SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 13
6. mars 2011 13 L ífið er bara ein tilviljun,“ segir Magnús Ólafs- son og hallar sér aftur í stólnum. „Það er ein- hver annar sem stjórnar þessu en maður sjálf- ur.“ Tilefni þessara ummæla er leikafmæli þessa ástsæla gamanleikara en um þessar mundir eru fimmtíu ár síðan hann steig fyrst á svið. „Að hugsa sér, hálf öld,“ heldur hann áfram. „Mér finnst tíminn hafa liðið alveg ofboðslega hratt. Það er eins og ég hafi byrjað í gær.“ Magnús, sem varð 65 ára á dögunum, er fæddur með kvikmynda- og leikhúsbakteríu og tróð upp í flestum barnaafmælum í æsku. „Þetta er úr móðurættinni,“ segir hann. „Amma mín, Magnúsína Jóhannsdóttir, var mikill húmoristi. Eins móðir mín, Rósa Fjóla Hólm Guð- jónsdóttir. Leiklistin kemur með þeim genum.“ Margir halda að Magnús sé Hafnfirðingur enda hefur hann búið þar í 47 ár. Svo er ekki. „Ég er AA-maður í Hafnarfirði – aðfluttur andskoti,“ upplýsir hann sposk- ur. „Ég ólst upp í Reykjavík.“ Stofnaði Magnúsarbíó Tíu ára gamall flutti Magnús í Laugarnesið með for- eldrum sínum og eignaðist skömmu síðar skugga- myndavél fyrir gler-slides-myndir. Vissi hann fátt skemmtilegra en að sýna krökkunum í hverfinu mynd- irnar og segja sögur. Magnús þóttist svo hafa himin höndum tekið þegar hann eignaðist handsnúna kvikmyndavél og nokkrar myndir. Beið hann ekki boðanna, heldur setti á lagg- irnar Magnúsarbíó og seldi inn á krónu. „Þetta gerði ég ekki af gróðafýsn, heldur fyrst og fremst fyrir sjálfan mig. Mig dreymdi alltaf um að verða kvikmyndasýn- ingamaður og fór alla leið með þetta uppátæki, bjó meira að segja til miða og reif af þeim og kom upp tjaldi til að draga fyrir og frá.“ Enn hljóp á snærið hjá Magnúsi þegar hann fékk 16 mm sýningarvél lánaða hjá bandaríska sendiráðinu. Ekki vantaði metnaðinn! Rosaleg upplifun! Fyrstu tilsögnina í leiklist fékk Magnús hjá Ævari R. Kvaran sem stóð fyrir leiklistarnámskeiðum á heimili sínu á Rauðalæk 13 á þessum árum. „Ég var fimmtán ára og þarna voru margir mætir menn samankomnir: Ketill Larsen, Þórunn Magnea, Arnar Jónsson, Davíð Oddsson og fleiri. Á einu námskeiðinu lék ég Fagin en Davíð Óli- ver Twist og hann varð að krjúpa fyrir mér,“ segir Magn- ús hlæjandi. Fyrsta opinbera sýning Leikklúbbs æskunnar, eins og hópurinn nefndist, var Shakespeare-kvöld í Tjarnarbíói 1961, og þar steig Magnús fyrst á svið sem Ponsi pyngju- ræningi í Hinriki IV. Í kjölfarið sendi Ævar efnilegustu nemendur sína í Þjóðleikhúsið, þar sem þeir komu fram sem statistar í nokkrum sýningum, svo sem My Fair Lady, Pétri Gaut, Andorra og Hamlet. „Þetta var rosaleg upplifun,“ rifjar Magnús upp. „Þarna fékk maður tækifæri til að deila sviði með flestum helstu leikurum þjóðarinnar: Völu Kristjánsdóttur, Lárusi Pálssyni, Indriða Waage, Bessa Bjarnasyni, Rúrik Haraldssyni, Vali Gíslasyni og fleirum. Á þessum tíma voru leikarar metnir að verðleikum í þjóðfélaginu og höfðu laun á við háskólaprófessora.“ Hann minnist einnig sýningar á Fósturmold eftir Guð- mund Steinsson, þar sem þeir Arnar Jónsson fóru með hlutverk. Ævar R. Kvaran lagði hart að Magnúsi að láta kné fylgja kviði og læra leiklist. Það fór á annan veg. „Pabbi vildi endilega að ég lærði prentiðn og ég varð við því. Senni- lega hefur hann haft takmarkaða trú á leiklistinni. Ég lærði í prentsmiðjunni Hilmi en réði mig um tvítugt á Morgunblaðið, þar sem ég vann í tíu ár. Ég vann á vökt- um og fyrir vikið datt ég alveg út úr leikhúsinu. Þetta tvennt fór engan veginn saman. Ég var líka kominn með konu og barn og veitti ekki af öruggri vinnu.“ Magnús minnist áranna á Morgunblaðinu með hlýju. Þar hafi hann kynnst mörgu góðu og skemmtilegu fólki. „Maður hitti Bjarna heitinn Benediktsson reglulega. Þarna voru líka Þorsteinn Pálsson, Matthías Johann- essen, Styrmir Gunnarsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Geir H. Haarde, svo einhverjir séu nefndir. Ég varð harð- ur sjálfstæðismaður á Moggaárunum og hef verið það all- ar götur síðan.“ Sprellað fyrir Árna Þórarins Árið 1975 tók Þorsteinn Pálsson við Vísi ásamt Ólafi heitnum Ragnarssyni og bauð hann Magnúsi vinnu við útlitshönnun. „Ég þurfti að hugsa mig vel og vandlega um en sló á endanum til. Það sem gerði útslagið var að ég þurfti ekki að vinna á vöktum á Vísi,“ segir Magnús sem á þessum tíma var á fleygiferð í handbolta með FH sem markvörður. Það hentaði illa með vaktavinnu. Magnús óraði ekki fyrir því þá en þessi vistaskipti urðu óbeint til þess að ferill hans sem leikara og skemmti- Morgunblaðið/Sigurgeir S Lífið er bara ein tilviljun! Fimmtíu ár eru um þessar mundir liðin frá því Magnús Ólafsson steig fyrst á leiksvið. Hann þótti snemma efnilegur en örlögin hegðuðu því þannig að hann lærði til prentara en ekki leikara. Það var svo tilviljun að hann byrjaði að leika í sjónvarpi, svo kvikmyndum, á leiksviði og með Sumargleðinni. Við góðan orðstír. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.