Fréttablaðið - 22.10.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 22.10.2011, Síða 18
18 22. október 2011 LAUGARDAGUR Volvo S60 R-Design Verð frá 5.690.000 kr. Spyrðu um aðrar gerðir Volvo í R-Design sportútgáfu. Kynntu þér sérpöntunarþjónustu Volvo. Vertu m aður sportlegur og þú kem ur við sögu á hverjum degi Nýttu þér gott sýningartilboð í dag sýning Í DAG MILLI 12 - 16 KAFFI & KONFEKT Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara, að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar Volvo. Við myndun núverandi ríkis-stjórnar var það eitt af yfirlýst- um markmiðum að breyta þeirri ranglátu ójafnaðarstefnu sem ein- kenndi skattkerfið eftir tólf ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Strax á fyrstu mán- uðum var unnið að því að innleiða nýja skattastefnu sem byggðist á sjónarmiðum jöfnuðar. Sú stefna er hófleg að því leyti að hún still- ir Íslandi rétt um miðbik OECD- ríkjanna, og hefur að auki verið blessuð í bak og fyrir af AGS sem sjálfbær skattastefna. Núna, tveimur árum eftir að Jóhanna og Steingrímur hófu að breyta skattkerfinu, er hægt að mæla árangurinn. Niðurstaðan er sú, að á einungis tveimur árum hefur tekist að færa yfir á hin breiðari bök samfélagsins veru- legar skattbyrðar af millistéttinni og láglaunafólki, sem sannarlega liðu fyrir gömlu skattastefnuna. Það er sögulegur árangur á svo skömmum tíma. Árangursríkar jöfnunaraðgerðir Jóhanna og Steingrímur slógu nýjan tón strax sumarið 2009 þegar þau birtu „Áætlun um jöfnuð í ríkis fjármálum“. Þar var lýst með skýrum hætti leiðum til að mæta tekjufalli ríkissjóðs og hnitmið- uðum aðgerðum til að vinda ofan af ranglátri skattastefnu. Aðall hinnar nýju stefnu sem byggð var á norræna módelinu var félags- legt öryggi, jafnræði og sanngjörn dreifing skattbyrða. Þó allt innan marka hóflegra skattahækkana, sem óhjákvæmilegar voru til að mæta gríðarlegum herkostnaði við hrunið. Jóhanna og Steingrímur lýstu yfir að þessum markmiðum yrði einkum náð með þriggja þrepa skattkerfi, hækkun á fjármagns- tekjuskatti með frítekjumarki fyrir lágar vaxtatekjur, og auð- legðarskatti á mestu eignir. Stjórnar andstaðan heldur því fram í síbylju að norræna velferðar- stjórnin okkar hafi reynst sama ójafnaðarstjórn og hinar fyrri. Því fer fjarri. Nú höfum við loksins gögn sem sýna að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar flytur veru- legar byrðar af sköttum frá lág- tekjufólki og millistéttinni yfir á þá ríkustu í samfélaginu sem hafa sterkari bök. Þetta má sjá svart á hvítu í tölum sem fjármálaráðherra hefur látið vinna um þróun skattbyrði hjóna og sambúðarfólks. Þau eru byggð á tölulegum upplýsingum frá emb- ætti ríkisskattstjóra um álagningu skatta á miðju þessu ári á tekjur ársins 2010 og á eignir í lok þess. Þá voru ofangreindar skattaaðgerð- ir komnar til framkvæmda og því unnt að mæla árangurinn. Millistétt og lágtekjufólk njóta Niðurstaða mælingarinnar er mjög skýr. Í anda norræna módels- ins hefur verulegur tilflutningur á skattbyrði átt sér stað frá fólki með lægri tekjur yfir á hátekjufólk: 1. Helmingur hjóna, ca. 31.000 hjón, greiðir nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatta þ.m.t. fjármagnstekjuskatt en þau gerðu árið 2008. Að hækk- un bóta meðtalinni er fjöldi þeirra sem greiða lægra hlut- fall í skatt um 37.000. 2. 65% hjóna greiða engan eða innan við 1% fjármagnstekju- skatt og 77% hjóna greiða nú lægri fjármagnstekjuskatt en þau hefðu gert skv. 10% flötum skatti, sem áður var. 3. Auðlegðarskattur er að jafnaði um 0,8% heildartekna hjóna. 