SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 36
36 6. mars 2011 „Það flýtti fyrir og auðveldaði okkur vinnuna að geta sigt- að út staði og stundir með þessum hætti. Þú getur rétt ímyndað þér, ef útlendingur kæmi til Íslands og ætlaði að mynda fegurstu staðina, þá væri ekki nóg að mynda bara Gullfoss og Geysi.“ Metsölubók á Nýja-Sjálandi Þeir segja óljóst ennþá hvort frekara framhald verði á út- gáfunni. „Það er góð spurning,“ segir Sigurgeir. „Kannski Lost in Chile?“ „Við verðum að sjá til hvernig þessari bók reiðir af til að geta metið það, hvort það er þess virði að halda áfram með hugmyndina,“ segir Sæmundur. „Ég ætlaði að halda áfram og fór til Nýja-Sjálands,“ segir Sigurgeir. „Þá var fyrsta bókin sem ég sá Lost in New Zea- land með sama umbroti og leturgerð og hún kom út árið 2008. Það er því greinilegt að einhver hafði séð Lost in Ice- land og stolið hugmyndinni með húð og hári. Þá hugsaði ég með mér að líklega yrði ekki meira úr þessu. Ég hef síðan haft spurnir af því að þetta var metsölubók á Nýja-Sjálandi. Það hefur einnig komið út bók í Noregi, Lost in Norway, en við gáfum leyfi fyrir henni. Auðvitað er það líka gaman þegar einhverju er stolið frá manni, það er þá einhvers virði, en það er verst ef einhver segir: „Varst þú ekki að stæla Lost in New Zealand?““ Sagan um Guð og Argentínu Landslagið í Argentínu er sumpart mjög líkt íslensku landslagi. „Það á einkum við í Patagóníu, þar sem eru jökl- ar eins og hér,“ segir Sigurgeir. „Argentína er auðvitað mjög nálægt suðurpólnum, eins og við norðurpólnum. En það sem er ólíkt er að Argentína teygir sig yfir svo margar breiddargráður, nyrst er þar frumskógarlandslag, stórir skógar og votlendi.“ Og Sæmundur hefur sögu að segja, sem er ein af gosögn- unum um Argentínu. „Þegar Guð skapaði heiminn, þá fékk hvert land sitt lítið af hverju þegar kom að auðlindum. Svo var honum bent á að Argentína væri komin með of mikið af þeim, fengsæl fiskimið, olíu í jörðu, akra og mikið af bú- fénaði. Þá mun Guð hafa sagt: „Það er rétt, ég verð að gera Kross til minnis um fórnarlamb umferðarslyss í brattri hlíðinni á veginum til Iruya. Fljótið Rio Iruya í bakgrunni. Gömul kona smalar geitum í fjallaskarðinu Quebrada del Toro. Hellir hendanna dregur nafn sitt af myndunum á hellisveggjunum, sem taldar eru 11 þúsund ára gamlar. Horft yfir vatnið Viedma frá veginum fræga RN 40, grænblár litur á vatninu sem flæðir undan ísbreiðunni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.