SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 4
4 6. mars 2011 „Voina er rökrétt framhald af fútúristunum sem uppi voru snemma á 20. öldinni. Þetta er ekki bara list, heldur byltingarkennd list,“ segir Olesya Turkina, listfræðingur á Rússneska safninu í Pétursborg. Hún lýkur lofsorði á verk hópsins, einkum „Út- skaufun KGB“. „Það er snilldarverk sem fangar reð- urhugsun feðraveldisins sem við búum í.“ Turkina segir ekki eins auðvelt að réttlæta lög- reglubílagjörninginn en þykir galið að réttarkerfið setji listamennina undir sama hatt og snoðkolla og rasista sem ógni öryggi óbreyttra borgara. Það er kaldhæðni örlaganna en Voina hefur til þessa haft skömm á misrétti og fordómum. Þannig fólst einn gjörningurinn í því að sett var á svið heng- ing tveggja samkynhneigðra manna og þriggja mið- asískra farandverkamanna í kjörbúð til að mótmæla afstöðu borgarstjóra Moskvu til þessara hópa. Turkina fagnar því að listamennirnir tveir gangi nú lausir en harmar að réttarhöld blasi við þeim. „Eftir perestroiku var frelsi listamanna óheft í tíu eða fimmtán ár en nú eru aftur blikur á lofti.“ Ekki bara list, heldur byltingarkennd list Voina-hópurinn sviðsetur hengingu fulltrúa minni- hlutahópa í kjörbúð í Moskvu. Sitt sýndist hverjum. H vort er það glæpur eða list að hvolfa sjö lögreglubílum á torgi, sumum mönnuðum? Þessari spurningu velta Rússar fyrir sér um þessar mundir en tveir listamenn úr gjörningahópnum Voina voru handteknir í Pétursborg fyrr í vetur fyrir uppá- tækið a’tarna. Tilgangurinn var að mótmæla spillingu lögreglunnar í landinu. Lögregla braust í kjölfarið með brambolti inn á heimili Olegs Vorotnikovs og Leonids Nikola- yevs, járnaði þá, að sögn sjónarvotta, og gaf öðr- um íbúum ströng fyrirmæli um að liggja á gólfinu áður en tvíeykið var leitt út með poka yfir höfð- um. Grunur leikur á að það hafi í kjölfarið verið pyntað en ekkert hefur sannast í þeim efnum. Voina-hópurinn kom fram á sjónarsviðið fyrir þremur árum og hefur verið stjórnvöldum í Rússlandi óþægur ljár í þúfu allar götur síðan með gjörningum sínum. Synd væri líka að segja að Voina væri hlýtt til ráðamanna þar eystra. Fyrsti gjörningurinn fólst í því að tólf lista- menn, þar af ein kasólétt kona, röltu í hægðum sínum inn á líffræðisafn í Moskvu og efndu til kynsvalls til að mótmæla forsetakosningunum 2008. „Þessar kosningar eru ekkert nema farsi og klám,“ sagði helsti hugmyndafræðingur hópsins, Alexei Plutser-Sarno, en í þeim komst Dmitríj Medvedev til valda, „bangsaerfinginn“, eins og Voina kallar þann ágæta mann. Hópurinn var umsvifalaust ákærður fyrir að breiða út klám og þar með hófst líf í undirheimunum. Helstu gerendur skipta reglulega um farsíma og samastað og þegar Vorotnikov og Nikolayev voru teknir höndum hrökklaðist Plutser-Sarno úr landi en hann ku hafa verið í íbúðinni daginn áður. Talið er að hann haldi nú til í nágranna- ríkinu Kasakstan og sofi aldrei tvær nætur í röð í sama rúminu. „Ég er nokkuð öruggur,“ sagði hann í samtali við breska blaðið The Independ- ent. „Það er efitt að finna okkur og rússneskir lögreglumenn eru spilltir. Snauðir listamenn eru ekki efstir á lista hjá þeim, þeir eru uppteknir við að brjóta lögin sjálfir og eltast við kaupahéðna og ræna af þeim peningum.“ Gjörningar Voina verða sífellt djarfari. Há- markinu var líklega náð í fyrrasumar þegar hóp- ur manna á vegum hópsins málaði 65 metra langan getnaðarlim á brú í Pétursborg í skjóli nætur. Listamennirnir sluppu af harðfylgi undan laganna vörðum skömmu áður en brúin var opn- uð að morgni og lyft til að hleypa skipum í gegn. Steig þá limurinn upp til himna – í allri sinni reisn. Ekki spillti fyrir að verkið blasti við höf- uðstöðvum rússnesku leyniþjónustunnar í borg- inni. Hlaut verkið nafnið „Útskaufun KGB“. Eftir japl, jaml og fuður var Nikolayev og Vor- otnikov sleppt gegn tryggingu á dögunum. Þeir hafa verið ákærðir fyrir óspektir og eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi verði þeir fundnir sekir. Plutser-Sarno hefur á hinn bóginn verið ákærður fyrir að skipuleggja glæpasamtök og gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi – þ.e.a.s. „nenni“ rússneska lögreglan að hand- taka hann. Voina-hópurinn er afar umdeildur í listheim- inum eystra en fréttaskýrendur segja samstöð- una hafa aukist eftir handtökurnar. Og hið merka verk „Útskaufun KGB“ var á dögunum tilnefnt til virðulegra nýlistaverðlauna. Limurinn rís upp. Vegfarendur í Pétursborg rak að vonum í rogastans. Segja stjórnvöld- um stríð á hendur Gjörningahópur setur allt á annan endann í Rússlandi Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Einn lögreglubílanna á hvolfi á torgi í Pétursborg. Gjörningahópurinn Voina, þ.e. Stríð, var stofnaður í Moskvu árið 2007 af heimspekinem- unum Oleg Vorotnikov og Na- taliu Sokol. Tilgangur hópsins er öðru fremur að ögra ráð- andi öflum í landinu. Helsti hugmyndafræðingur hópsins er hinn 48 ára gamli listamað- ur Alexei Plutser-Sarno. Alexei Plutser-Sarno listamaður. Ræturnar í heimspeki www.noatun.is Saltkjöt og baunir, túkall! SALTKJÖT VALIÐ KR./KG 1998 SALTKJÖT BLANDAÐ KR./KG 998 ÍSLENSKT KJÖT BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.