Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 8
17. desember 2011 LAUGARDAGUR8 arionbanki.is — 444 7000 Glæsileg gjöf fylgir Framtíðarreikningi Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir Stóra Disney Köku- & brauðbókin með*. Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu. Komdu við í næsta útibúi Arion banka. Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar *Á meðan birgðir endast 1. Hvað hefur Íraksstríðið kostað mörg mannslíf, að talið er? 2. Hver er formaður Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur? 3. Hvenær var Framsóknar- flokkurinn stofnaður? SVÖR 1. 150 þúsund. 2. Ragnhildur G. Guð- mundsdóttir. 3. 16. desember 1916. VIÐSKIPTI Hlutabréf í Högum hækkuðu um 18,1% í gær, sem var fyrsti dagur viðskipta með þau. Gengi bréfanna í útboði í byrjun desember var 13,5 krónur á hlut en lokagengi dagsins í gær var 15,95. Heildarviðskipti með bréfin námu 530 milljónum króna. Því jókst heildarvirði hlutabréfa í Högum úr 16,4 milljörðum króna í 19,4 milljarða króna á fyrsta degi viðskipta, eða um þrjá milljarða króna. Þrjú þúsund fjárfestar keyptu 30% hlut í Högum á genginu 13,5 í útboði sem lauk fyrir rúmri viku. Fjárfestarnir greiddu samtals 4,9 milljarða króna fyrir. Virði þess hlutar er nú 5,8 milljarðar króna. Annar hópur fjárfesta hefur einnig þegar ávaxtað eignarhlut sinn. Í febrúar 2011 seldi Arion banki 34% hlut í Högum til Búvalla slhf. á genginu 10. Hópurinn fékk auk þess forkaupsrétt á 10% eign- arhlut til viðbótar á genginu 11. Samtals greiddu Búvellir því um 5,4 milljarða króna fyrir þennan 44% hlut í Högum. Virði þessa hlutar, miðað við lokagengi við- skipta í gær, er rúmlega 8,5 millj- arðar króna. Því hefur virði hans aukist um 3,2 milljarða króna, eða um 57%. Þá eru ótaldir fimm stjórn- endur Haga sem fengu 1,4% hlut í félaginu endurgjaldslaust frá Arion banka fyrr á þessu ári. Virði hlutarins var 170 milljónir króna miðað við gengið 10. Virði hans miðað við lokagengi gærdagsins er 271,2 milljónir króna, og hefur því aukist um 100 milljónir króna á nokkrum mánuðum. Mun meiri eftirspurn er eftir bréfum í Högum en framboð. Það kom bersýnilega fram í útboðinu í síðustu viku þegar eftirspurnin var áttföld. Arion banki á 21,7% hlut sem geymdur er inni í dótt- urfélaginu Eignabjargi. Bankinn og Búvellir gerðu hins vegar með sér samkomulag um gagnkvæmar söluhömlur sem gilda út febrúar 2012. Þær hömlur ná til 19% hlutar í eigu bankans og 12% hlutar í eigu Búvalla. Því getur bankinn sett lítið magn af bréfum út á mark- aðinn sem stendur. Arion þarf að selja allan hlut sinn í Högum fyrir 1. mars næstkomandi að kröfu Fjármálaeftirlitsins (FME). Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, segir það ánægjulegt að viðskipti með bréf í Högum hafi verið jafn virk og raun bar vitni. „Þetta voru viðskipti með tæplega 530 milljónir króna. Það er fáheyrð upphæð í seinni tíð og það sýnir að áhugi á viðskiptum á markaði er að kvikna aftur.“ Tilkynnt hefur verið um að Horn fjárfestinga- félag, í eigu Landsbanka Íslands, sé í skráningarferli og stefni á skráningu snemma á næsta ári. Páll vill ekki nefna neinar dag- setningar í þeim efnum. thordur@frettabladid.is Bréf í Högum upp um 18,1% Hlutabréf í Högum hækkuðu um tæpan fimmtung á fyrsta degi viðskipta. Virði hlutar stjórnenda Haga jókst um 100 milljónir. Horn er næst á markað. BJÖLLUNNI HRINGT Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, hringdu bjöllu Kauphallarinnar í gærmorgun þegar bréf í Högum voru tekin til viðskipta. Um er að ræða fyrstu nýskráningu eftir bankahrun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Degi eftir að útboði Haga lauk, þann 9. desember, var birtur viðauki við skráningarlýsingu félagsins. Í viðaukanum voru upplýsingar um bætta fjár- hagsstöðu Haga upp á 510 milljónir króna, sem varð ljós í kjölfar endurút- reiknings Arion banka á gengistryggðum lánum félagsins. Hvorki Kauphöll Íslands né Fjármálaeftirlitið (FME) segja að birtingin muni hafa neina