SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 16
16 6. mars 2011
O
mar Hamed Aly Salama kom
til Íslands frá Egyptalandi fyr-
ir rúmum fimm árum. Omar
er skákmeistari og kom til að
keppa á skákmóti. Þar kynntist hann öðr-
um skákmeistara, Lenku Ptácníková og þá
varð ekki aftur snúið. Það sem átti að vera
tíu daga keppnisferðalag leiddi til þess að
Omar settist að á Íslandi og hyggst búa hér
um ókomna tíð.
Lenka er tékknesk að uppruna en hefur
íslenskan ríkisborgararétt. Sjálfur býst
Omar við því að fá ríkisborgararétt fyrir
árslok. Omar og Lenka giftu sig fljótlega
eftir að þau kynntust og vakti athygli þeg-
ar þau háðu skákeinvígi á sjálfan brúð-
kaupsdaginn, 11. febrúar 2006. Omar
hafði því ríka ástæðu til að fagna föstudag-
inn 11. febrúar síðastliðinn. Á fimm ára
brúðkaupsafmælisdegi Omars lét Hosni
Mubarak af völdum sem forseti Egypta-
lands. Mótmæli höfðu geisað í Egyptalandi
í átján daga og eins og gefur að skilja
fylgdist Omar spenntur með gangi mála.
Áhyggjur af fjölskyldunni
„Þegar mótmælin brutust fyrst út var ég
mjög áhyggjufullur og kvíðinn, segir
hann. „Sérstaklega við tilhugsunina um að
fjölskylda mín byggi í Kaíró, foreldrar
mínir og bróðir.“ Omar segir að hann hafi
upplifað þvílíkan kvíða og spennu í upp-
hafi mótmælanna að hann hafi ekki getað
sinnt námi, en Omar er nemi við Háskóla
Íslands, auk þess að vinna fyrir Skák-
samband Íslands. Omar hélt sig heima
fyrstu tíu daga mótmælanna og gat ekki
hætt að fylgjast með fréttum.
„Ég hafði miklar áhyggjur af fjölskyld-
unni til að byrja með, en þau fullvissuðu
mig um að þeim væri óhætt. Foreldrar
mínir eru komnir yfir sjötugt og héldu sig
heima en bróðir minn tók fullan þátt í
mótmælunum. Verst fannst mér þegar
lokað var á allt net- og farsímasamband í
Egyptalandi á þriðja degi mótmælanna.
Sem betur fer var þó enn hægt að nota
landlínuna og halda þannig tengslum við
fjölskylduna.“
Smám saman vandist tilhugsunin um
ástandið en Omari þótti óhugnanlegt að
sjá myndbönd frá Tahrir-torgi, sem sýndu
ofbeldi lögreglunnar og að jafnvel var
skotið á óvopnaða mótmælendur. Omar
var í stöðugu símasambandi við vini og
kunningja sem tóku þátt í mótmælunum.
Hann vill meina að sá fréttaflutningur sem
barst til Íslands hafi verið í megindráttum
réttur, en egypsku sjónvarpsstöðvarnar
gáfu aðra mynd. Faðir Omars brá á það ráð
að koma fyrir gervihnattadiski til að geta
náð öðrum sjónvarpsstöðvum, á borð við
Al Jazeera, BBC og CNN, til að fá áreið-
anlegri fréttir af því sem gekk á.
„Það var meira að segja ekkert mál að fá
fólk til að koma og setja gervihnattadisk-
inn upp, þrátt fyrir að atvinnulífið væri
nær lamað, segir hann. „Fólki var mjög
umhugað að fá réttan fréttaflutning og
ekki var hægt að treysta á ríkisreknu sjón-
varpsstöðvarnar í þeim efnum. Þær vildu
frekar gera lítið úr ástandinu. Ef þúsundir
manna söfnuðust saman sagði ríkisrekin
sjónvarpsstöð þá kannski vera um 500, en
því trúði auðvitað enginn.“
Bylting fólksins
Mikil ólga virðist ríkja í Mið-Aust-
urlöndum um þessar mundir. Omar líkir
þessu við snjóbolta sem rúllar og hleður
utan á sig, eða dómínó-áhrif. „Fólkið hef-
ur fengið nóg. Í Egyptalandi hafa neyð-
arlög verið í gildi í 30 ár, frá því Anwar Sa-
dat, forveri Mubaraks, var myrtur í
október 1981. Samkvæmt þeim hefur lög-
reglan heimild til að stöðva hvern sem er,
hvar og hvenær sem er, og handtaka án
þess að færa fyrir því nokkur rök. Þetta
hefur fært Mubarak forseta og lögreglunni
ótakmörkuð völd og gerði þeim lengi
kleift að bæla niður alla andstöðu. Það
hefur engin raunveruleg stjórnarandstaða
Omar Salama var í samskiptum við fjölskyldu og vini í Egyptalandi meðan á mótmælunum
stóð og bindur vonir við stjórnarskiptin hafi jákvæð áhrif í för með sér.
Ljósmynd/ Ingi R. Ingason
Skákmeistarinn Omar Salama hefur fylgst grannt
með atburðunum í Egyptalandi en foreldrar hans og
bróðir búa í Kaíró. Hann lýsir upplifun sinni af því
þegar Mubarak var steypt af stóli og bjartsýninni
sem gripið hefur um sig í Egyptalandi í kjölfarið.
Alma Ómarsdóttir
Ekki hægt að
stöðva heila þjóð
Egyptar fagna afsögn
forsetans Hosni Mubarak
á Tahrir-torginu í Kairó.