SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 41
6. mars 2011 41 LÁRÉTT 1. Samkoma alda endar í mótmælum. (7) 4. Æ fjárleit endar í vandræðum. (7) 7. Sneiði fisk á klettum við Reykjavík (9) 9. Hélt spilið á viðureigninni. (8) 10. Set þjálfað neðan við bæinn. (9) 11. Rífast aftur út af gimsteini. (5) 12. Blómskipan sel að sögn til manns (4) 13. Pakkað saman í summu. (9) 16. Í kortum má sjá þrjár enskar áttir koma úr tónverki. (7) 18. Uppáhaldsbakkarnir sem á að nota í klæðn- aði (10) 21. Flókið mat áður á háki. (7) 23. Virðulegt gin getur búið til geimtækið. (12) 25. Ego latínu tapar engu hleypiefni. (7) 27. Umrót rífi í góðgæti. (7) 28. Ótt en aftur að frádregnum kostnaði. (5) 29. Í einum rykk ornar sér við ar. (7) 31. Lélegur matur á reykvísku plani? (12) 32. Autt bæli hjá afskiptalitlum. (8) 33. Ílát breyti með breytingu á fatnaði. (10) LÓÐRÉTT 1. Í maí lenda á skrá að sögn yfir ræðumenn. (11) 2. Bullum öggulítið að einum þriðja yfir pakka (7) 3. Óhamin fer úr samanburðarhópi vegna mylsnu. (9) 4. Æ, drepast við að vera með fyrirgang. (7) 5. Hlaupalag mölvaði á stíg. (9) 6. Svæfa dreng í erlendu landi. (6) 8. Ókei, hviða borubrattast. (7) 14. Arkirnar sá óð einhvern veginn í bænum. (12) 15. Á AA-fundinn mætir skapvondur (8) 17. Berlega las smávegis við að túlka. (11) 19. Ari S. tók ratsjá af höfðingja. (10) 20. Óskiptar fá kópíu af rannsóknartæki (11) 22. Marin, gul og reið í rugli. (10) 24. List stolið af fagurfræðilegu (8) 26. 1? Já. (8) 30. Sjór speglast á umgjörðum. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 6. mars rennur út 10. mars. Nafn vinnings- hafans birtist í blaðinu 13. mars. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 27. febrúar er Ásdís Viggósdóttir, Bjal- lavaði 1, Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Pom- pei eftir Robert Harris. Bókafélagið Ugla gefur út. Krossgátuverðlaun Mikil spenna er fyrir lokaþátt Ís- landsmóts taflfélaga sem fram fer í Rimaskóla um helgina. Þrjú taflfélögin berjast um Íslands- meistaratitilinn og innbyrðis viðureignir þessara félaga Tafl- félags Vestmannaeyja, Taflfélgs Bolungarvíkur og Hellis eru tvær talsins. Staða efstu liða er þessi: 1. TV A 25 v. 2. TB A 23 ½ v. 3. Hellir A. 22 v. Í 2. deild leiða Mátar. Efsta deildin er laus við A- og B- lið sumra taflfélaga sem skekkja samkeppnina því að ekki er farið eftir stigagjöf, eins og t.d. í þýsku Bundesligunni, heldur heildarvinningafjölda. En grípa má til annarra ráða. Kærugleði Bolvíkinga undir lok síðasta keppnistímabils og und- arleg njósnastarfsemi meðfram sem sum sendiráðin Í Reykjavík hefðu mátt vera fullsæmd af, réði vitanlega úrslitum keppn- innar þegar hinn dáði liðsmaður TV, Alexey Dreev var „sleginn“ af og „Bolar“ fögnuðu sigri í mótslok. Þá er pistill – eða bollalegg- ingar – ritstjóra Skak.is við upp- haf hvers Íslandsmóts alveg sér- stakur kapítuli. Efni pistilsins er yfirleitt sett fram í þeim tilgangi að rugla aðra liðsstjóra í ríminu. Allt er þetta orðið snar þáttur í keppninni og ekki nokkur mað- ur sem kippir sér upp við þetta blaður. Búast má við að um 400 skák- menn sitji að tafli um helgina. Á Íslandsmótinu gefst skák- mönnum oft kostur á að tefla við ýmsa fræga meistara. Einn fjöl- margra þekktra stórmeistara sem komið hafa hingað til lands vegna mótsins er Tékkinn David Navara sem er með yfir 2.700 elo-stig og tefldi fyrir Helli í fyrri hluta keppninnar. Sig- urvegarinn frá haustmóti TR, Sverrir Þorgeirsson, sýndi allar sínar bestu hliðar í baráttunni þó að u.þ.b. 500 elo-stig skildu þá að. Eins og skákin sýnir voru vinningsmöguleikarnir allir Sverris megin þar til hann lék heiftarlega af sér í 27. leik: Íslandsmót taflfélaga 2010- 2011: David Navara – Sverrir Þor- geirsson Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4 Róleg leið sem notið hefur talsverðra vinsælda undanfarin á, svartur á þrjá ágæta leiki, 6. … Be4, 6. … Bg4 og þann sem Sverrir velur. 6. … Bg6 7. Be2 Rbd7 8. 0-0 Bd6 9. g3 De7 10. Db3 Hb8 11. Rxg6 hxg6 12. Hd1 dxc4 13. Dxc4 e5 14. dxe5 Rxe5 15. Da4 De6! Hótar 17. … Dh3. Navara á þegar nokkuð erfitt um vik. 16. h4 g5! 17. Re4 Rxe4 18. Dxe4 f5 19. Dd4 Bc7 20. hxg5 Hd8 21. Da4 Hxd1 22. Dxd1 f4! Glæsilega leikið. Svartur er enn á leiðinni til h3. 23. Bh5+ g6 24. exf4 Hxh5 25. fxe5 Bxe5 26. Df3 ( Sjá stöðumynd ) 26. … Bxg3! Hvítur er í mestu vandræðum eftir þennan leik. Í fljótu bragði virðist duga og er sennilega best að leika 27. fxg3! De1+ 28. Kg2 en þá kemur magnað afbrigði sem „Rybka“ gefur upp: 28. … Hh1! 29. Dd3! Hg1+ 30. Kh3 Hh1+ 31. Kg4 Hf1! 32. Be3! Dxa1 32. Dxg6+ Kd7 33. Dd3+ Ke8 34. De4+ Kd8 35. g6 og hvítur hefur eilítið betri möguleika. 27. Bd2? Be5?? Gott er t.d. 27. … Bc7 því að 28. He1 er svarað með 28. … Hxg5+ og – He5 og svartur stendur sennilega til vinnings. Hvítur getur þó haldið í horfinu með 28. Hd1. 28. He1 Hh4 29. Bf4! Dg4+ 30. Dxg4 Hxg4 31. Bg3 – og svartur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Eyjamenn, Bolvíkingar og Hellismenn berjast um sigurinn Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.