SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 38
38 6. mars 2011 Frægð og furður H alldór Kiljan Laxnes má með réttu telja holdtekju tutt- ugustu aldarinnar á Íslandi. Hann var fæddur 1902 og lést þegar aðeins tvö ár vantaði í næstu aldamót. Á þessum tíma langa tíma hafði Ísland tekið ótrúlegum breytingum – og í því efni var þáttur skáldsins býsna stór. Með skrifum sínum, hvort heldur er í skáldsögum, endurminningabókum eða greinum, eggjaði skáldið þjóð sína lögeggjan til þess nálgast viðfangsefni líð- andi stundar af dirfsku og bera höfuðið hátt. Lúsugir afdalabændur og þröngsýni voru honum sem eitur í beinum enda lagði hann til at- lögu við slíkan útúrboruhátt. Halldór sá Ísland í öðru ljósi og þótti breytingar sjálfsagaðar.. „Hann reif fólk sitt upp úr aldagömlum hjólförum hugsana, orða, verka og óvenja, og þessi herhvöt og harkalega rúmrusk, vakti þá upp með andfælum sem fastir voru orðnir … En að sama skapi vakti ögrandi plægingarhljóðið dunandi blómstraum í brjósti úngs fólks,“ segir sr. Emil heitinn Björnsson fréttastjóri Sjónvarpsins í bókinni Minni og kynni. Skáldið Halldór Kiljan Laxness heima á Gljúfrasteini um það leyti sem hann fékk Nóbelsverðlaunin, árið 1955. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Myndasafnið 1955 Reif fólk upp með andfælum L eikkonan Jane Russell lést í vikunni, 89 ára að aldri. Hún varð frægust fyrir hlut- verk sitt í kvikmyndinni „Gentlemen Prefer Blondes“ eða Herramenn kjósa ljóskur, þar sem hún lék á móti goðsögninni Mari- lyn Monroe. En tónninn var gefinn þegar með fyrsta hlut- verki Russell í vestranum Útlaganum um Billa barnunga, sem auglýst var með slagorðinu: „Villi- mannsleg ást, hráar ástríður“. Það tafðist í tvö ár að hún yrði tekin til almennra sýninga vegna þess að kvikmyndaeftirlitið vestra taldi að brjósta- skoran væri of sýnileg þegar hún hallaði sér yfir særða kúrekahetjuna til að breiða teppið yfir hana. Leikkonan hélt því raunar sjálf fram að það hafði verið fyrir slysni, sem brjóstaskoran hefði verið svona áberandi í því atriði – nánast óhapp! Dauðasynd Howard Hughes kom einnig að gerð myndarinnar „The French Line“ með Russell í aðalhlutverki. Þar óskaði hann eftir því við hana að hún yrði í bikiníi í einu dansatriðinu, en á þeim tíma var slík mún- dering fáséð vestanhafs, helst að henni væri flíkað á sviði í París. Russell þvertók fyrir að vera í bikiníi og var í sundbol, sem þakti þó ekki alveg kviðinn. Og viti menn, það var stimplað „dauðasynd“ af Russell var 89 ára er hún lést og bar aldurinn vel. Hér er hún á frumsýningu í Los Angeles árið 2005. Plakat úr Útlaganum af Jane Russell í heysátu varð vinsælt meðal bandarískra hermanna í seinni heimsstyrjöldinni. Leikkonan Jane Russell lést í vikunni en hún er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í Herramenn kjósa ljóskur þar sem hún lék á móti Marilyn Monroe. Og Russell lenti ósjaldan upp á kant við siðapostulana í Hollywood. Pétur Blöndal pebl@mbl.is kaþólsku kirkjunni og enn lenti hún í úti- stöðum við kvikmyndaeftirlitið. Eftir þetta gerði hún Hughes það ljóst, að hún hefði engan áhuga á að komast aftur í kast við eftirlitsarm hinna sið- vöndu. En það gekk þó ekki alveg eftir, því brot úr lagatexta sem hún syngur ásamt mótleikkonunni Marilyn Monroe í Herramenn kjósa ljóskur varð rit- skoðun að bráð, þó að rapparanum Em- inem þætti víst varla mikið til klúrheitanna koma. Fór fyrir brjóstið á siðapostulum Reuters Russell og spéfuglinn Bob Hope.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.