SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 19
6. mars 2011 19
framhald af sunnudagaskólastarfi kirkj-
unnar. Jón Helgason prestaskólakennari
hóf fyrstur manna sunnudagaskólastarf á
Íslandi árið 1892, en slíkt starf hafði hafist
á Englandi þegar um 1780 og fljótlega eftir
það í Danmörku en þangað sótti Jón að-
allega þá fyrirmynd sem starfið hér var
byggt á. Að jafnaði sóttu um 100 börn
þennan sunnudagaskóla sem var í leik-
fimishúsi gamla barnaskólans. Skæð
skarlatsótt sem herjaði um aldamótin
varð hins vegar til þess að hlé varð á þessu
starfi. En hugmyndin var komin til að
vera. Í mars 1903 hóf Knud Zimsen síðar
borgarstjóri sunnudagaskólastarf á vegum
KFUM. Rúmum þrjátíu árum síðar færðist
svo reglulegur vöxtur í starfið, fyrst í
Reykjavík, þá á Seltjarnarnesi og svo víða
um land. Þörfin fyrir sunnudagaskóla-
starfið var augljós. Þannig greinir Æsku-
lýðsblaðið til dæmis frá því að um 700
börn hafi sótt sunnudagaskóla í Akureyr-
arkirkju að jafnaði haustið 1954. Það voru
þá um 10% þeirra sem bjuggu á Akureyri.
Fyrsta æskulýðsfélagið
Fyrsta formlega æskulýðsfélagið var
stofnað í Akureyrarkirkju 19. október
1947 en þá var sr. Pétur Sigurgeirsson,
síðar biskup yfir Íslandi, nýkominn til
starfa þar. Í bókinni Saga Akureyrarkirkju
er greint frá því að sr. Pétur hafi fengið
mikla hvatningu frá samfélaginu öllu sem
hafi eflt hann enn frekar í þeirri viðleitni
sinni að stofna félagskapinn. Þar er meðal
annars haft eftir honum:
,,Við héldum fljótlega fjölsótta almenna
fundi, og þar ríkti þessi létti, kröftugi andi
með fögnuðinn inn í hjartað, sem ég
reyndi alltaf að leggja virkilega áherslu
á … Sterkust urðu áhrifin á unga fólkið í
gegnum sönginn, og það var mikið sung-
ið, ákaflega mikið sungið. Árshátíðin
Þ
ó að dagurinn hafi verið haldinn
í meira en 50 ár er enn lengra
síðan hugmyndin var sett niður
á blað. Þannig er greint frá hug-
myndinni að sérstökum æskulýðsdegi í
októberhefti Æskulýðsblaðsins 1953. Þar
skrifar sr. Kristján Róbertsson, sókn-
arprestur á Siglufirði:
„Sú hugsjón hefir fæðst, að íslenska
kirkjan helgi æskunni í landinu einn dag á
ári hverju. Sá dagur yrði æskulýðsdagur
þjóðkirkjunnar … Dagurinn verður að
koma, dagur mannræktar, starfs og dáða í
anda Krists.“
Í febrúar 1954 héldu sjö prestar svo-
nefndar æskulýðsguðsþjónustur sama
sunnudaginn í nokkrum kirkjum norð-
anlands. Af því tilefni skrifaði sr. Pétur
Sigurgeirsson, ritstjóri Æskulýðsblaðsins
og þá sóknarprestur á Akureyri:
„Væri mjög æskilegt, ef sú hugmynd
yrði að veruleika að þjóðkirkjan eignaðist
sérstakan æskulýðsdag … Brýn þörf er á
því að einbeita kröftunum og sameina þá í
starfinu fyrir börnin og æskuna.“
Þannig tók sr. Pétur undir tillögu
starfsbróður síns á Siglufirði. Prestar
norðan heiða héldu samstarfinu um
þennan vísi að æskulýðsdegi kirkjunnar
ótrauðir áfram þó þeir yrðu enn að bíða í
nokkur ár áður en hinn opinberi æsku-
lýðsdagur yrði að veruleika.
Það var svo hinn 8. mars 1959 að fyrsti
æskulýðsdagur kirkjunnar var haldinn
hátíðlegur með æskulýðsguðsþjónustum í
kirkjum landsins. Þá hafði hugmynd
þeirra norðanmanna fengið nýjan byr því
nýskipuð æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar
beitti sér nú fyrir æskulýðsdeginum.
Öflugt sunnudagaskólastarf
Upphaf æskulýðsstarfs kirkjunnar og
stofnun æskulýðsfélaganna var rökrétt
okkar hafði líka mjög mikið gildi, fjöl-
mennt samsæti ungs fólks.“
Velgengnin á Akureyri smitaði út frá
sér. Fjöldi æskulýðsfélaga var stofnaður á
Norðurlandi, m.a. 1955 á Siglufirði, 1959 á
Húsavík og Ólafsfirði og 1960 á Sauð-
árkróki. Reykvíkingar létu ekki sitt eftir
liggja og stofnuðu sín æskulýðsfélög, þótt
þörfin væri önnur þar sem KFUM og
KFUK höfðu allt frá stofnun árið 1899
staðið fyrir öflugu félagsstarfi, þar sem sr.
