SunnudagsMogginn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 12
12 6. mars 2011 Þriðjudagur Ragna Árnadóttir Mottur - eggjandi og lúðalegar í senn! Miðvikudagur Vigdís Grímsdóttir Strandafjöllin eru ólýsanlega falleg í dag - sól, logn og hvítagull! Lilja Mósesdóttir Mikilvæg rök fyrir upptöku evru hér á landi eru að vextir muni lækka. Fyrir fjármálakreppuna fengu ríkissjóðir á evrusvæðinu lán á sömu lágu kjörunum. Þetta hefur nú breyst. Ríkissjóðir Írlands og Grikklands þurfa nú að greiða mun hærri vexti fyrir neyðarlánin (5,2%-5,8%) en al- mennt eru í boði á evrusvæðinu. Vaxtalækkun er því ekki lengur sterk rök fyrir upptöku evrunnar hér á landi! Fimmtudagur Sölvi Tryggvason Halli Hansen er einn mesti kappi sem til er á Ís- landi … einhvers konar blanda af Jóni Páli og Dolph Lundgren. Þetta er maðurinn sem kemur Íslandi aftur á lappirnar!!! Fésbók vikunnar flett É g er fylgjandi því að fella niður ufsilon, enda þjónar sá stafur engum tilgangi lengur, það hefur enginn Íslendingur sagt y í 500 ár. Tengslin við upprunann skipta fáa máli. En á meðan við sitjum uppi með y verðum við að sæta reglum. Varðandi rithátt erlendra örnefna þykir mér rétt að hafa hliðsjón af rit- venju þarlendra. Það er furðulegt í aug- um flestra að við skulum tala um Kaup- mannahöfn, Lundúnir og Pétursborg, svona íslensk fyndni, og skrítið að Stockholm skuli ekki heita Stykk- ishólmur. Verst finnst mér þó þegar málfars- stjórnendur taka upp á því að skella yfir okkur breytingum, nánast fyr- irvaralaust og án sýnilegrar nauðsynjar. Mér krossbrá í gær þegar ég sá Líbíu í fréttunum, og Síle finnst mér við fyrstu sýn vera prentvilla. Af hverju þá ekki Njújork og Ævor- íkóst? Ég sé að minnsta kosti ekki hvaða þörf rekur fólk til að breyta þessu núna, en halda samt áfram með sum sambæri- leg nöfn, eins og Kýpur og Egyptaland. Ef við gengjum alla leið þá hefðum við Kípur og Egiptaland og trúlega Tirkland líka. Þessar skyndákvarðanir um breyttan rithátt erlendra örnefna þykja mér í ætt við þá fáheyrðu reglu sem málfars- ráðunautur RÚV gerði fyrir fáum árum þegar hann ákvað að banna að nota orð- in mexíkanskur og kúbanskur, Mexí- kani og Kúbani. Ási í Bæ hefði varla talað um kúbverska sömbu eða ort: Hann átti Mexókóahatt! Vissulega eru svona umræður tengdar smekk. Ég veit til dæmis að margir eru ósammála mér um að fella ufsilonið nið- ur. Nemendur mínir harðneita því og ef ég spyr af hverju þeir vilji frekar skrifa fyrir og yfir en firir og ifir segja þeir að þetta sé bara svo ljótt. Þeir hafa hins vegar fá svör þegar ég spyr þá af hverju Eiríkur sé með ein- földu en Eysteinn með ufsiloni. Þeim finnst Eisteinn asnalegt og Eyríkur fá- ránlegt. Ég býst nú við að þeim þyki Síle og Líbía ljót orð - og mér finnst það líka. En mikilvægast er trúlega að vera ekki að búa til einhverja sérvisku. Og séu breytingar gerðar þá séu þær kynntar og skýrðar. MÓTI Sverrir Páll Erlendsson íslenskukennari í Menntaskólanum á Akureyri og vera ber. Fáum virðist hugnast að rita Líbýja en Líbía er góður kostur. Engin krafa er um það að íslenska noti ý þótt ritað sé y í ensku enda rita heimamenn allt annað letur en við hvort eð er. Að því er varðar Síle þá var til skamms tíma valfrjálst hvort ritað var Chile eða Síle en nú er Síle eina ritmyndin sem mælt er með enda hefur hún bæði þann kost að nota eingöngu stafi úr íslenska grunnstafrófinu og að endurspegla ís- lenskan framburð vel. Það sýndi sig í haust þegar sílesku námamönnunum var bjargað að rithátturinn Síle var víðast hvar notaður í fjölmiðlum og fólk kunni honum vel. Fyrir því hafa verið færð málsöguleg rök að rita Egiptaland og Kípur í stað Egyptaland og Kýpur. Ritháttur með y eða ý í þessum orðum er þó flestum tam- astur enda stríðir hann ekki gegn hefð- bundnu sambandi bókstafa og fram- burðar í íslensku. Lengi var valfrjálst að nota i/í eða y/ý í þessum ríkjaheitum. Reyndin varð þó sú að fólk valdi 16-20 sinnum oftar y/ý í íslenskum textum í Egyptaland og Kýpur. Þær ritmyndir hafa því endanlega orðið ofan á. Þ að eru liðin allmörg ár síðan rithættirnir Líbía og Síle voru teknir upp í opinberri stafsetn- ingu landsmanna. Löng hefð er fyrir því að laga erlend ríkjaheiti að íslenskum stafsetning- arreglum í samræmi við þann framburð sem okkur er tamur. Við ritum t.a.m. Ítalía með tveimur í-um þótt heima- menn riti Italia. Kostirnir við að nota í fremur en ý í Líbía eru aðallega tveir. Annar er sá að fjöldinn allur af ríkjaheitum endar á -ía, sbr. Armenía, Belgía, Eþíópía o.m.fl. og því er vandalítið að bæta rithættinum Líbía í þann flokk. Það sýndi sig að marg- ir gerðu þá ritvillu að skrifa „Lýbía“, þ.e. með ý á röngum stað. Það kennir að fólk hallast sjálfkrafa að því samræmi að enda ríkjaheiti á -ía. Hinn kosturinn við í fremur en ý er að þá kemur ekki á dag- skrá að rita -j- milli ý og a. Eins og allir hafa lært í skóla gildir sú stafsetning- arregla í íslensku að rita skal -j- á milli ý annars vegar og a eða u hins vegar. Rit- hátturinn „Líbýa“, til „Líbýu“ er því í raun jafn rangur og að rita „nýar“ og „skýum“ í stað „nýjar“ og „skýjum“ eins MEÐ Ari Páll Kristinsson rannsóknar- prófessor á Árnastofnun Var rétt að taka upp ritunina Líbía og Síle? ’ Löng hefð er fyrir því að laga erlend ríkja- heiti að íslenskum stafsetningarreglum í sam- ræmi við þann framburð sem okkur er tamur. Hvað með Egiptaland og Kípur? Nýlegur listi Stofnunar Árna Magnússonar yfir ríkjaheiti virðist hafa komið mörgum spánskt fyrir sjónir ’ Mér krossbrá í gær þegar ég sá Líbíu í fréttunum, og Síle finnst mér við fyrstu sýn vera prentvilla.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað: 06. mars (06.03.2011)
https://timarit.is/issue/337670

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

06. mars (06.03.2011)

Aðgerðir: