Fréttablaðið - 22.10.2011, Page 32

Fréttablaðið - 22.10.2011, Page 32
22. október 2011 LAUGARDAGUR32 6.400 Árslaun Lágmark: 57 milljónir til 163 milljónir (fer eftir árafjölda í NBA) Meðaltal: 672 milljónir Hámark: 2.200 millj- ónir Launaþak hvers liðs á ári 6,8 milljarðar Lúxusskattur leggst á lið ef þau greiða meira en 8,2 milljarða í laun á ári. Heildarárstekjur liðanna 30 í NBA-deildinni Um 460 milljarðar S íðasta ár var eitt það allra besta í sögu NBA-deildarinn- ar, samkvæmt flestum mæli- kvörðum. Tekjur hafa aldrei verið meiri, sjónvarpsáhorf jókst stórum sem og aðsókn á leiki, þannig að flestir NBA-áhugamenn horfðu með tilhlökkun til komandi leik- tíðar sem átti að hefjast um næstu mán- aðamót. Þeir mega hins vegar bíða enn um sinn. Um fjögurra mánaða vinnustopp vegna kjaradeilu hefur lamað deild- ina þar sem ekki hefur einu sinni verið leyfilegt að skiptast á leik- mönnum, og miðað við fullyrðingar forystusveita leikmanna og eigenda liða ber enn mikið á milli. Þegar hefur tveimur leikvikum, samtals 100 leikjum, verið aflýst og ef ekki fer að ganga saman með deiluaðilum gæti farið svo að ekki yrði leikið fyrr en eftir áramót. Í allra versta falli verður tímabilinu aflýst, en það mun þá sennilega ekki skýrast fyrr en á nýju ári. Samningar runnu út í sumar, en í mörg ár þar á undan hefur legið fyrir að þessi deila yrði gríðarhörð. Það sem helst er deilt um er annars vegar fyrir- komulag á launaþaki leikmanna og hins vegar skipting tekna sem NBA-deildin tekur inn. Launaþakið Núverandi launaþak í NBA veitir ákveðið svigrúm andstætt því sem gild- ir um margar aðrar stórdeildir vestra. Það þýðir að þótt launaþakið sjálft sé um 58 milljónir dala á ári fyrir hvert lið er hægt að fara upp fyrir það með ýmsum undanþágum. Þar mega lið til dæmis semja upp á nýtt við leikmann sem hefur verið hjá því í nokkur ár þótt það þýði að viðkomandi lið fari yfir hámarkið. Nú er málum þannig háttað að lið mega, strangt til tekið, greiða í laun allt að 70,3 milljónir dala á ári án þess að líða mikið fyrir það, en fari þau upp fyrir það mark er þeim gert að greiða svokallaðan lúxus skatt til deildarinnar. Fyrir hvern dal sem lið fer yfir lúxusmarkið verður það að greiða annan dal til deildarinnar, sem skiptist að mestu jafnt milli liðanna sem eru undir lúxusmarkinu. Eigendur benda á að deildin í heild sinni hafi verið rekin með 300 milljóna dala tapi á síðustu leiktíð, og þar að auki hafi langflest liðin verið rekin með tapi. Aðeins stærstu liðin, sem trekkja flesta á völlinn og fá mestar sjónvarpstekjur, hafa verið ofan við núllið. Þessa þróun vilja eigendurnir stöðva með því að herða á launaþakinu og meðal annars hækka lúxusskattinn til muna, en við það myndu launagreiðslur að sjálfsögðu lækka. Leikmennirnir eru vitanlega mótfallnir þessum hugmynd- um og benda sumir á að eigendum sé í sjálfsvald sett hvort þeir sprengi sig upp úr öllu í yfirboðum í meðalleikmenn eins og oft hefur verið raunin. Skipting auðsins Seinna atriðið og sennilega það veiga- meira er skipting tekna deildarinnar. Tekjurnar eru margvíslegar, en fyrir utan aðgangseyri, sjónvarpstekjur og auglýsingatekjur eru talin með atriði eins og sala á veitingum og búningum, bifreiðastöðugjöld og tekjur af sýning- um liðsdansara og lukkudýra annars staðar en á leikjum. Sá samningur sem er nýútrunninn var í gildi frá 2005 og kvað á um að leik- menn fengju 57 prósent af tekjum, en liðin og deildin sjálf 43 prósent. Í yfir- standandi viðræðum hafa báðir aðilar lagt áherslu á að halda 53 prósentum fyrir sig. Leikmönnum finnst þar fulllítið gert úr hlutverki sínu, en án þeirra hæfileika væri auðvitað engin deild og þar af leið- andi engar tekjur. Þarna er um stór- mál að ræða þar sem hvert prósentu- stig jafngildir um 40 milljónum dala á mánuði. Kreppir