Fréttablaðið - 22.10.2011, Side 16

Fréttablaðið - 22.10.2011, Side 16
16 22. október 2011 LAUGARDAGUR Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi sam- þykkti árið 1961 lög um launajöfn- uð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu, fyrst með hækk- un um 1/6 hluta launamismunar- ins og síðan árlega þar til fullum launajöfnuði væri náð árið 1967. Frumvarpshöfundar voru ómyrkir í máli og skrifuðu í greinar gerð að barátta fyrir launajafnrétti kynja væri barátta fyrir fullkomlega jöfnum mann- réttindum: „Þegar endanlegur sigur hefur unnizt í þessari bar- áttu, er jafnréttisbaráttunni lokið, því að á öðrum sviðum mannrétt- inda hafa konur fyrir löngu öðlazt sama rétt og karlar.“ Óhætt er að segja að sínum augum lítur hver silfrið. Í greinar- gerðinni var vísað til fullgilding- ar Íslands á jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem fól í sér regluna um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Var þetta sagt allt of flókið því sífellt þyrfti að leggja mat á verðmæti marg- breytilegra starfa karla og kvenna og um það myndu eflaust rísa deil- ur: „Þetta frumvarp grundvallast því á reglunni um sömu laun fyrir sams konar störf, en hafnar að leysa málið á hinum flókna og ófullnægjandi grundvelli reglunn- ar um sömu laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf.“ Með setningu jafnréttislaga 1976 var loks kveðið á um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er launamisrétti enn stað- reynd. Nýleg könnun VR sýnir 15,3% mun á heildarlaunum karla og kvenna og kynbundinn launa- mun sem nemur 10,6%, þ.e. sá munur sem ekki á sér aðra skýr- ingu en kynferði launamanns. Könnun SFR árið 2011 sýnir að heildarlaun kvenna í fullu starfi eru 24% lægri en hjá körlum og kynbundinn launamunur í félaginu mælist 13,2%. Margt býr í þokunni Það er almennt viðurkennt að launajafnrétti kynja sé eitt brýn- asta jafnréttismál samfélagsins. Lagalegri fyrirstöðu hefur fyrir löngu verið útrýmt en augljós- lega þarf margt fleira að koma til. Viðhorf skipta miklu máli um árangur, jafnt viðhorf karla og kvenna. Viðhorfum er erfitt að breyta en hægt er að styðja við og flýta fyrir viðhorfsbreytingum með ýmsum aðgerðum. Miklu skiptir að varpa ljósi á misréttið sem er fyrir hendi með reglulegri upplýsingagjöf. Þetta er gert varðandi kynbundinn launa- mun, hlutföll kynja í nefndum, ráðum, stjórnum og stjórnunar- stöðum, þátttöku kynja í stjórn- málum o.fl. Hægt er að beita stjórnvalds- aðgerðum þar sem augljóst er að annað kynið ber skarðan hlut frá borði. Þetta hefur til dæmis verið gert með lagasetningu um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum hins opinbera og nýlegri löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Launaákvarðanir þurfa að vera réttlátar, gegnsæjar og málefna- legar. Með nýjum jafnréttislögum árið 2008 var lögfest ákvæði um að starfsfólki sé alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo. Þar með er launa- greiðendum óheimilt að gera ráðn- ingarsamninga sem kveða á um launaleynd. Þetta skiptir máli, því margt býr í þokunni og þar hefur kynbundinn launamunur þrifist vel í gegnum tíðina. Ráðherranefnd um jafnrétti kynja hefur lýst áhyggjum sínum af því hve treglega gengur að vinna bug á launamun kynja. Nefndin samþykkti því fyrir skömmu að gerð yrði áætlun með tímasettum aðgerðum til að draga úr launamisrétti kynja og á hún að liggja fyrir um næstu áramót. Framkvæmdanefnd hefur verið falið að vinna verkið undir for- mennsku velferðarráðuneytisins ásamt fulltrúum forsætis-, fjár- mála- og innanríkisráðuneytis og Jafnréttisstofu. Eðli málsins sam- kvæmt ber henni að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins auk þess sem henni er heimilt að kalla sérfræðinga til aðstoðar eftir þörfum. Við náum árangri Jafnréttisbaráttunni verður seint lokið að fullu, þrátt fyrir bjart- sýni þeirra sem settu lögin um launajöfnuð árið 1961. Okkur miðar þó áfram, hægt en örugg- lega. Fjölmargir þættir vinna saman, hvort sem litið er til menntunar kvenna, aukinnar þátttöku þeirra í stjórnmálum, atvinnulífi og ýmsum áhrifa- stöðum í samfélaginu. Með ein- beittum vilja stjórnvalda og virkri þátttöku aðila vinnumark- aðarins jafnt sem almennings náum við árangri þar sem jafn- rétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins verður körlum og konum eðlilegt og sjálfsagt, jafnt í fjölskyldulífi, atvinnulífi sem öllum öðrum sviðum mannlífsins. Hægt er að beita stjórnvaldsaðgerðum þar sem augljóst er að annað kynið ber skarðan hlut frá borði. Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að leggja orð í belg um málefni líð- andi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð, að hámarki um 4.500 tölvuslög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og villulausum texta. Greinahöfundar eru beðnir að hafa í huga að því styttri sem greinin er, þeim mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu. Eingöngu er tekið við raunverulegum umræðugreinum, en ekki greinum sem eru fyrst og fremst kynning á til dæmis fyrirtæki eða félagasamtök- um, ráðstefnu eða átaki. