SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 29
6. mars 2011 29 ’ Ég hef ekki kaffært mig í ljóðalestri en allt frá ung- lingsárum hef ég verið mikill áhugamaður um kveðskap og er stolt bragfræðinörd. Mér finnst sorglegt að þessari miklu og merkilegu kúnst hafi verið ýtt til hliðar. Fyrir hundrað árum kunni nánast hvert einasta mannsbarn á Íslandi að hnoða saman rétt ortri vísu, en svo datt það allhrapallega úr tísku. Ég held að það sé með stærri klúðrum okkar að glutra þessar kunnáttu niður því brag- fræði og bragfræðikúnstir voru í raun það eina sem þessi þjóð gerði almennilega.“ Íslandi að hnoða saman rétt ortri vísu, en svo datt það allhrapallega úr tísku. Ég held að það sé með stærri klúðrum okkar að glutra þessar kunnáttu niður því bragfræði og bragfræðikúnstir voru í raun það eina sem þessi þjóð gerði almennilega.“ Áttu mjög auðvelt með að semja texta? „Frekar. Ég er ekki mikill yfirlegumaður. Það að halda Baggalútsvefnum gangandi í tíu ár hefur verið mjög góð þjálfun. Þetta er risavaxinn dvergfjölmiðill sem maður þarf stöðugt að halda við, svo fólk fái nú skammtinn sinn.“ Þú hefur skrifað barnabækur eða kannski má frekar kalla þetta lítil kver. Geturðu hugsað þér að skrifa bækur, til dæmis skáldverk? „Þetta var háleynileg útgáfa, þrjár „Snjallræðasögur“ sem við Garðar Guðgeirsson, félagi minn úr Baggalúti, skrifuðum saman. Mig minnir að höfundar séu bara skráðir Bragi og Garðar, án allra eftirnafna. Ég hef ekki séð þær í ansi mörg ár en einhvers staðar held ég að sé til góður lager af þeim. Annars þarf maður klárlega að skrifa fleiri bækur. Tónlistin og netgrínið hafa verið ansi fyrirferðarmikil og ég hef ekki haft tíma til að ryðjast inn á nýja markaði. En það kemur. Svo þarf ég vitanlega að mæta í vinnu eins og annað gott fólk.“ Þú vinnur á auglýsingastofu. Langar þig ekkert til að snúa þér alfarið að því að vera listamaður? „Æi, nei. Ég er ekkert voðalega spenntur fyrir því. Ég vinn á auglýsingastofunni Fíton og mér finnst alveg skelfilega gaman í vinnunni og fæ mikla útrás þar. Að óreyndu hefði ég ekki getað ímyndað mér að þetta væri svona skemmtilegt starf. Auglýsingabransinn er á mjög háu plani hér, þar ríkir mikill metnaður og þar vinnur ótrúlega hæfileikaríkt fólk. Ég er tilbúinn að mæta hverjum sem er og verja auglýsingar með kjafti og klóm. Þær eru stórmerkilegt fyrirbæri, fyrir utan það að þær halda megninu af fjölmiðlum gangandi – öllum nema Baggalúti.“ Hvað gerir þú í vinnunni? „Ég er einhvers konar hugmyndavél þarna, og til- heyri textadeildinni. Þetta er eitt af þeim fáu störfum þar sem er gerð krafa um að maður geri ekki það sama dag eftir dag. Þannig að þessi vinna hentar mér mjög vel.“ Ber frægð mína í hljóði Finnurðu fyrir því að vera þekktur? „Varla. Vinnufélagarnir eru reyndar farnir að kalla mig fræga Valdimar. Eigum við ekki að segja að þeir sem vita á annað borð að ég er til vita að ég á að vera frægur, en aðrir ekki. Þannig að ég ber frægð mína í hljóði.“ Þú varst að eignast þitt annað barn og ert í feðraor- lofi. Gerirðu mikið gagn á heimilinu? „Það er frábært að vera í feðraorlofi og eitt af því skemmtilegasta sem maður gerir er að horfa á lítið kríli verða að manneskju. Geri ég gagn? Fimm ára dóttir mín tilkynnti ömmu sinni um daginn að pabbi gerði ná- kvæmlega ekki neitt til að hjálpa til á heimilinu. Ég varð svolítið sár því mér finnst ég afskaplega gagnlegur. Ég sýni kannski ekki mikið frumkvæði en geri þó yfirleitt það sem mér er sagt að gera.“ Hvernig pabbi viltu vera? „Skemmtilegur. Ég legg mikið upp úr því að veröldin sé skemmtileg. Við Eiríkur Jónsson eigum það kannski sameiginlegt. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að vera jákvæður. Ég er stundum hunddrullufúll út í ver- öldina en það er ekkert óskaplega mikið sem ég get gert í því. Þannig að ég reyni að láta hana ekki fara of mikið í taugarnar á mér.“ Þú ert ekki gamall maður, að verða 35 ára. Er ekki margt sem þér finnst þú eiga eftir að gera? „Ég fer ekki að hætta núna. Ég er rétt að komast í stuð. Minn löstur er að mig langar til að gera allt, en það er líka það eina sem ég leyfi mér. Ég er engin sérstök fé- lagsvera en ég er langt leiddur fagmannafíkill og mér líður best með öfluga hjálparkokka í kringum mig. Mér finnst alger óþarfi að gera hlutina einn og óstuddur á meðan fólk nennir á annað borð að vinna með mér. Það er nú einu sinni þannig að fullt af góðu fólki gerir fullt af góðum hlutum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.