SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 43
6. mars 2011 43 smíðaður og við hann var gert þegar á þurfti að halda. Menn lögðu sig fram um að viðgerðir væru haganlega gerðar í þeim tilgangi að gera gripinn brúklegan á ný, helst þannig að hann entist sem lengst. Viðgerðir fóru jafnan fram á heimilum, en sumar þeirra kröfðust meiri sérhæfingar og laghentir einstaklingar fóru á milli bæja og húsa til viðgerða. Viðgerðir á fatnaði og öðrum textíl féllu almennt í hlut kvenna. Þær stoppuðu í sokka, stöguðu göt, bættu flíkur og skófatnað. Lengst af var allur fatnaður heimasaumaður og prjónaður og hið sama er að segja um viðhald og við- gerðir. Á sýningunni getur að líta mörg athyglisverð dæmi vefnaðarviðgerða sem endurspegla útsjónarsemi, hagleik og natni þeirra sem gerðu við. Stagbættar flíkur segja sögu fátæktar, en fatnaður var almennt gernýttur og jafnvel notaður af mörgum. Upplituðum ullarflíkum var vent, það er þeim snúið, göt voru bætt og stykkjuð, stoppuð, rimpuð, stögluð, stög- uð og þeim skjóðað saman. Orðaforðinn upphafi 20. aldar, sem nú stendur yfir í Myndasal Þjóðminjasafnsins. Á myndum Bárðar má sjá marga prúðbúna Þingeyinga í heimaofnum klæðnaði, sem sómi er að. Sagan er ekki einlit fremur en hinar stag- bættu flíkur í safninu. Í neyslusamfélagi nútímans hefur minna farið fyrir þeirri nýtni og sparsemi sem hér er lýst. Einnota hlutir eru í almennri notk- un sem og tæki hvers konar sem í raun er ekki ætlað að endast lengi. Með aukinni umhverfisvitund má merkja viðhorfs- breytingu hér á landi sem og annars stað- ar, sem leitt hefur til aukinnar endurnýt- ingar. Greinilegt er að landsmenn hafa tekið við sér þegar kemur að hagsýni og virðingu fyrir umhverfinu, en flestir geta nefnt dæmi um aukinn áhuga á því sem er heimagert, viðgert og endurnýtt. Er það hagsýni eða tíska eða hvort tveggja? Straumar og stefnur í hönnun undanfarin ár hafa fengist við þessi sjónarmið og áferð og útfærsla hönnunargripa stundum tekið mið af því. Á sviði húsgagnahönnunar og byggingalistar hefur vistvæn hönnun ver- ið að sækja í sig veðrið víða um heim og eru dæmi um að húsgögn séu hönnuð úr endurnýtanlegum vefnaði, hjólbörðum, viðarkurli eða öðrum úrgangi. Hönnuðir og listamenn leita gjarnan í brunn menn- ingararfsins, og gæti hin stagbættu jakki og treyja á sýningu Þjóðminjasafnsins jafnvel orðið skemmtileg uppspretta hug- mynda fyrir fatahönnuði. Tíðarandinn breytist og mennirnir með. Þjóðminjasafn Íslands hvetur landsmenn til að segja sína sögu um viðgerðir, endurnýtingu og nýtni með því að svara spurningaskránni um heimatilbúið, viðgert og notað. Í því skyni er vert að skoða handbragð horfinna kyn- slóða á sýningunni Stoppað í fat og staldra við og íhuga, enda gæti í þessum efnum verið fólginn heill heimur hugmynda til nýsköpunar, umhverfisvitundar og sparnaðar. Sjá nánar: www.thjodminjasafn.is/ minjar-og-rannsoknir/thjodhattasafn/ rannsoknir/nr/2975 Stagbættur jakki, vinnustakkur frá fyrstu árum 20. aldar, og saumuð og spengd smjöraskja. ’ Greinilegt er að lands- menn hafa tekið við sér þeg- ar kemur að hag- sýni og virðingu fyrir umhverfinu, en flestir geta nefnt dæmi um aukinn áhuga á því sem er heima- gert, viðgert og endurnýtt. Er það hagsýni eða tíska eða hvort tveggja? endurspeglar færnina að gera við og við- gerðartæknina sjálfa. Margar konur þóttu snillingar að bæta og stykkja, þótt þeim hafi mörgum þótt nóg um eins og sjá má í skemmtilegu kvæði Theodóru Thorodd- sen (1863-1954), þrettán barna móður, sem starfaði sem gæslukona í Þjóðminja- safninu snemma á síðustu öld ásamt Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Má ætla að jafnrétt- ismál og hlutskipti kvenna hafi borið á góma í samtölum þeirra sem stóðu vakt- ina við gæslu safngripa Þjóðminjasafnsins, hugsanlega við að staga. Mitt starfið Mitt var starfið hér í heim heita og kalda daga að skeina krakka og kemba þeim og keppast við að staga. Eg þráði að leika lausu við sem lamb um grænan haga, en þeim eru ekki gefin grið, sem götin eiga að staga. Langaði mig að lesa blóm um langa og bjarta daga, en þörfin kvað með þrumuróm: „Þér er nær að staga.