Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 6

Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 6
17. desember 2011 LAUGARDAGUR6 TÆKNI Tíunda hver tölva á Íslandi er sýkt af óværu sem gerir tölvu- þrjótum kleift að nota hana til að gera netárásir, senda ruslpóst eða stela upplýsingum úr tölvunni sjálfri. Ísland er í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem hlutfall af smit- uðum tölvum er hæst. Hlutfalls- lega flestar tölvur eru smitaðar í Grikklandi og Ísrael, þar sem fimmta hver tölva er sýkt. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var við tækniháskólann í Delft í Hollandi. Miðað við fjölda heimila sem eru með netið má búast við að um 115 þúsund fjölskyldur á Íslandi eigi eina eða fleiri tölvur. Á mörgum heimilum eru fleiri en ein tölva, og því hægt að áætla að tugir þús- unda íslenskra tölva séu sýktar. Tölvuþrjótar geta notað sýktar tölvur til ýmissa verka. Með því að tengja saman mikinn fjölda í einu er hægt að nota þær til að gera netárásir á vefsíður fyrirtækja og stofnana, og setja þær á hliðina í lengri eða skemmri tíma, segir Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðing- ur í upplýsingatækni hjá Deloitte. Í raun getur hver sem er leigt þjónustu slíkra tölvuþrjóta, og fengið þar með aðgang að þús- undum tölva til einhverra verka í stuttan tíma fyrir lítið fé. Einnig er hægt að nota tölvurnar til að senda ruslpóst í miklu magni án þess að eigandi tölvunnar verði þess var. Með því að smita tölv- una geta tölvuþrjótar einnig nálg- ast allar upplýsingar sem þar er að finna og fara þar í gegn. Þar á meðal allt sem slegið er inn á lyklaborðið, segir Jón Kristinn. Hann bendir á að mat hollensku sérfræðinganna sé trúlega frem- ur varfærið og það séu sannarlega alvarlegar fréttir að svo hátt hlut- fall íslenskra tölva sé sýkt. Hingað til hafi mátt búast við að takmörk á netumferð til landsins í gegnum sæstrengi gæti verndað landið að einhverju leyti fyrir álagsárásum á vefsíður. Séu svo margar tölvur sýktar hér á landi sé lítið hald í þeim vörnum. brjann@frettabladid.is Spilaðu með og láttu sólina leika við þig! JÓLA TENERIFE 99.900 kr. 2-3 stjörnu hótel á mann m.v lágmark 2 aðila í bókun. Brottfarir 3. jan & 17.jan 14 nætur - hálft fæði FRÁ Fjölskyldupakki Hvílíkur léttir NÝTT Mitt og þitt Otrivin - eitt fyrir hvert okkar! Seljavegi 2 101 Reykjavík Sími 511 3340 www.reyap.is Afgreiðslutími: 9-18.30 alla virka daga og 10-16 á laugardögum 20% afsláttur Verð áður: 1.659 kr. Verð nú: 1.327 kr. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi S: 577 6000 | www.garmin.is FORERUNNER 610 Draumagjöfin í ræktina VIÐSKIPTI Landsbankinn mun fella niður flest þau lán sem veitt voru til ríflega 500 einstaklinga og 30 lögaðila við stofnfjáraukningu í Sparisjóðnum í Keflavík, Spari- sjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfirðinga árið 2007. Þetta gerir bankinn í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar þar sem stofnfjáreigendur í Byr sparisjóði og Sparisjóði Norðlendinga voru sýknaðir af innheimtukröfum vegna sambærilegra lána. Landsbankinn eignaðist lánin við yfirtökuna á SpKef í mars en Sparisjóðirnir þrír sameinuðust undir merkjum SpKef árið 2008. Dómur Hæstaréttar byggði á því mati að stofnfjáreigendum hefði verið veitt villandi ráðgjöf við lán- veitinguna. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að í þessari ákvörðun felist viðurkenning á því að ráðgjöf til kaupenda hafi af hálfu viðkomandi sparisjóða verið ýmist röng eða ófullnægjandi. Landsbankinn mun eins og áður sagði fella flest lánin niður. Þetta á þó ekki við um lán þar sem stofn- fjárbréf hafa verið seld en and- virðinu ekki ráðstafað til greiðslu lánsins eins og samið var um. Landsbankinn gat í gær ekki gefið upp heildarupphæð lánanna þar sem ekki sé búið að klára vinnu við að yfirfara lánin. Lík- legt má þó telja að þetta hafi sam- tals verið lán upp á hundruð millj- óna hið minnsta og jafnvel vel það. „Aðalatriðið er að þarna er um að ræða fólk sem fékk vonda ráð- gjöf og lenti í algjörum forar- pytti. Þetta fólk er að losna undan þessum byrðum sem hafa verið mörgum mjög þungbærar,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans. - mþl Landsbankinn fellir niður lán sem veitt voru í tengslum við stofnfjáraukningu í þremur sparisjóðum: Landsbankinn fellir niður lán stofnfjáreigenda LANDSBANKINN Landsbankinn eignað- ist umrædd lán við yfirtökuna á SpKef í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hefur þú svikið undan skatti á árinu? JÁ 17% NEI 83% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi? Segðu þína skoðun á visir.is IÐNAÐUR Flutningaskipið Alma verður dregið norður á Akureyri til viðgerðar hjá Slippnum. Skip- ið hefur legið við landfestar á Fáskrúðsfirði síðan 6. nóvember. Norski dráttarbáturinn Stadt Vali- ant kom til landsins í gær vegna verkefnisins. Slippurinn á Akureyri hefur gert samning við eigendur flutninga- skipsins Ölmu um viðgerð á stýri skipsins, auk annarra viðgerða sem þörf er á. Eins og kunnugt er missti skipið stýrið í Hornafjarðar- ósi 5. nóvember síðastliðinn. Skip Loðnuvinnslunnar, Hoffell SU, dró skipið til hafnar þar sem það hefur legið síðan. Systurskip Ölmu hafði fyrr flutt farminn, 3.000 tonn af sjávarafurðum, áleiðis á markað. Til stóð að Þór, nýtt skip Land- helgisgæslunnar, myndi annast verkefnið en ekkert varð af því eftir að smávægileg bilun kom upp í skipinu. Anton Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri Slippsins, segir verkefnið góða viðbót þó það sé ekki stórt. Verið er að smíða nýtt stýri erlendis en ekki er von á varahlutunum til landsins í bráð. Á meðan verður öðrum viðgerð- um sinnt, til dæmis stálviðgerð- um á búk skipsins. Ef veður leyf- ir er von á skipunum norður á mánudagsmorgun. - shá Dráttarbátur var fenginn frá Noregi til að draga flutningaskipið Ölmu í slipp: Slippurinn á Akureyri gerir við FRÁ BJÖRGUN ÖLMU Það var Hoffell SU frá Fáskrúðsfirði sem dró Ölmu til hafnar á Fáskrúðsfirði. Myndin er tekin af skipverja. MYND/GUNNAR HLYNUR ÓSKARSSON 0 5 10 15 20 Sýktar tölvur Hlutfall tölva sem tölvuþrjótar geta stýrt Grikkland Ísrael Indland Portúgal Síle Ísland Pólland Brasilía Eistland Írland 20,2% 19,9% 16,4% 14,7% 11,2% 10,4% 9,9% 9,2% 8,5% 8,0% Tölvuþrjótar stjórna 10% íslenskra tölva Hægt er að nota tugi þúsunda sýktra íslenskra tölva til að gera netárásir og senda ruslpóst. Íslenskar tölvur eru þær sjöttu sýktustu í heimi samkvæmt nýrri rannsókn. Auðveldar mögulega netárásir á íslenskar vefsíður segir sérfræðingur. STELA Tölvuþrjótar geta stolið ýmiss konar viðkvæmum upplýsingum úr sýktum tölvum og selt öðrum, til dæmis upplýsingar um kreditkort og bankareikninga. NORDICPHOTOS/AFP Tölvueigendur sem grunar að tölvur þeirra séu sýktar ættu að byrja á að nýta sér ókeypis þjónustu vírusvarnarfyrirtækja á netinu og skanna tölvurnar. Það má til dæmis gera í gegnum vefsíðuna housecall.trendmicro. com, segir Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur hjá Deloitte. Þegar tölvan hefur verið skönnuð er rétt að setja upp bæði vírusvörn og eldvegg, og gæta að því að hvort tveggja sé alltaf uppfært. Hægt er að stilla þessi forrit á að leita sjálf að nýjustu uppfærslum án þess að notandinn þurfi nokkuð að gera. Aldrei er hægt að tryggja algerlega að tölvur smitist ekki af vírusum þó uppfærð vírusvörn sé í tölvunni. „Lykilatriðið er samt að nota almenna skynsemi á netinu og opna ekki hvað sem er. Þumalputtareglan er sú að ef eitthvað hljómar eins og það sé of gott til að vera satt er það sennilega reyndin,“ segir Jón Kristinn. Tölvunotendur noti almenna skynsemi KJÖRKASSINN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.