SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 28
28 6. mars 2011
B
ragi Valdimar Skúlason, ein aðalsprautan í
Baggalúti og Memfísmafíunni, er þessa daga
að skrifa handrit að Diskóeyjunni ásamt Óttari
Proppé. Geisladiskurinn Diskóeyjan í flutningi
Óttars Proppé og Memfismafíunnar kom út fyrir jól en
textarnir og lögin eru eftir Braga Valdimar og þar er að
finna lagið „Það geta ekki allir verið gordjöss“ sem Páll
Óskar, í hlutverki ljóta kallsins, syngur af mikilli inn-
lifun. Stefnt er að því að Diskóeyjan verði að fjölskyldu-
söngleik sem áætlað er að fari á fjalirnar eftir ár.
Söguþráðurinn á geisladisknum er á þá leið að pró-
fessor nokkur rekur á eyju fágunarskóla fyrir þæg og
óspennandi börn sem læra þar góða siði. Hinn sjálf-
hverfi ljóti kall hefur í hyggju að breyta skólanum í te-
hús fyrir sig og vini sína og það skapar ýmsar flækjur.
Bragi Valdimar og Óttarr vinna nú að frekari útfærslu
þessa söguþráðar fyrir væntanlega leikhúsuppfærslu.
Ekki er að efa að einn af hápunktum sýningarinnar mun
verða flutningurinn á „Það geta ekki allir verið gor-
djöss“, en lagið hefur notið gríðarlegra vinsælda allt frá
því geisladiskurinn kom út.
„Við vissum svo sem að við værum með gott lag í
höndunum en við áttuðum okkur engan veginn á því að
Palli myndi gera þetta að þessum ofursmelli,“ segir
Bragi Valdimar. „Enginn annar hefði komist upp með
að syngja þetta sjálfhverfasta lag Íslandssögunnar. Páll
Óskar hefur þurft að þylja forsögu lagsins í hvert ein-
asta skipti sem hann syngur það á tónleikum, bara til að
réttlæta flutninginn. Þegar hann svo söng það á tón-
leikum með Sinfó sat ég bara eins og illa gerður hlutur í
salnum, glottandi eins og fífl og horfði á allt verða
brjálað. Þá vissi ég að við hefðum gert eitthvað rétt.“
Illa staddur í pólitík
Netsíðan baggalutur.is er í sífelldri uppfærslu og þar er
óspart gert grín að atburðum líðandi stundar. Þeir fé-
lagar í Baggalút hafa svo fengist við tónlistarflutning og
sent frá sér vinsæl lög. Þeir gerðu tónlistina í sýning-
unni Nei ráðherra og Bragi Valdimar samdi tónlistina
við leikritið Ballið á Bessastöðum. Spurður um upphafið
á samvinnu félaganna í Baggalút segir Bragi Valdimar:
„Baggalútur er forn MH klíka sem varð svo sem ekkert
virk fyrr en við strákarnir vorum allir útskrifaðir og
komnir í misþægilega innivinnu. Þá fórum við að
sprella með þessa blessuðu vefsíðu okkar sem verður
tíu ára í haust. Fljótlega byrjuðum við á því að taka upp
jólalög og gerðum síðan kántríplötu, nokkurn veginn
það lummulegasta sem okkur datt í hug að gera. Það
vatt svo allrækilega upp á sig með áframhaldandi tón-
listarstússi. Við erum svo heppnir að vera með VIP- að-
gang að nokkrum landsliðsmönnum í hljóðfæraleik,
hinni svokölluðu Memfismafíu – og höfum miskunn-
arlaust nýtt okkur þá menn til góðra verka.“
Og Baggalútssíðan ykkar er óneitanlega fyndin og
vel heppnuð.
„Tjahh. Það er voða gaman að reyna að vera fyndinn.
Mér er húmor lífsnauðsynlegur. Baggalútssíðan er hálf-
gerð geðhjálp fyrir mig og strákana. Við höldum söns-
um með því að snúa út úr þjóðfélagsástandinu og reyna
að finna nýjar hliðar á umræðunni. Þetta er ekkert
flóknara en það. En reyndar má líka segja að þarna
brjótist fram sjúkleg athyglisþörf.“
Hvernig finnst þér þjóðfélagsumræðan hafa verið
frá hruni?