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@fretta- bladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða á Vísi eða í báðum miðlum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Sendið okkur línu Nú í vikunni opnaði Reykjavíkur-borg vefinn betrireykjavik.is. Betri Reykjavík er byltingar- kennd nýjung sem mun styrkja íbúalýðræði í Reykjavík svo um munar. Hér er á ferðinni stórkost- legur samráðsvettvangur. Á Betri Reykjavík mun fólk geta haft miklu meiri áhrif á umhverfi sitt, þjón- ustu og framkvæmdir í Reykjavík en verið hefur. Betri Reykjavík er vettvangur þar sem íbúar geta sett fram hug- myndir sínar og röksemdir um framkvæmdir og þá margvíslegu þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir. Vefurinn mun snerta flesta þætti þess hvernig stjórnsýsla borgarinn- ar og stjórnmálamenn vinna með hugmyndir og tillögur borgarbúa sem snúa að því að bæta þjónustuna og gera borgina enn betri en hún er. Borgarbúar geta átt samræður um hugmyndir á vefnum, stutt þær eða hafnað eftir atvikum og gert að sínum. Allt verður þetta opið og sýnilegt á Betri Reykjavík þar sem fram fer lifandi umræða um málefni borgarinnar. Ætti enginn Reykvíkingur að láta vefinn fram hjá sér fara. Góðar hugmyndir eru gulls ígildi en þær eru lítils virði ef enginn tekur mark á þeim eða fjallar um þær af ábyrgum hætti. Mesta bylt- ingin sem felst í þessum nýja vef er sú að Reykjavíkurborg skuld- bindur sig til að fjalla formlega um þær hugmyndir sem fólkið kýs að styðja á Betri Reykjavík. Í hverjum mánuði munu hug- myndir fólksins verða teknar af Betri Reykjavík til afgreiðslu í fagráðum Reykjavíkur borgar. Fimm efstu hugmyndirnar í hverj- um málaflokki verða teknar fyrir og þeim svarað eins fljótt og auðið er. Verða svörin birt á Betri Reykjavík. Ferli og afgreiðsla fag- ráðanna á hugmyndum verður sem sagt öllum sýnilegt á einum stað. Þeir sem setja inn hugmyndir sem teknar verða til afgreiðslu af stjórnsýslu borgarinnar munu fá tilkynningar um það í tölvupósti. Við höfum áður prófað svona vef til að kalla eftir hugmyndum frá Reykvíkingum. Hugmyndavef- ur, með sama nafni, var opnaður í kringum sveitarstjórnarkosningar 2010. Hann virkaði einstaklega vel. Yfir 25.000 manns notfærðu sér þann vef og ótal góðar hugmynd- ir komu fram. Svo mikil virkni á lýðræðisvef þykir svo merkileg erlendis að Íbúar Sjálfseignar- stofnun, fyrirtækið sem þróaði vefinn í samstarfi við Reykjavík- urborg, hefur þegar hlotið heims- þekkt lýðræðisverðlaun, The World e-Democracy Awards. Margar hugmyndir sem komu fram á gamla vefnum eru nú þegar orðnar að veruleika í Reykjavík. Má þar nefna sumarlokanir á götum í miðborginni, lokun Austur- strætis fyrir bílaumferð, að kalla Miklatún Klambratún að nýju, að nýta metan meira, að hefja rann- sókn á stjórnun og starfsemi Orku- veitu Reykjavíkur fyrir hrun, að hækka fjárhagsaðstoð Reykja- víkurborgar og fjölmargt fleira. Sumt er enn í vinnslu enda þarf að útfæra góðar hugmyndir vel. Hugmyndir sem eiga uppruna sinn á Betri Reykjavík verða ætíð kynntar sem lýðsprottnar hug- myndir. Enginn mun eiga hug- myndirnar á vefnum nema fólkið í Reykjavík sem hefur stutt þær þannig að þær nái fram að ganga í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Sannfæring mín er sú að Betri Reykjavík geti orðið lýðræði á Íslandi til mikils framdráttar. Vefurinn er í raun einstök tilraun til að gefa fólkinu meira vægi við stjórnun sveitarfélags – gefa því alvöru tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Þegar er farið að huga að því að þróa vefinn enn frekar svo hægt verði að bjóða upp á beinar raf- rænar kosningar um einstök mál þar sem notast er við rafræn skil- ríki eða önnur áreiðanlegri auð- kenni. Það mun verða bylting í beinu lýðræði á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Ég vil eindregið hvetja alla Reyk- víkinga til að nota þetta frábæra lýðræðistæki sem Betri Reykjavík er. Vefurinn er einstaklega hrað- virkur og einfaldur í notkun. Komið með góðar og gagnlegar hugmyndir sem Reykjavíkurborg getur skoðað af fullri alvöru og framkvæmt eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Að sjálfsögðu munum við aldrei geta gert allt sem fyrir okkur er lagt. Það vitum við öll. Ég mun hins vegar leggja mitt lóð á vogar- skálarnar til þess að gagnlegar hugmyndir af Betri Reykjavík nái fram að ganga. Takið þátt og njótið vel. Betri Reykjavík fyrir fólkið Launajafnrétti kynjanna – barátta í hálfa öld Lýðræði Jón Gnarr Kristinsson borgarstjóri Hugmyndir sem eiga uppruna sinn á Betri Reykjavík verða ætíð kynntar sem lýð- sprottnar hugmyndir. Jafnrétti Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.