SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 37
6. mars 2011 37 eitthvað í þessu. Ég læt þá bara fá Argentínumenn – þá jafnast þetta út.“ Og það er nokkuð til í því. Þetta er þjóð sem hefur alltaf tekist á fáránlegan hátt að klúðra sínum málum.“ En saga Argentínu er afar merkileg í alla staði og nefnir Sigurgeir sem dæmi um það að þar hafi þróunarkenning Darwins mótast. „Hann sigldi á skipinu Beagle til Argent- ínu, hafði séð finkur á Galapagos, en stærstu uppgötvunina gerði hann á beltisdýrunum og strútunum í Argentínu.“ Kampavín úr krananum Það er argentínska forlagið Ediciones Lariviere sem annast útgáfuna og formálann ritar Maria Kodama, ekkja rithöf- undarins Jorge Luis Borges. „Hún talar nú eiginlega meira um Ísland í formálanum en Argentínu,“ segir Sigurgeir. „Sæmundur kom með þessa hugmynd og forleggjarinn þekkti til hennar. Hún var glöð yfir því að fá þetta verk- efni, enda hefur hún margsinnis komið til Íslands. Útgef- endurnir komu raunar tvisvar til Íslands til að hitta okkur. Annar þeirra er barónessa, sem fannst hún alltaf vera að fá kampavín úr krananum þegar hún sótti sér vatn.“ Lögreglan er ekkert lamb að leika sér við í Argentínu, eins og Sigurgeir og Sæmundur kynntust. „Yann Arthus- Bertrand, sem gerði stóru ljósmyndabókina „The Earth from Above“,“ sagði eftir að hafa ferðast um allan heiminn að hann færi aldrei aftur til Argentínu, því hann hefði lent í herlögreglunni þar,“ segir Sæmundur. „Við lentum í því að öll tækin voru gerð upptæk og við settir í stofufangelsi. Það voru ansi taugatrekkjandi tveir til þrír dagar, þar sem við vorum allslausir syðst í Patagóníu. Við vorum í sambandi við ræðismanninn, sem vann að lausn málsins fyrir okkur, og framvísuðum bréfi frá Geir H. Haarde og það hjálpaði okkur mikið. Þegar aðstoðarmaður okkar hitti Geir síðar og sagði honum frá því, þá sagði Geir: „Ég ætti kannski að skrifa svona bréf fyrir sjálfan mig!“ Þegar hópurinn var handtekinn við jökulröndina var Sigurgeir með ljósmyndatöskuna og allar filmur úr þeirri ferð. Á leiðinni úr skóginum gerði hann sér grein fyrir, að þetta gæti farið illa, tók því aðra húfuna af sér, pakkaði filmunum í hana og faldi hana við tré við stíginn. „Lög- reglan var brjáluð yfir því að ég væri ekki með fleiri filmur, en um leið eyddi hún öllum myndunum af myndavél fólks sem var tekið á sama tíma og við,“ segir hann. „Það voru svo verstu 20 mínútur ævi minnar á meðan ég beið eftir því, hvort aðstoðarmaður okkar fyndi filmurnar eða ekki. Ef hann hefði verið handtekinn við þá iðju, þá fyrst hefði ástandið orðið alvarlegt. En allt leystist þetta farsællega að lokum.“ Stór bók í haust Ljósmyndabókin Poppkorn kom út fyrir jólin með mynd- um Sigurgeirs af djamminu og úr hljómsveitalífinu og stuttum textabrotum Einars Kárasonar til að ýta frekar undir stemninguna í myndunum. Og núna vinnur hann að þremur bókum til viðbótar. „Ein þeirra er stór bók sem kemur út á vegum Forlagsins í haust, sú stærsta sem ég hef sent frá mér. Það er skrítin loftmyndabók í gríðarlega stóru broti, sem tekin er frá óvenjulegum sjónarhornum. En hinar tvær á ég eftir að kynna fyrir útgefanda.“ „Gauchos“ eða kúrekar sem vinna berfættir í litríkum pokabuxum og bera trefla, geyma „facón“ eða hníf í leðurbelti og leðursvipan er aldrei langt undan. Tveir kumpánlegir förunautar drekka hið ljúffenga „mate“ eins og hefð er fyrir í Argentínu. Sölumaður í antíkverslun í grennd við Dorrego-torgið í San Telmo, en á sunnudögum er þar vinsælasti antíkmarkaður í Buenos Aires. Jökullinn Perito Moreno breiðir úr sér í Andes-fjöllunum. ’ Við lentum í því að öll tækin voru gerð upp- tæk og við settir í stofufangelsi. Það voru ansi tauga- trekkjandi tveir til þrír dagar, þar sem við vorum allslausir syðst í Patagóníu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.