Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 45
ERNA Skipholti 3, s.552 0775, erna.is Fallega Jólaskeiðin frá Ernu Í dag gullsmiða- daginn hreinsum við skartgrip frítt milli 11–16 fyrir viðskiptvini. Verð 16.500,- Barnafataverslun | Suðurlandsbraut 52, bláu húsunum Faxafeni | 561 3500 Í Kátum krökkum færðu fallegan og vandaðan barnafatnað. Komdu í heimsókn – við tökum vel á móti þér! Afgreiðslutími: mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 Laugavegi 87 • sími: 511-2004 Dúnsængur og koddar fyrir veturinn. Ítölsk rúmföt frá Bellora YKKAR TÍMI ER KOMINN FJÖLSKYLDAN Á SKAUTA FYRIR VETURINNFyrsti vetrardagur er laugardagurinn að lokinni 26. viku sumars (eða 27. viku sé um sumarauka að ræða). Fyrsta vetrardag ber upp á 21. til 27. október. Fjalla-Eyvindur og Halla, túlkuð af Guðmundi Inga Þorvaldssyni og Eddu Björgu Eyjólfsdóttur, verða á fjölunum í kvöld og annað kvöld í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Það eru síðustu sýningar leikfélags- ins Aldrei óstelandi á þessu sígilda verki Jóhanns Sigurjóns sonar um ástir og örlög þekktasta útilegupars Íslandssögunnar. Ásamt Guðmundi Inga og Eddu Björgu leika Valdimar Örn Flygen ring og Bjartur Guð- mundsson í verkinu og Marta Nor- dal er leikstjóri. Sýningin, sem tekur eina klukkustund og 20 mínútur, hefur hlotið lof gagnrýnenda. Hún fékk tvær Grímutilnefningar, meðal annars sem besta sýning ársins. Í dómi sagði Elísabet Brekkan meðal annars: „Sýningin er heild- stæð og laus við alla tilgerð.“ - gun Ástir og örlög Eyvindar og Höllu Edda Björg og Guðmundur Ingi í hlutverkum sínum sem Halla og Eyvindur. Hvað ef Harry Potter hefði lotið í lægra haldi fyrir Voldemort, Bridget Jones endað með Daniel Cleaver eða Rómeó og Júlía lifað? Þetta eru spurningar sem leikmenn velta upp í svokölluðu „fan fiction“ eða áhugaspuna þar sem þekkt skáldverk eru klædd í nýjan bún- ing. Anna Arnardóttir, nemi í rit- list, tilheyrir ört stækkandi hópi fólks sem leggur stund á slík skrif. „Þetta byrjaði nú bara með því að mér bauðst umsjón með vefsvæði um Harry Potter-bækurnar á hugi. is. Þar fyrst skynjaði ég gríðarlegan áhuga fólks fyrir því að vinna með höfundarverk annarra. Ógrynni sagna barst þar sem breytt var út af söguþræði eða búnar til alveg nýjar sögur. Gæðin voru misjöfn og það varð til þess að við settum við- mið um hvað teldist birtingarhæft og bjuggum til nokkur dæmi. Þann- ig kviknaði minn áhugi og smám saman fór mér að þykja skemmti- legra að spinna út frá Harry Potter en að lesa bækurnar.“ Anna segir erfitt að gera sér í hugarlund hversu stór hópur fólks skrifi í þessum anda hérlendis. Hann hljóti þó að vera ágætlega afkastamikill miðað við fjölda sagna sem bárust hugi.is og voru eingöngu skrifaðar út frá Harry Potter. Alþjóðlegar vefsíður helg- aðar áhugaspuna eru hins vegar ágæt vísbending um umsvif spuna- meistara erlendis. Síðurnar skipta þúsundum, sögurnar milljónum og fjöldi notendanafna gefur til kynna að fleiri hundruð þúsunda séu að baki skrifunum. „Sumar eru gríðarlega stórar og almennar. Aðrar smærri og leggja áherslu á afmörkuð efni og sumar blanda ólíkum sögu- heimum saman,“ upplýsir Bryn- hildur Heiðar- og Ómarsdóttir bók- menntafræðingur. Brynhildur hefur kynnt sér áhugaspuna og rekur uppruna hans til þess þegar aðdáendur Star Trek tóku að semja sögur um persónur þáttanna á 8. áratugnum „Aðrir benda svo á að hann nái allt aftur til 17. aldar með útgáfu fyrstu nútímaskáldsögunnar, Don Kíkóta, eftir de Cervantes sem gat af sér alls kyns framhald eftir aðra og voru höfundinum á móti skapi.“ Brynhildur segir þetta sýna að höfundar frumtextanna séu ekki á eitt sáttir um slík skrif. Meirihlut- inn sé upp með sér að eiga gall- harða aðdáendur sem leggi það á sig að vinna áfram með verkin. Aðrir leggist gegn áhugaspuna og reyni að fá lögbann á hann. „Það getur haft lítið upp á sig þar sem alþjóðleg höfundarlög segja ekki til um hvort þetta er löglegt eða ekki. Sú venja hefur myndast að ef ekki er verið að græða á verkinu láta flestir útgefendur og framleiðend- ur áhugaspuna í friði.“ Hvaðan kemur þessi þörf að vinna áfram með verk annarra? „Oft á fólk bara erfitt með að skilja við heillandi söguheim og vill vita meira um afdrif persóna,“ útskýr- ir Anna og getur þess að áhuga- spuni sé líka góð æfing fyrir upp- rennandi rithöfunda. Þannig hafi margir byrjað ferilinn. „Í mínu tilviki varð hann til þess að ég fór að skrifa og skellti mér í ritlistina. Nú er ég að leggja drög að minni fyrstu skáldsögu.“ roald@frettabladid.is Spinna óskaendi Alveg frá útgáfu fyrstu nútímaskáldsögunnar, Don Kíkóta, hafa leikmenn klætt þekkt verk í nýjan búning. Slík skrif eru kennd við áhugaspuna og á netinu er fjöldi vefsíðna helgaður þeim. Vinsælt er að spinna nýjar sögur kringum Star Trek. Í einni fyrstu sögunni kemur í ljós að Spock og Kirk kafteinn eru ekki aðeins góðir vinir heldur elskendur á laun. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.