SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 32
32 6. mars 2011
Á
meðan allt virtist leika í lyndi fóru op-
inberir aðilar, ríki og sveitarfélög mik-
inn. Tekjur bólgnuðu út vegna þess
bóluhagkerfis sem einkenndi árin 2005
til 2008. Hagnaðartölur sem bankar og stórfyr-
irtæki birtu, stundum á þriggja mánaða fresti, gáfu
kjörnum fulltrúum til kynna að til þeirra bærust
skatttekjur í stríðum straumum á næstu árum. Öll
fjárhagsleg aðgæsla hvarf og útrásaræðið rann á
fleiri en vilja muna það núna. Steingrímur J. Sig-
fússon vill helst láta líta út eins og hans hafi verið
rödd hrópandans í eyðimörkinni og hann hafi alls
ekki hrifist með eins og allir hinir. Þvert á móti
hafi hann varað við og spyrnt við fótum. En Stein-
grímur J. varð fyrir því óláni að gefa út bók haustið
2006. Til hennar er stundum vitnað og ekki endi-
lega í þá kafla sem höfundinum þætti þægilegast að
hampa núna. Þannig sagði Steingrímur t.d. á blað-
síðu 82 í bók sinni Íslenskt velferðarsamfélag á
tímamótum: „Höfundi er ljúft og skylt að við-
urkenna að margir harðduglegir og áræðnir for-
ystumenn í íslenska fjármálaheiminum hafa náð
miklum árangri í starfi, vöxtur fjármálageirans og
landvinningar hafi verið ævintýri líkastir.“ „Land-
vinningar“ eru hitt orðið sem var notað um fram-
göngu víkinganna utan landsteinanna. Hrifning og
aðdáun Steingríms leynir sér ekki. Hann neyðist
ekki til að lýsa hrifningu sinni á útrásinni. Hann
tekur sérstaklega fram að honum sé sérdeilis ljúft
að lofsyngja hana. Steingrímur þarf ekkert endi-
lega að skammast sín neitt að ráði fyrir yfirlýsingar
af þessu tagi. En öðru máli gegnir um eftir á skýr-
ingar hans og áfellisdóma í annarra garð.
Hlaupið til og ábyrgð hirt upp
Sjálfstæðisflokknum tókst að innbyrða alla ábyrgð
á því að bankakerfið hrundi, enda hafði einhver
ímyndunarfræðingur sagt flokknum að vera auð-
mjúkur og afsakandi í framgöngu, bugta sig og
beygja og játa allt. Tveimur árum síðar náði hann
að hirða líka upp ábyrgðina af Icesave af herðum
Steingríms. Hinn flokkurinn sem var í ríkisstjórn á
jafnræðisgrundvelli með Sjálfstæðisflokknum
sýndi hins vegar enga auðmýkt. Hann var ein-
vörðungu í því að hengja alla sök á samstarfsflokk-
inn. Sjálfur hafði hann þó starfað sem eins konar
dótturfélag Baugs og eigenda þess, langstærsta
skuldara landsins fyrr og síðar. Það hafði hann gert
í stjórnarandstöðu og eftir að í stjórn var komið.
Naut flokkurinn vegna þeirrar stöðu sinnar óskor-
aðs stuðnings Baugsmiðla og nýtur þess stuðnings
enn. Auðvitað mun fólkið í landinu smám saman
sjá í gegnum áróðurinn, þótt þunginn sé mikill og
átta sig á því hvar hin raunverulega ábyrgð lá.
Sjálfstæðisflokknum var hegnt í kosningum árið
2009. Til valda komust flokkar sem þjóðin hefur
aldrei við eðlilegar aðstæður viljað sjá eina í valda-
stólum. Ekki er hægt að finna að því að Sjálfstæð-
isflokkurinn hafi fengið vonda útreið í þeim kosn-
ingum. En það var siðlaust að Samfylkingin,
dótturfélagið sjálft, skyldi setjast í forystu nýrrar
ríkisstjórnar, með forsætisráðherra sem setið hafði
í stjórn sem henni hentar nú að kalla „hrun-
stjórn,“ þar sem hún hafði aldrei gert neina at-
rennu gegn útrásarframferði. Þvert á móti. Og að
auki kom hún persónulega í veg fyrir að rík-
isstjórnin sem hún sat í gæti komið til móts við
sjónarmið sem allir seðlabankar Norðurlanda
komu á framfæri um að nauðsynlegt væri að
breyta starfsemi Íbúðalánasjóðs þegar í stað.
