SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 31
6. mars 2011 31 Þarna er Elvis og rokkið komið í spilið hjá stráknum, þá 12-13 ára. Björgvin kominn í kúrekagallann sem pabbi hans keypti á Englandi. Fyrsta giggið í Flensborg með fyrstu hljómsveitinni Bendix. F.v. Viðar Sigurðs- son nú látinn, þá Björgvin, Gunnar Ársælsson nú látinn og Pétur Stephensen. Björgvin mundar Gretch-gítarinn með fjarrænt blik í augum. Svala með pabba í myndatöku fyrir um- slag plötunnar Eins og þú ert árið 1982. Fjölskyldan bregður sér í gervi landnema í Flórída. Gaflari og stórsöngvari Að þessu sinni opnar mynda- albúmið hinn ástsæli söngvari Björgvin Halldórsson. Björgvin og Ragnhildur Gísladóttir saman komin við útkomu plötunnar Dagar og nætur. Ragnheiður og Björgvin á brúðkaups- daginn í Landakotskirkju 1978. Feðginin Björgvin og Svala spila á gít- arinn sam- an í kring- um árið 1978. Vinirnir Rúnar Júlíusson og Björgvin á árshátíð Félags Íslenskra hljómlistarmanna árið 1970. Tekur lagið með Rod Stewart á Fegurðarsamkeppni Íslands. Tom Jones og Björgvin í veislu hjá Ólafi Laufdal. Með Jerry Lee Lewis á tónleikum hans á Broadway í Mjódd. B jörgvin Halldórsson fæddist í Hafnarfirði hinn 16. apríl 1951 og er Gaflari í húð og hár. Hann er sonur Sigríðar Þorleifsdóttur húsmóður og Halldórs Bald- vinssonar, stýrimanns og skipstjóra. Eiginkona hans er Ragnheiður Reynisdóttir og eiga þau tvö börn, Svölu og Krumma, sem bæði starfa við tónlist. Björgvin á ennfremur son frá fyrra sambandi, Sigurð Þór. Eins og sést á fæðingardeginum fagnar Björgvin sextugs- afmæli í ár. Af því tilefni hefur hann efnt til afmælistónleika í Háskólabíói. Tvennir tónleikar verða á afmælisdaginn sjálfan og nú hefur þriðju tónleikunum verið bætt við á sunnudeginum. Á tónleikunum verður farið yfir fjölbreyti- legan feril Björgvins í tónlistarheiminum, sem spannar yfir 40 ár. Ennfremur verður hann gestur Jóns Ólafssonar í tónleika- röðinni Af fingrum fram í Salnum í Kópavogi hinn 10. mars. ingarun@mbl.is Systkinin Svala og Krummi bregða á leik á ferðalagi í Cannes í Frakklandi. Myndaalbúmið

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.