SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 33
6. mars 2011 33
É
g er hér vegna þess að ég fæ lögmæti mitt frá ykkur,“ sagði Essam Sharaf, nýr
forsætisráðherra Egyptalands, þegar hann ávarpaði mannfjöldann á Tahrir-
torgi í Kaíró á föstudag. „Ég mun leggja mig allan fram um að verða við kröfum
ykkar.“
Herinn stjórnar nú Egyptalandi og hann skipaði Sharaf forsætisráðherra á fimmtudag
vegna þess að almenningur hafnaði Ahmed Shafiq, sem Hosni Mubarak gerði að forsætis-
ráðherra í þann mund sem hann hrökklaðist frá völdum.
„Ég bið þess að Egyptaland verði frjálst land og öryggissveitir landsins þjóni borg-
urunum,“ sagði hann. Ein af kröfum mótmælenda er að pólitískir fangar verði látnir laus-
ir úr dýflissum öryggissveitanna. Í þeim hafa orðið til sumir af forhertustu stuðnings-
mönnum og félögum hryðjuverkasamtaka al-Qaeda, þeirra á meðal egypski læknirinn
Ayman al-Zawahiri, hægri hönd Osamas Bins Ladens. Bandarísk stjórnvöld fengu að nýta
þessi sömu fangelsi hjá Mubarak, bandamanni sínum, þegar þau vildu knýja fanga til
sagna með ágengum aðferðum utan eigin lögsögu.
Líklegt er talið að skipun Sharafs muni mælast vel fyrir hjá mótmælendum. Sharaf var
stuttlega samgönguráðherra í forsetatíð Mubaraks, en þegar uppreisnin hófst stóð hann í
röðum mótmælenda á Tahrir-torgi. Í ávarpi sínu notaði Sharaf eitt af kjörorðum mótmæl-
endanna þegar Mubarak sagði af sér: „Berið höfuðið hátt, þið eruð Egyptar.“
Arabar bera höfuðið hátt víðar þessa dagana. Í fréttaskýringu fréttastofunnar AFP segir
að uppreisnirnar í arabalöndunum hafi blásið fólki, sem hingað til hefur verið stimplað
sem hryðjuverkamenn og búið við kúgun, stolti í brjóst. „Í fyrsta skipti á ævinni er ég
stoltur af að vera arabi,“ sagði Ahmad Jamil, 35 ára gamall verkfræðingur frá Jórdaníu,
við AFP. „Ég get staðið uppréttur.“ Síðan er vitnað í færslu Kareems Saeefs á sam-
skiptasíðunni Facebook: „Ég fæddist í Túnis, bjó í Egyptalandi og lét blóð mitt í Líbíu. Ég
var barinn í Jemen, fór um Barein. Ég mun vaxa úr grasi í arabaheiminum þar til ég kemst
til Palestínu. Nafn mitt er FRELSI.“
Á netinu má finna urmul dæma um stolt vegna uppreisnanna, sem hafa komið vald-
höfum um allan heim í opna skjöldu, ekki síst á Vesturlöndum, sem í orði styðja þau gildi,
sem uppreisnarmönnunum í arabaheiminum eru hugleiknust, en hafa hins vegar stutt
þau stjórnvöld, sem hafa stjórnað með því að virða þau vettugi.
Í sunnudagsmogganum í dag er talað við Omar Hamed Aly Salama skákmeistara, sem
kom til Íslands frá Egyptalandi fyrir rúmum fimm árum. Hann kveðst hafa verið áhyggju-
fullur og kvíðinn þegar mótmælin brutust út, ekki getað slitið sig frá fréttunum og verið í
stöðugu sambandi við fjölskylduna. Hann líkir ástandinu í arabalöndunum við snjóbolta,
sem rúllar niður brekku og hleður utan á sig: „Fólkið hefur fengið nóg.“ Hann lýsir ofríki
lögreglunnar, sem hafi gert henni kleift að kveða niður alla stjórnarandstöðu í valdatíð
Mubaraks, misskiptingu auðs þar sem hinir ríku verði ríkari, fátæku fátækari og 40%
þjóðarinnar lifi undir fátækjamörkum á minna en 300 krónum á dag. Andi uppreisnanna
berst honum alla leið til Íslands: „Ég finn vinda frelsis og breytinga, þrátt fyrir að ég sé um
5.000 km frá Egyptalandi, þá finn ég það mjög sterkt.“ Þessir vindar hafa valdið vakningu
í arabalöndunum og verða vonandi þeim öflum yfirsterkari sem óttast áhrif þeirra og vilja
koma í veg fyrir að þau verði varanleg.