75% skattsins greiða 15% tekjuhæstu hjónin og yfir 50% auðlegðarskatts eru greidd af þeim efstu tveimur prósentun- um í samfélaginu sem hæstar tekjur hafa. 4. Vegna breytts fjármagnstekju- skatts og auðlegðarskatts er skatthlutfall í efsta hluta tekju- skalans ekki lengur lægra en í neðri hlutum hans svo sem áður var. Breiðu bökin bera meira. 5. Skatthlutföll, einnig að auð- legðarskatti meðtöldum, voru á árinu 2010 í öllum tekjubilum neðri hluta tekjuskalans lægri en þau voru á árinu 2008. Þeir sem hafa minna úr að spila, greiða nú lægri skatta en í loftbólugóðærinu. Sögulegur árangur ríkisstjórnar Samkvæmt þessum sögulegu tölum er ljóst að í fjármálaráð- herratíð Steingríms undir öruggri stjórnarforystu Jóhönnu er búið að innleiða norræna módelið svo um munar í skattkerfi Íslendinga. Á aðeins tveimur árum hefur tek- ist að flytja þungar skattbyrðar af fólki í millistétt og lágtekjufólki yfir á þá sem hafa fjárhagslegan hrygg til að bera þyngri byrðar. Hátekjufólkið og stóreignaliðið á ekki að njóta skjóls af ranglátri ójafnaðarstefnu skattkerfis Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar. Það á að leggja sinn réttláta skerf til uppbyggingar samfélagsins eins og aðrir þegnar. Þetta er þróun- in víða um lönd þar sem þeir sem meira mega sín hafa stigið fram og beinlínis spurt af hverju þeir njóti sérstakra skattfríðinda, sbr. fræg ummæli auðmannsins War- rens Buffet í Bandaríkjunum. Undir forystu Jóhönnu og Steingríms hefur skattkerfið verið notað eins og áveita til að dreifa og jafna tekjum sam- félagsins til þeirra sem þurfa, frá þeim sem hafa meira en nóg. Þetta er norræna módelið. Þetta er íslensk jafnaðarstefna. Þessi árangur í jöfnun gegnum skatt- kerfið er ótvíræður sigur fyrir jafnaðarstefnu núverandi ríkis- stjórnar. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Grettistaki lyft í jöfnun skattbyrða Skattamál Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Á aðeins tveimur árum hefur tekist að flytja þungar skattbyrðar af fólki í millistétt og lágtekjufólki yfir á þá sem hafa fjárhagslegan hrygg til að bera þyngri byrðar. Hátekju fólkið og stóreignaliðið á ekki að njóta skjóls af ranglátri ójafnaðarstefnu skattkerfis Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar. Vika 43, vímuvarnavikan, verð-ur 23.–30. október í ár en þetta er áttunda árið sem þessi vika er tileinkuð vímuvörnum. Vika 43 er vettvangur félagasamtaka sem hafa forvarnir að markmiði starfs síns eða vilja leggja vímuvörnum lið, til þess að vekja athygli á forvarna- starfi og áfengis- og vímuefnamál- um; varpa ljósi á viðfangsefni for- varna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félaga- samtaka; vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum for- vörnum gagnvart börnum og ung- lingum og; virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs. Að þessu sinni er í viku 43 athygli beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum afleiðingum neyslu áfengis og annarra vímu- efna, eins og mælst er til í yfirlýs- ingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar frá árinu 2001 og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þennan rétt barna þarf að verja með ýmsum hætti og í vik- unni verður kastljósi beint að því í hverju þessi réttur felst og hvernig Íslendingar standa sig hvað þetta varðar. Sem fyrr standa fjölmörg sam- tök að Viku 43 en upplýsingar um þau og vímuvarnavikuna má finna á heimasíðunni www.vvv.is. Réttur barna til vímu- lauss lífs Forvarnir Guðni Björnsson forvarnaráðgjafi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.