eftirmála fyrir Haga þrátt fyrir að þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir þegar útboðið átti sér stað. Arion banki hafi lagt fram skýringar á málinu gagnvart báðum aðilum sem telja þær fullnægjandi. Í skriflegu svari FME til Fréttablaðsins segir að eftirlitið hafi „lesið yfir viðaukan og hann verið staðfestur af Kauphöll. Frekari skoðun viðaukans er ekki fyrir- huguð að sinni“. Birting viðauka mun ekki hafa eftirmála TOLLGÆSLA Tollgæslan fann þriðju- daginn 13. desember talsvert magn af smyglvarningi í flutn- ingaskipinu Goðafossi við komu þess til landsins. Alls tóku níu tollverðir þátt í aðgerðinni. Þeir lögðu hald á smyglvarninginn, sem reyndist vera um þrjátíu karton af vind- lingum, þrjátíu lítrar af sterku víni, tæplega tíu lítrar af bjór og þrír lítrar af léttvíni. Níu skipverj- ar hafa viðurkennt að eiga varn- inginn og telst málið upplýst. Toll- gæslan gerir árlega upptækt mikið magn af ólöglega innfluttum varn- ingi sem reynt er að smygla til landsins. Mörg þessara mála upp- lýsast eingöngu vegna aðstoðar almennings. - jss SMYGLGÓSSIÐ Hluti af smyglinu sem tollgæslan fann um borð í Goðafossi. Tollgæslan fann smyglvarning um borð í Goðafossi: Skipverjar smygluðu víni og vindlingum DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært fjóra menn fyrir Héraðs- dómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Mennirnir sem allir eru íslensk- ir lögðu á ráðin og stóðu saman að innflutningi frá Danmörku á sam- tals ríflega 877 grömmum af kóka- íni. Við efnarannsókn kom í ljós að efnið var mjög sterkt og hefði reynst unnt að framleiða úr því nær fjögur kíló af svokölluðum neysluskömmtum. Þremur mannanna sem eru á milli tvítugs og þrítugs er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um inn- flutninginn, þar með talið fjár- mögnun, skipulagningu og ferða- tilhögun nokkru áður en látið var til skarar skríða. Einn þeirra fékk svo mann um sjötugt til fararinn- ar, veitti honum leiðbeiningar um ferðatilhögun og afhenti honum farsíma, bókunarnúmer flugs og 200 þúsund krónur í reiðufé fyrir ferðakostnaði og uppihaldi. Mað- urinn hitti síðan einn þremenn- inganna í Kaupmannahöfn, tók við fíkniefnunum af honum og flaug síðan til landsins með þau falin í farangri sínum. Tollverðir fundu svo kókaínið í fórum hans þegar hann kom. Þá er einn ungu mannanna einn- ig ákærður fyrir vörslu á kanna- bisefnum sem hann afhenti lög- reglu þegar hann var handtekinn. - jss Fjórir karlmenn smygluðu inn sterku kókaíni, sem gefið hefði nær fjögur kíló: Sjötugt burðardýr með kókaín KÓKAÍN Íblandað hefði kókaínmagnið verið nær fjögur kíló eða rúmlega 3,7. HJÁLPARSTARF Rauði kross Íslands og bandaríska lyfjafyrirtækið Alvogen hafa gert með sér sam- starfssamning til þriggja ára. „Starfsmenn Alvogen í 20 lönd- um hafa undanfarnar vikur staðið fyrir söfnunarátakinu Alvogen for Africa og safnað fjárframlögum meðal samstarfsmanna og sam- starfsaðila,“ segir á vef Rauða krossins. Þegar hafa safnast um átta milljónir. Gert er ráð fyrir að félagið styrki starf Rauða krossins í Afríku um að minnsta kosti tíu milljónir á samningstímanum. - óká Lagst á eitt í aðstoð til Afríku: Hafa safnað átta milljónum VÍSINDI Tilraunir með nýtt lyf við Alzheimer-sjúkdómnum fylla vísindamenn von um að það geti stöðvað sjúkdóminn og bætt minni sjúklinga sem þjást af völdum hans. Lyfið er í þróun hjá Salk-rann- sóknarstofnuninni í Bandaríkj- unum. Það hefur þegar stöðv- að framgöngu sjúkdómsins í músum. Ekkert lyf sem nú er á markaði hefur sömu virkni og þetta nýja lyf. Raunar hefur lyfið einnig bætt minni þeirra músa sem ekki höfðu verið smitaðar af Alzheimer í þágu vísindanna. Stutt er í að leyfi fáist til að nota lyfið á fólk í tilraunaskyni. Enn er óvíst hvort það hefur sömu áhrif á fólk og það hefur á tilraunadýrin. Reynist lyfið vel munu líða nokkur ár þar til lyfið fer í sölu. - bj Nýtt Alzheimer-lyf í þróun: Bætir minni og stöðvar skaða VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.