að Fleiri atriði eru umdeild, meðal annars gildistíminn. Eigendur vilja gera tíu ára samning en leikmenn vilja gera samn- ing til sex ára. Möguleiki er á að mála- miðlun náist um uppsagnarákvæði eftir sjö ár. Flestra mat er að eigendurnir hafi sterkari stöðu þar sem stór hluti hinna 450 leikmanna NBA, þá aðallega þeir sem hafa verið í deildinni í nokkur ár á meðallaunum, eru jafn háðir mánaðar- legum launagreiðslum og hinn almenni borgari. Jafnvel telja margir sérfræð- ingar vestan hafs að eigendurnir séu reiðubúnir til að fórna heilu tímabili til að hafa sitt fram en það yrði reiðarslag fyrir fjárhag hundraða leikmanna. Vonarglætan dofnar Reynt var til þrautar í síðustu viku að ná samningum til að bjarga því sem bjarg- að yrði, og sat sáttasemjari yfir deilu- aðilum á löngum fundum sem stóðu í þrjá daga. Það þótti lofa góðu en stór orð voru látin falla á fimmtudag og engar frekari viðræður hafa verið boðaðar. Allt útlit er fyrir að leikjum verði aflýst fram yfir jól, en ef allt fer á versta veg gæti þetta orðið fyrsta tímabilið í sög- unni sem fellur alfarið niður. Það yrði döpur niðurstaða fyrir NBA-unnendur um heim allan. tímabilið hangir á bláþræði Ekki beint á vonarvöl Mörgum finnst sennilega erfitt að finna í sér samúð með NBA-stjörnunum sem hafa ansi ríflegar tekjur. Þær geta þó verið ansi mismunandi milli leikmanna. Eftirfarandi upphæðir eru í íslenskum krónum og voru í gildi á síðasta tímabili. NBA Samningar milli NBA og leikmanna hafa verið lausir frá í sumar og hart er deilt. Þegar hefur hundrað leikjum verið aflýst og ekki útséð um frekari áföll. Þorgils Jónsson kynnti sér kjaradeilu milljónamæringanna. Derek Fisher Forseti leikmannasamtakanna er bakvörðurinn Derek Fisher. Hann er einn reyndasti maðurinn í brans- anum, en hann kom inn í deildina árið 1996 og hefur unnið fimm meistaratitla með stórliði LA Lakers. Fisher hefur lagt mikla áherslu á samstöðu leikmanna og hefur fengið stórstjörnur eins og Kevin Garnett og LeBron James með sér í lið til að berja mönnum kjark í brjóst. David Stern Framkvæmdastjóri NBA-deildarinn- ar og því fulltrúi eigenda liðanna er David Stern. Hann hefur verið gríðarlega farsæll í starfi síðustu 27 árin, en hann er líka annálaður fyrir að vera harður í horn að taka og er því einnig mjög umdeildur. Hann er 69 ára gamall og hefur látið hafa eftir sér að þetta verði hans síðustu samningar á ferlinum. LYKILMENNIRNIR Í DEILUNNI ANNAÐ STOPP NBA-DEILDARINNAR FRÁ UPPHAFI Stoppið 1998 Venjuleg leiktíð í NBA telur 82 leiki á hvert lið. Aðeins einu sinni áður hefur leikjum verið aflýst af nokkrum sökum, en það var leiktíðina 1998- 1999. Eins og nú var það vegna deilu milli leikmanna og eigenda um laun og skiptingu tekna. Deilan var í hnút allt fram yfir áramót. Samningar náðust loks hinn 6. janúar, rétt áður en tímabilinu var aflýst í heild sinni. Hvert lið lék því aðeins 50 leiki. Útrásarvíkingar NBA-deildarinnar NBA-leikmenn sitja ekki allir á strák sínum á meðan deildin er á ís, heldur hafa tugir þeirra leitað á önnur mið. Sumir þeirra eru erlendir leikmenn sem fara heim á leið. Til dæmis spila Tony Parker, Ronny Turiaf og Nicolas Batum nú í heimalandi sínu Frakklandi, Andrei Kirilenko í Rússlandi, Danilo Galinari á Ítalíu og Rudy Fernandez fór til Spánar. Svo eru það Bandaríkjamenn sem fara til Evrópu eins og Deron Williams sem leikur í Tyrklandi og enn aðrir leita allt til Kína eins og Kenyon Martin, J.R. Smith og Wilson Chandler gerðu. Risanöfnin hafa hins vegar haldið kyrru fyrir, en þó er ekki loku fyrir það skotið að Kobe Bryant sjálfur haldi á æskuslóðir á Ítalíu áður en langt um líður. Ítalir geta á meðan yljað sér við að horfa á afreksmanninn Brian Scalabrini, sem samdi við Benetton Treviso.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.