„Umræða er alltaf umræða, burtséð frá því hvort hún
er góð eða slæm. En hún er bara svo skelfilega mikil
þessa dagana og oftar en ekki ægilega leiðinleg. Inni á
milli er vissulega margt gáfulegt, en það virðist bara
ekki ná í gegn og menn böðlast bara áfram í sama
farinu. Þá þarf maður stundum að geta hlegið að þessu,
til að verða einfaldlega ekki brjálaður. Stundum koma
svo tarnir þar sem ég nenni ekki að fylgjast með heldur
skrifa bara um apa sem rækta geimgulrætur eða geri
eins og eina barnaplötu til að róa taugarnar.“
Þú hefur komið að gerð tveggja barnaplatna, Gilli-
gill og Diskóeyjunni þar sem þú samdir lög og texta.
Hvernig kviknaði hugmyndin að barnaplötu?
„Félagi minn, Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi
Hjálmur, aðalsprautan í Baggalúti, Hjálmum, Memfis-
mafíunni og Senuþjófunum er ákaflega duglegur mað-
ur. Dag nokkurn var dauð stund í hljóðverinu þar sem
verið var að taka upp Senuþjófaplötu og hann sagði:
„Hey! Af hverju gerum við ekki barnaplötu?“ Og þar
varð úr að á meðan Megas hvíldi sig, var mannskap-
urinn nýttur í að taka upp barnalög. Það var með þetta
eins og flest annað sem þessi hópur gerir, það er bara
ráðist í verkið og það klárað.“
Einn af þínum allrasnjöllustu textum er Pabbi minn
er ríkari en pabbi þinn á plötuni Gilligill, þar sem tvær
stelpar metast um hvor pabbinn er flottari. Það er
mikill broddur í þeim texta.
„Ég finnst sjálfsögð kurteisi að fólk hlusti á textana í
lögum – og til þess þurfa þeir stundum að stinga. Það er
vissulega töluverður broddur í þessum tveimur barna-
plötum. Mér finnst engin ástæða til að gefa eftir þar.
Börn hafa gott af því að heyra ýmislegt eins og aðrir,
heyra hlutina sagða hreint út. Því fyrr því betra.“
Ertu vinstrisinnaður eins og mjög margir lista-
menn?
„Úff. Ég er mjög illa staddur í pólitík. Er maður ekki
oftast mjög vinstrisinnaður framan af ævi en verður
síðan leiðinlegri með aldrinum? Í pólitík get ég flakkað
pólanna á milli, allt frá því að vera hálfanarkískur yfir í
að vera bölvað íhald. Stundum held að ég hafi einfald-
lega of margar skoðanir og hefði gott af því að samsinna
bara síðasta ræðumanni. Eigum við ekki bara að segja
að ég sé þverpólitískur. Ég trúi því allavega að það sé
eitthvað gott í öllu. Eða flestu.“
Stolt bragfræðinörd
Í vef Baggalúts er að finna ljóð ort í orðastað Einars
Benediktssonar, Jónasar Hallgrímssonar, Sigurðar
Breiðfjörðs og annarra. Mér skilst að þú sért höfundur
þessara ljóða. Ertu mikill ljóðamaður?
„Þetta eru stílæfingar sem ég ber að mestu ábyrgð á.
Ég hef ekki kaffært mig í ljóðalestri en allt frá unglings-
árum hef ég verið mikill áhugamaður um kveðskap og
er stolt bragfræðinörd. Mér finnst sorglegt að þessari
miklu og merkilegu kúnst hafi verið ýtt til hliðar. Fyrir
hundrað árum kunni nánast hvert einasta mannsbarn á
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Ég er rétt
að komast
í stuð
Hann segist vera bragfræðinörd en viður-
kennir að vera illa staddur í pólitík. Hann
leggur mikið upp úr því að lífið sé skemmti-
legt og gerir sitt til að svo megi vera. Bragi
Valdimar Skúlason, einn af Baggalúts-
mönnum, ræðir um fyndni, bragfræði, tón-
list og samvinnuna í Baggalút.
Bragi Valdimar Skúlason „Ég er
engin sérstök félagsvera en ég
er langt leiddur fagmannafíkill
og mér líður best með öfluga
hjálparkokka í kringum mig.“