Vindar frelsis og breytinga
„Móðir mín er íslensk, svo ég ólst upp
á heimili þar sem snæddar voru
fiskibollur og hangikjöt í kvöldmat.“
Jeff Wieland sem starfar hjá tölvuveldinu Face-
book í Paolo Alto í Kaliforníu.
„Það liggur við að maður óski þess
að það væri hér enn Sturlungaöld,
svo maður gæti brugðist við með
því að safna liði.“
Ingi Sigurvinsson eftirlaunaþegi er ósátt-
ur við himinhátt bensínverð.
„Að rækta rófur er æsi-
spennandi líf.“
Hjörtur Benediktsson rófnabóndi.
„Ég er þakklátur fyr-
ir að verða sextugur.
Það er betra en að
verða það ekki.“
Kristinn Sigmundsson óp-
erusöngvari hélt upp á af-
mælið í vikunni.
„Þau elska mig. Öll
þjóðin mín elskar mig.
Þau elska mig öll. Þau
myndu fórna lífi sínu til að vernda
mig.“
Muammar Gaddafi leiðtogi Líbíu.
„Ha, ha, ha …“
Gaddafi, spurður hvort til greina komi að hann láti
af völdum og fari í útlegð.
„Við ætlum ekki að líða það að
glæpahópar nái tökum á okkar sam-
félagi.“
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra boðar
átak gegn skipulagðri glæpastarfsemi.
„Breyta ætti nafni Mý-
vatns í Aurora Lake
[Vatn Norðurljósanna] í
markaðssetningu erl-
dendis, því töfrar
svæðisins kom-
ast ekki til
skila undir
íslenska heit-
inu.“
Simon Calder, rit-
stjóri ferðamála hjá
breska dagblaðinu The
Independent.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
lögum. Kjaftshögg á hæstarétt er argentínska leið-
in. Í Argentínu í marga áratugi hafa allar rík-
isstjórnir nema ein vanvirt hæstarétt landsins:
hunsað dómsniðurstöður, fangelsað dómara,
fjölgað dómurum til að fá hagstæðar niðurstöður
eða beinlínis lokað dómnum. Því má bæta við að
stjórnarskrá Argentínu er eftirmynd þeirrar
bandarísku.
Fjölmiðlar flytja þá frétt að á Alþingi Íslendinga
sé sennilega meirihluti fyrir frumvarpi um að
hunsa dóm Hæstaréttar og fela þeim sem kjörnir
voru ólöglega til stjórnlagaþings að skrifa nýja
stjórnarskrá. Það er einnig haft eftir flestum þeirra
sem upphaflega náðu kjöri að þeir muni sætta sig
við þennan gjörning.
Hjá norrænni þjóð eru þetta ótrúleg tíðindi.
Hvað er á seyði? Sjá menn ekki að böðulgangur af
þessu tagi við gerð nýrrar stjórnarskrár er sömu
ættar og böðulgangur fjármálafurstana fyrir og
eftir hrun? Rætur hrunsins voru einmitt í vinnu-
brögðum af þessu tagi. Ef fram fer sem horfir verð-
ur ný stjórnarskrá áttaviti sem í vantar nálina og
vísar samtímis til allra átta. Ég leyfi mér að vona að
þeir sem nú syngja laglaust finni hinn rétta tón áð-
ur en skaðinn er skeður.“
Eftir að hin beitta grein prófessors Þráins birtist
bárust fréttir af þingsályktunartillögu sem gerði
ráð fyrir að þeir sem hlutu ógilda kosningu til
stjórnlagaþings skyldu setjast á slíkt þing sem þó
fengi til málamynda annað heiti. Þeir fulltrúar sem
vildu ekki taka þátt í þeim leik að svívirða hæsta-
rétt myndu þá víkja fyrir öðrum úr hópi þeirra
sem næstir voru að komast að í hinum ógiltu
kosningu og voru tilbúnir að ganga til hins ljóta
leiks. Um þetta sagði Þráinn Eggertsson í stuttri
grein: „Þessi aðferð til að velja fulltrúa í stjórnlag-
aráð hefur afleiðingar sem í hagfræði nefnist hrak-
val (á ensku, adverse selection). Hrakval lýsir því
þegar menn óafvitandi velja bjagað safn ein-
staklinga með eiginleika sem ganga þvert á mark-
miðið sem stefnt er að. Í þessu tilviki veljast þeir
einir í stjórnlagaráð sem taka ekki mark á dómi
hæstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlaga-
þings. Með öðrum orðum: Þeir einir eru valdir til
að semja nýja stjórnarskrá sem taka ekki mark á
stjórnarskrá lýðveldisins.“
Morgunblaðið/RAX