SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 6
6 6. mars 2011 ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 einfaldlega betri kostur Rjómabolla og kaffi eða djús. 195,- BOLLA BOLLA Glenn Rivers lék 13 leiktímabil íNBA og var hjá fjórum liðum, Atl- anta Hawks, Los Angeles Clip- pers, New York Knicks og San Antonio Spurs. Rivers var bak- vörður, skoraði að meðaltali 10,9 stig í leik, gaf 5,7 stoðsendingar og tók 3,3 fráköst. Rivers kom í NBA úr Mar- quette-háskóla þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í stjórn- málafræði og úr fornámi í lögfræði tveimur árum eftir að hann varð atvinnumaður í körfubolta. Viðurnefni sitt, Doc, fékk Ri- vers hjá Rick Majerus, þjálfara sínum hjá Marquette, eftir að hann mætti í æfingabúðir skólans í treyju merktri „Dr. J“, viðurnefni hins magnaða Juliusar Ervings. Þjálfunarferill Rivers í NBA hófst er hann tók við Orlando Ma- gic 1999. Þar tók hann við sund- urleitum hópi og þótti ná það góð- um árangri að hann var valinn þjálfari ársins. Þar var hann í fjög- ur ár. Nú stendur yfir sjötta leik- tímabil Rivers sem yfirþjálfari Cel- tics. Liðið er með besta árang- urinn í austurdeildinni og fyrir vikið þjálfaði Rivers úrvalslið hennar í stjörnuleiknum fyrir hálf- um mánuði. Með besta árangurinn í austurdeildinni Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, stýrði liði austurdeildarinnar í stjörnuleiknum í Los Angeles fyrir tveimur vikum. Reuters B oston Celtics hafa verið á góðri siglingu undanfarin ár. Liðið varð meistari 2008, tapaði í úrslitum fyrir Los Angeles Lakers í fyrra og er í hópi þeirra þriggja eða fjög- urra liða, sem gætu farið alla leið í úrslit í sumar. Árangur liðsins hefur verið skrifaður á þríeykið Ke- vin Garnett, Ray Allen og Paul Pierce, en vitaskuld hefur bakvörðurinn Rajon Rondo verið ómissandi. Og svo er vitaskuld þjálfarinn, Doc Rivers, sem stendur á hliðarlínunni og geltir á leikmenn rámri röddu. Þessa dagana er Rivers víðast hvar hrósað, en þannig hefur það ekki alltaf verið. Tímabilið 2006- 07 gekk liðið í gegnum átján leikja taphrinu – þá lengstu í sögu Celtics – kröfur um að Rivers yrði rekinn voru orðnar háværar. Árið eftir kom nýr mannskapur, gengi liðsins snerist við og Rivers þaggaði niður í gagnrýnendum sínum með meist- aratitli. Rivers hefur tekist að fá þrjár gamalreyndar stjörnur til þess að spila saman af óeigingirni og tekið unga leikmenn og óreynda, mótað þá og eflt þannig að úr hefur orðið lítt árennileg liðsheild. Það mun hins vegar ekki vera tekið út með sældinni fyrir nýliða í deildinni að spila undir stjórn Rivers. Í grein um þjálfarann í blaðinu Boston Globe er því lýst hvernig Rivers nánast ofsótti Glenn Davis með stöðugum athugasemdum við hvert tækifæri um manndóm hans og hæfileika til að spila körfubolta. Davis mun hafa óskað sér þess heitast að Rivers þagnaði og hætti að gera sér lífið leitt. Hann lék undir stjórn þriggja af bestu þjálfurum NBA, en aðferðir sínar sækir hann lengra aftur. Þegar hann var í Proviso East-menntaskólanum skammt fyrir utan Chicago var þjálfari hans fyrr- verandi landgönguliði, Glenn Whittenberg að nafni. Hann setti skilti á vegginn þar sem ungling- unum var ráðlagt að setja fótinn í fötu með vatni, taka hann aftur úr og hafa í huga að farið, sem kæmi, sýndi hversu mikið þeirra yrði saknað þegar þeir væru hættir að spila fyrir liðið. „Skýrara verður það ekki,“ segir Rivers. „Með þessu sagði hann að enginn væri hafinn yfir liðið, sama hvað hann væri góður. Ég var með frábæra þjálfara, [Pat] Riley og Larry Brown og Mike Fra- tello. En þessi náungi hafði heilmikil áhrif á mig.“ Rivers segir að hann hafi í upphafi átt í vandræð- um með að fá stjörnurnar Paul Pierce og Ray Allen til að fallast á aðferðir sínar, en það hafi ekki verið neitt miðað við það að fá unga ofurhuga til að sætta sig við það hlutverk, sem hann ætlaði þeim í liðinu. Áðurnefndur Davis hefur nú sætt sig við þjálf- arann eftir skammir í fjögur ár. „Stundum er þetta erfitt,“ segir hann við Boston Globe. „En maður þarf að vera andlega tilbúinn og einnig að vilja gera betur innan í sér. Þessu nær hann fram.“ „Hann er strangur við ungu strákana,“ segir Ra- jon Rondo, sem nú er orðinn einn besti bakvörður í NBA. „Það þarf að brjóta þá niður og reyna að kenna þeim auðmýkt vegna þess að þeir koma í deildina með mikið sjálfsálit og voru sennilega að- almennirnir í liðum sínum í háskóla. Fyrir mig var þetta erfið breyting.“ Rivers segist vera heiðarlegur og opinskár við leikmenn sína og ekki reyna að spila með þá. „Ég geri það sem ég geri,“ segir hann. „Ég trúi á það sem ég geri … Ég held að suma daga elski strákarnir mig og er viss um að suma daga hata þeir mig.“ Þeir dagar geta ekki verið margir þegar árangurinn skil- ar sér. Árangur eyddi efasemdunum Hjá þjálfara Boston er enginn leikmaður hafinn yfir liðið Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, í uppnámi á hliðarlínunni, aldrei þessu vant ósáttur við ákvörðun dómara. Reuters Paul Pierce, Rajon Rondo, Kevin Garnett og Sha- quille O’Neal, leikmenn Celtics, fagna undir körfunni. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Austin Rivers, sonur Doc Ri- vers, þykir besti leikmaðurinn í hópi þeirra, sem nú fara úr menntaskóla í háskóla. Ri- vers hefur skorað 29,2 stig að meðaltali í leik í vetur og tekið 6,1 frákast. Hann mun leika fyrir Duke-háskóla næsta vetur og væntanlega vera í forustuhlutverki. Austin segist eiga föður sínum ár- angur sinn að þakka. Eplið og eikin

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.