Friðrik Friðriksson fór fremstur í flokki. Í
Laugarneskirkju stóðu prestshjónin Vivi-
an og sr. Garðar Svavarsson fyrir stofnun
æskulýðsfélags 2. febrúar 1954. Tilgangur
félagsins var m.a. að gefa fermingarsystk-
inum tækifæri til að halda hópinn, búa
þeim hollar og ánægjulegar tómstundir og
efla háttvísi og prúða framkomu fé-
lagsmanna.
Á svipuðum tíma og fyrsti æskulýðs-
dagurinn var haldinn hátíðlegur árið 1959
var mikill uppgangur í æskulýðsstarfi í
kirkjunni. Sumarið áður höfðu 900 ný-
fermdir unglingar sótt æskulýðsmót á átta
stöðum víðsvegar um landið. Sífellt fleiri
kirkjur settu á fót starf fyrir unglingana.
Æskulýðsdagurinn varð fastur liður í
kirkjum landsins og á sumrin flykktust
ungmennin á kirkjuleg mót.
Á sjötta og sjöunda áratugnum ein-
kenndi gróska og fjölbreytni starfið. Út-
gáfa Æskulýðsblaðsins, sem byrjað hafði
1949 sem félagsblað Æskulýðsfélags Ak-
ureyrarkirkju, fékk á sig nýja mynd og
níu árum seinna var blaðið orðið að mál-
gagni Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar.
Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti
var stofnað árið 1959 til að halda utan um
samstarf kirknanna í æskulýðsmálum.
Með stofnun sumarbúða við Vestmanns-
vatn fimm árum seinna lyfti þetta nýja
samband grettistaki. Æskulýðsstarf þjóð-
kirkjunnar stóð fyrir ungmennaskiptum
og stofnun KAUS (starfa í dag sem AUS).
Fjöldi íslenskra ungmenna hélt ár hvert
utan sem skiptinemar og sjálfboðaliðar og
hingað komu stórir hópar ungmenna sem
lögðu fram dýrmæt framlög í svoköll-
uðum vinnubúðum þar sem unnið var við
endurbætur á kirkjum, smíði sumarbúða
o.fl. Tjaldútilegur og ferðir fyrir nýfermda
unglinga og eldri unglinga urðu sífellt
vinsælli og boðið var upp á ýmis námskeið
fyrir eldri ungmennin. Með unga fólkinu
kom líka ný tónlist inn í kirkjuna og ný-
yrði eins og ,,poppmessa“ urðu til.
Æskulýðssamband kirkjunnar í
Reykjavíkurprófastsdæmum, ÆSKR rek-
ur tilurð sína til umræðna á sjöunda ára-
tugnum um að gott væri að stofna slíkt
samband syðra vegna þess hversu vel
hefði til tekist með sambandið á Norður-
landi, í Hólastifti hinu forna. Hinn 9.
febrúar 1966 stingur séra Jón Bjarman
upp á þessu og eins Guðmundur Ein-
arsson 3. janúar 1973, svo að dæmi séu
nefnd úr umræðum æskulýðsnefndar
þjóðkirkjunnar. Séra Þorvaldur Karl
Helgason taldi raunhæft að stofna ÆSK
syðra (14. feb. 1977). Þessi umræða og
áhugi leiddi til stofnunar ÆSKR, 17. febr-
úar 1988. Stofnun sambandsins blés nýju
lífi í kirkjulegt æskulýðsstarf í Reykjavík.
Um þetta leyti efldist einnig starf í kirkj-
unni fyrir 10-12 ára, sem er í dag einn
helsti vaxtarbroddurinn í barnastarfi
kirkjunnar. Í dag eru einnig starfandi á
landinu ÆSKA á Austurlandi, ÆSKEY á
Norðausturlandi og ÆNK í Kjal-
arnesprófastsdæmi. Samstarf um æsku-
lýðsstarf á landsvísu fer fram undir hatti
Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar.
Fjölbreytt tómstundastarf
í kirkjum um allt land
Söfnuðir þjóðkirkjunnar í dreifbýli og
þéttbýli standa í dag fyrir fjölbreyttu
tómstundastarfi fyrir börn og ungmenni.
Metnaður er lagður í starfið og ber marg-
breytileiki þess vott um þá hug-
myndaauðgi og þann kraft sem ríkir með-
al þess unga fólks sem er í framvarðarsveit
æskulýðsstarfs kirkjunnar í dag. Við hlið
hefðbundinna sunnudagaskóla sem opnir
eru öllum aldurshópum og æskulýðs-
félaga sem ætluð eru fjórtán ára og eldri
unglingum standa söfnuðirnir til dæmis
fyrir kirkjuskólum fyrir yngri grunn-
skólabörn og TTT starfi fyrir tíu til tólf ára
börn. Þá eiga margar kirkjur gott samstarf
við KFUM og KFUK um yngri deildar starf
sem og unglingadeildastarf. Barna- og
unglingastarf er fyrir löngu orðið einn
helsti burðarás kirkjulegs starfs eins og
þau sem sækja kirkjur landsins þennan
dag geta orðið vitni að.
Æskan verði sýnilegri
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er í dag. Þá er at-
hyglinni beint að börnum og unglingum og þau
hvött til virkrar þátttöku í kirkjustarfi. Dagurinn
er einn af stærstu viðburðum í öflugu barna- og
æskulýðsstarfi safnaða kirkjunnar.
Pétur Björgvin Þorsteinsson
Fjör á Landsmóti
æskulýðsfélaga
kirkjunnar
á síðasta ári.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Höfundur er djákni í Glerárkirkju.