Siðvæðing í sýndarveruleika
Það hlálegasta og hámark hræsninnar sem hent
hefur eftir fall fjármálakerfisins er þegar flokkar
hafa tekið að setja sér innantómar siðferðisreglur,
forgengilega frasa af ýmsu tagi, samkvæmt for-
skrift nefnda á eigin vegum sem iðulega eru kall-
aðir umbótanefndir. Í því hefur ekkert falist nema
yfirborðslegur kattarþvottur og réttlæting á fram-
göngu viðkomandi og endalausar nefndaskipanir í
framhaldinu sem ekkert gagn hafa gert. Þannig
átti sérstök nefnd innan þingsins að fjalla á gagn-
rýnan hátt um skýrslu Rannsóknarnefndar Al-
þingis, sem reynst hafði af vanefnum gerð og stór-
kostlega gölluð um margt. Þingnefndin gerði hins
vegar ekkert annað en að klípa sundur búta héðan
og hvaðan úr fyrrnefndu skýrslunni og klína sam-
an á ný, hugsunar- og gagnrýnislaust. Svo setti
hún ofan á þennan ólystilega bakstur heitstreng-
ingar og loforð um bætt og betri vinnubrögð af
þingsins hálfu og stjórnmálanna í heild. Að lokum
hrósaði þingnefndin sjálfri sér fyrir þessa
óburðugu framgöngu. Síðan hefur ekkert gerst
sem hönd festir á. Samkvæmt mælingum nýtur
þingið nú virðingar 12 prósenta landsmanna og
verður að segja að það er vel af sér vikið miðað við
framgöngu þess.
Argentínskt ástand
Og einmitt þessa dagana er Alþingi að bíta höfuðið
af skömminni og undirstrika að það hefur ekkert
lært og er siðlausara en nokkru sinni fyrr. Það ætl-
ar sér að gefa Hæstarétti landsins langt nef og láta
þá kosningu standa, sem rétturinn ógilti sam-
hljóða í 6 manna dómi. Ekkert þjóðþing á norð-
urhveli hefur sokkið dýpra, þótt hægt sé að benda
á samsvarandi dæmi annars staðar frá. Þetta ætlar
þingið sér að samþykkja þótt dómsmálaráðherr-
ann andmæli og hann ætlar auðvitað að sitja áfram
þótt þessi ótrúlega afgreiðsla verði samþykkt af
stjórnarliðinu.
Þráinn Eggertsson prófessor skrifaði greinar í
Morgunblaðið af þessu tilefni. Í þeirri fyrri segir
hann m.a.: „Sagan sýnir að stjórnarskrár og ein-
stakar greinar þeirra eru oft áhrifalausar. Þræla-
hald í Bandaríkjunum blómstraði í skjóli stjórn-
arskrár þar sem ritað var að allir menn væru jafnir
en í stjórnarskrá Stalíns, annars mesta fjöldamorð-
ingja sögunnar, var mannréttindakaflinn sá lengsti
í heimi. Fjármálakerfið á Íslandi, sem hrundi síðla
árs 2008, var ekki innlend afurð – við fluttum
kerfið inn frá Evrópusambandinu. Þess vegna er til
dæmis deilt um það hvort innlánstryggingakerfið
íslenska hafi verið nákvæmlega í samræmi við
reglur ESB. Og nú flýgur sú saga um hugarheima
að gömul og slitin stjórnarskrá lýðveldisins hafi átt
mikla sök á fjármálahruni og spillingu á nýrri öld.
Hugmyndasmiðir segja ábúðarfullir: án nýrrar
stjórnarskrár muni sagan endurtaka sig; vönduð
ný stjórnarskrá mun gerbreyta framferði stjórn-
málamanna, auðmanna og almennings.
Öll vitum við að Hæstiréttur Íslands hefur ný-
lega ógilt kosningu til stjórnlagaþings og stjórn-
völd og almenningur glíma við vandann sem upp
er kominn. Gamall ritstjóri segir í bloggi sínu að
besta lausnin sé að gefa Hæstarétti kjaftshögg.
Hins vegar er haft eftir gömlum lagaprófessor að
fyrsta skref okkar eigi að vera að fylgja núgildandi
Reykjavíkurbréf 04.03.11
Grát örlög mín, Argentína