hvað eftir annað. Við þetta yrði stíllinn afar við- vaningslegur og stirður. Dæmi: Börn hefja skólagöngu sex ára og þá hafa börnin (=þau) enn ekki náð valdi á …. Þetta er hárrétt hjá pottfélaganum. Ég hef einmitt margbent nemendum á þetta atriði. Eðlileg beiting fornafna léttir stíl og gerir alla framsetningu liprari en ella. Annað sem gaman er að benda á og snertir fornöfnin er málfræðilega kynið andspænis eiginlega kyninu. Undir ljós- mynd af frægum mæðginum stóð: Skáldið og móðir þess. Hefði verið betra að segja: Skáldið og móðir hans? Stundum er þetta smekksatriði. En ég viðurkenni að mér finnst ekki fallegt að sjá málsgrein eins og þessa: Krakkarnir voru ánægðir þegar þau komu úr skólanum. Krakki er karlkynsorð en fornafnið þau er hvorugkyns (vísar til beggja kynja, sbr. þau Sigga og Nonni. Ég hefði sagt: Krakkarnir voru kátir þegar þeir komu úr skólanum. En hvað á þá að segja um þetta: Foreldrarnir voru á Ak- ureyri þegar þeir heyrðu fréttina. Orðið foreldrar er karlkyns en einhverjum finnst eflaust karlkynsfornafnið þeir vera trufl- andi þarna (dálítið eins og karl-lægt). Ætli ég verði ekki að sætta mig við að það hljómi fullt eins vel að segja þau (hvor- ugkyn) um foreldrana (pabbann og mömmuna). Nær undantekningarlaust heyrist mér börn segja: ég og Jón; ég og Guðrún, ég og Andri en ekki: við Guðrún, við Andri o.s.frv., eins og við eldra fólkið myndum yfirleitt orða þetta (reyndar má minna á frægan dægurlagatexta sem byrjar á orð- unum „Jón og ég við vorum eins og bræð- ur“ – og ekkert við því að segja, en stuðla- setningin virðist að vísu ekki ganga upp í ljóðlínunni). Í Króka-Refs sögu segir Gest- ur Oddleifsson í Haga (sá sem réð drauma Guðrúnar Ósvífursdóttur) við frænda sinn, Ref: „Við móðir þín munum síðan við skiptast sem okkur líkar“ (ekki: ég og móðir þín). Sjónarsviptir yrði að þessu fallega orða- lagi. Mig langar að biðja kennara um að at- huga þetta og reyna að fá nemendur til að hugleiða hvort ekki megi beita því hér eftir sem hingað til: „við Jón“, „við Gunna“ og „við móðir þín“. Ef kennararnir ganga í lið með mér kann það að takast – annars ekki. Þá vil ég einnig biðja alla kennara á Íslandi sem lesa þessa grein að taka upp baráttu gegn ókei-inu og bæ-inu; það er svo mik- ill óþarfi að „skreyta“ íslenskuna með þessu. Og meðal annarra orða: Hvers vegna þurfa viðmælendur útvarpsmanna að tala um „heila kollexjón af fötum“ eða „essens málsins“? Vel má efna til umræðu um tungumálið með því að láta nemendur bera saman orð sem hljóma líkt eða jafnvel nákvæmlega eins. Dæmi: Kennarinn: Sýndu, nemandi góður, fram á að orðið helgi geti í eignarfalli verið bæði helgi og helgar. Nemandinn: Þarna ræður merking- armunur beygingunni. Dæmi: a) heil- agleiki: vegna helgi staðarins (eða ‘helgað eða friðlýst svæði’: stækkun landhelg- innar); b) helgur dagur: í tilefni (versl- unarmanna)helgarinnar. Líka mætti í þessum spurningaleik spyrja nemandann hver munurinn sé á orðunum endi og endir. Ég bind enda á spjallið (ekki endi). Við sjáum fyrir okkur enda á bandspotta. Þaðan kemur líkingin. En í lok kvikmyndarinnar stendur rétti- lega: endir, ekki endi. Að lokum langar mig að minnast Jó- hanns Magnúsar Bjarnasonar, sem fór kornungur frá Íslandi til Vesturheims en skrifaði vinsælar bækur á móðurmáli sínu, og hefur hlotið lof ekki minni manna en Halldórs Laxness og Gyrðis Elíassonar. Sagan Brasilíufararnir er frábær spennu- bók. Lýsingin á kaffibaununum í hafn- arborginni Santos í öðrum kafla bók- arinnar er ein glæsilegasta stílæfing sem ég hef lesið. Hún er of löng til að taka hana upp hér en hún endar svona (við tökum m.a. eftir þrítekningunni á „til þess að“ og stígandinni sem henni tengist): „Og í San- tos er allt hið aumasta afhrak þjóðarinnar í Brasilíu samankomið í eina iðandi kös, til þess að þræla og sveitast í blóðinu – til þess að bera kaffibaunasekkina á höfðinu í steikjandi sólarhitanum – til þess að auðga og efla fépyngjur auðkýfinganna og – deyja.“ Kaffibaunirnar í Santos ’ Og meðal annarra orða: Hvers vegna þurfa viðmælendur útvarpsmanna að tala um „heila kollexjón af fötum“ eða „essens málsins“? Málið El ín Es th er Birna var að hringja. Birna er að fara til Grænlands og ég ætla að skutla Birnu á flugvöllinn á morgun. Svo sagði Birna líka að Birna og Bjössi ætli að gifta sig í sumar á afmæli Birnu, heima hjá foreldrum Birnu. Hún bað líka kærlega að heilsa þér. „Hún“ hver? Birna. Já, Birna! Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Á undanförnum misserum virð- ist hafa orðið vakning hvað varðar heimatilbúinn varning og viðgerðir á fatnaði og tækj- um í okkar daglega lífi. Á mörgum heim- ilum er nú prjónað og saumað, húsgögn bólstruð og heimatilbúin matvæli eru framleidd úr berjum, rabarbara og öðrum hráefnum. Á verkstæðum og vinnustof- um er viðgerðum sinnt í auknum mæli á fatnaði og húsbúnaði. Eldri munir öðlast hlutverk í nýju samhengi með endurnýt- ingu og lagfæringum. Hvað veldur þessari vakningu? Er það efnahagsástandið, auk- in umhverfisvitund, menningaráhrif, tískustraumar nútímans eða eitthvað annað? Þjóðminjasafnið beinir sjónum sínum að hinum breyttu áherslum og aflar nú heimilda með nýjustu spurn- ingaskrá sinni um heimatilbúið, viðgert og notað og spyr um afstöðu fólks og reynslu á þessu sviði. Menningararfurinn endurspeglar sögu okkar og reynslu í gegnum aldirnar og getur verið brunnur nýrra hugmynda í samtímanum. Sparsemi, nýtni og nægju- semi var ríkur þáttur í lífsviðhorfi og raunveruleika Íslendinga. Nýtni var sjálf- sögð langt fram eftir síðustu öld, bæði sökum fátæktar og hugarfars. Nýtni og viðgerðir á hversdagsgripum fyrri kyn- slóða er einmitt umfjöllunarefni sýning- arinnar Stoppað í fat sem nú stendur yfir í Þjóðminjasafni Íslands. Þar eru sýndir munir úr safnkostinum sem gert hefur verið við á sínum tíma af útsjónarsemi, nauðsyn og á stundum mikilli handlagni. Á sýningunni má sjá dæmi um hvers kyns viðgerðir á fatnaði, vefnaði, heim- ilisáhöldum og verkfærum frá ýmsum tímum. Elsti gripur sýningarinnar er brot úr steinpotti frá landnámstíma, sem hefur verið spengdur saman. Í augum okkar lít- ur út eins og brotinn gripurinn hafi verið heftaður saman. Spenging var viðgerð sem krafðist lagni og var notuð á tré, málm og jafnvel stein. Algengast var þó að leirgripir, svo sem ýmis borðbúnaður og ílát hvers konar, væru spengdir saman. Þessi aðferð viðgerða er nú að mestu gleymd og jafnvel merking hugtaksins einnig. Þjóðminjar má skoða frá mörgum sjón- arhornum. Á sýningunni Stoppað í fat skoðum við valda gripi úr fórum safnsins frá þessu sérstaka sjónarhorni, því hvern- ig landsmenn gerðu við eigur sínar fyrr á tímum. Þegar kemur að viðgerðum má greina í safngripum verkaskiptingu kynjanna. Áhöld og amboð hafa al- mennt verið smíðuð af karlmönnum, en stærstur hluti áhalda var heima- Bætt, spengt, stoppað, rimpað, stagað og skjóðað … Þankar um þjóðminjar Margrét Hallgrímsdóttir margret@thjodminjasafn.is Lesbók K aupstefnan Stockholm Furn- iture Fair sem í Svíaveldi er þekkt sem Möbelmässan, er langstærsta kaupstefna nor- rænnar hönnunar og hönnunarvikan henni samhliða fer ört stækkandi. Móts- haldarar bjóða árlega völdum verkefnum þátttöku endurgjaldslaust, og eru verk- efni þessi liður í menningarlegri hluta kaupstefnunnar. Sá heiður hlotnaðist Hönnunarmiðstöð þetta árið að vera boðið sýningarpláss fyrir samsýningu ís- lenskra hönnuða. Heiður að vera boðið að sýna Sýningin Icelandic Contemporary De- sign, sem Elísabet V. Ingvarsdóttir stýrði á vegum Hönnunarmiðstöðvar, var sett upp á þessum stað sem áður hefur hýst framsækin hönnunarteymi á borð við Front sem hafa verið mjög áberandi í norrænni hönnun undanfarin ár. Á eyj- unni grænu sem mótaði umgjörð um sýninguna, hönnuð af Kurtogpí, skap- aðist fersk og góð stemning sem umlukti verk þeirra fjölmörgu hönnuða sem eiga verk á henni. Fjölmargir sóttu sýn- inguna og forvitnuðust um mjúkar línur ruggustóls Daggar Guðmundsdóttur, hillur Sigríðar og Snæfríðar sem eru komnar á fætur, klukku Þórunnar Árna- dóttur sem telur mínútur með perlum, hrafna Ingibjargar Hönnu sem virtust flögra í sænsku skýjunum og Hoch die Teller Hrafnkels Birgissonar, splunku- nýja systurvöru Hoch die Tassen, sem gerðist laumufarþegi á sýningunni þetta sinnið. Í A-sal sýndu fjögur íslensk fyrirtæki, þar á meðal Furnibloom sem sýndi garð- húsgögn sem ætluð eru til að rækta í um leið og þau eru notuð, og Lighthouse Íslenskt á hönnunarviku Hönnunarmiðstöð var boðið að standa að sam- sýningu íslenskra hönnuða á Stockholm Furn- iture Fair í Svíþjóð á dögunum, sem er stærsta kaupstefna norrænnar hönnunar. Edda Kristín Sigurjónsdóttir edda@honnunarmidstod.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.