“ Heimurinn átti harðan dóm að hengja á mína snaga, hvað eg væri kostatóm og kjörin til að staga. Komi hel með kutann sinn og korti mína daga, eg held það verði hlutur minn í helvíti að staga. Heimildir sögunnar endurspegla einnig reisn fólks og kunnáttu. Á ljósmyndum má sjá vel klætt fólk í fatnaði úr efni sem gjarnan var heimaofið, og voru flíkurnar oft afar fagmannlega unnar. Má sjá dæmi um það á ljósmyndum á sýningunni Ljós- myndari Mývetninga – mannlífs- ljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá sem öðru sinni sýndi ljós úr smiðju sinni. Í samstarfi við sendiráð Íslands í Stokkhólmi, Íslandsstofu og sænska hönnunar- og viðskiptateymið De- signBoost, var efnt til móttöku við tvö tækifæri sem óhætt er að segja að hafi laðað að eftirsóknarverða gesti, svo sem forsvarsmenn virtra hönnunarfyrirtækja eins og Design House Stockholm og blaðamenn frá blöðum á borð við De- zeen, Cool Hunting, Form og Stylus. Galopið tengslanet hönnunarheimsins Á annan tug íslenskra hönnuða var í Stokkhólmi á hönnunarvikunni. Að þeirra mati eru verðmæti fólgin í að vera vel tengdur inn í hinn alþjóðlega hönn- unarheim, bæði hvað viðskipti, samstarf og umfjöllun varðar. Það að staðsetja sig sem einstakan hönnuð í stærra samhengi víkkar sjóndeildarhringinn og veitir innblástur og hvatningu. Mikill styrkur er fólginn í að geta gert það í krafti hóps, sér í lagi fyrir óþekktari hönnuði og ein- yrkja. Iðandi hönnunarsamfélag hins al- þjóðlega markaðar er hins vegar klárlega galopið fyrir íslenska hönnunarsenu. Þegar hefur þó nokkrum viðskipta- og tengslanetum verið ýtt úr vör, sumt staðfest en mörg járn í eldinum. Þar má nefna samninga við endurseljendur og dreifingar- og framleiðsluaðila, teng- ingar við fjölda blaðamanna frá virtum tíma- og vefritum og fleira áhrifafólk úr hönnunarheiminum, boð um að sýna á öðrum sýningum og hátíðum, erlenda þátttöku og gesti sem munu koma á HönnunarMars og mögulega komu gestafyrirlesara úr fremstu röð til Listaháskólans auk ýmiss samstarfs hönnuða á milli. Í hinu smáa en afar virta Gallery Pas- cale var opnuð leyndardómsfull sýning Guðbjargar K. Ingvarsdóttur í Aurum „Les secrets d’Islande“ samhliða sýn- ingu stjörnuþríeykisins Anemone, sænska Claesson Koivisto og Rune sem voru sérlega áberandi á hönnunarvik- unni meðal annars í ljósi nýlegrar hönn- unar tveggja hótela og viðtöku árlegra verðlauna Elle interiör sem hönnuðir ársins 2011. Í yfirlýsingu Elle interiör segir m.a. að þríeykið staðfesti góða stöðu Svíþjóðar á hönnunarheimskort- inu. Sigga Heimis sýndi glerlíffæri sín í afar áhugaverðri samsýningu 20 hönn- uða í Biologiska Museet (náttúrugripa- safninu), þar sem hönnun var stillt upp inni í náttúrulegu umhverfi safnsins. Sýningarstjórar voru Frederick Färg og Emma Marga Blanche og valdi New York Times sýninguna sem einn af hápunkt- um hönnunarvikunnar. Ísland á hönnunarheimskortið Ísland hefur alla burði til að staðsetja sig á hönnunarheimskortinu líkt og ná- grannaþjóðir okkar hafa þegar gert. Segja má að kaflaskil séu að verða í Skandinavíu þar sem gríðarleg gróska á sér nú stað og ungir og upprennandi hönnuðir eru loks að brjótast undan þungum hönnunararfinum. Styrkja þarf ímynd íslenskrar hönnunar og er nauð- synlegt í því samhengi að hönnuðir hafi kost á að teygja sig út fyrir landsteinana. Glerlíffæri Siggu Heimis á sýningunni 20 Designers at Biologiska. Ljósmynd/Patrik Engström, birt með leyfi Biologiska Museet Matarhönnun Prang, Josefin og Anders, nema í upplifunarhönnun við Konstfack. Ljósmynd/Nína Hlöðversdóttir

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.