SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 20
20 6. mars 2011 Bandarísku hjónin Jerry og Pauline Chesley stóðu á önd- inni þegar þau lentu með þyrlu Norðurflugs á Fimm- vörðuhálsi fyrir skemmstu. Þau bera landinu vel söguna. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þ að var einstök tilfinning að lenda á tindi eld- fjallsins. Þetta ættu allir sem geta að láta eftir sér,“ segir Jerry Chesley frá Bandaríkjunum sem lenti á Fimmvörðuhálsi á dögunum í þyrluferð sinni með þyrluþjónustunni Norðurflugi. Með í för voru eiginkona hans, Pauline, og Árni Sæberg, ljós- myndari á Morgunblaðinu, ásamt flugmanninum, Snorra G. Steingrímssyni. „Við vorum bara í fimm daga á Íslandi og fyrir vikið ákváðum við að leigja þyrlu til að sjá sem mest af land- inu. Við fórum í fimm klukkustunda flug og nutum hverrar mínútu,“ segir Chesley og bætir við að fegurð landsins sé mikil. „Við höfðum sérstakan áhuga á eld- fjallinu og það var sannarlega þess virði að sjá úr lofti.“ Hann er hæstánægður með flugið og þjónustu Norð- urflugs. „Flugmaðurinn var afskaplega almennilegur og ljósmyndarinn setti skemmtilegan svip á flugið.“ Chesley-hjónin hafa ekki í annan tíma sótt Ísland heim og urðu ekki fyrir vonbrigðum. „Við höfðum heyrt margt fallegt um Ísland og lengi langað að koma. Að þessu sinni stóð valið um að fara til Íslands eða Hawaí í vetrarfrí og við völdum fyrri kostinn. Við sjáum ekki eftir því. Ferðin var frábær og Íslendingar eru bæði vin- gjarnlegir og gestrisnir.“ Eftir heimkomuna hafa hjónin verið dugleg að sýna vinum og vandamönnum myndir úr ferðinni og segir Chesley myndirnar á tindi eldfjallsins vekja öfund og Með eldfjall undir fótum

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.