Fréttablaðið - 17.12.2011, Page 12

Fréttablaðið - 17.12.2011, Page 12
17. desember 2011 LAUGARDAGUR12 SVÍÞJÓÐ Sænska dagblaðið Expressen birti í gær mynd sem fyrrverandi klámbúllueigandinn og glæpamaðurinn Mille Marko- vic fullyrðir að sé af Karli Gúst- af Svíakonungi innan um nektar- dansmeyjar. Expressen hefur látið sérfræð- inga þriggja myndgreiningar- fyrirtækja, tveggja breskra og eins sænsks, rannsaka myndina. Niðurstaða rannsókna þeirra er að vissir hlutar myndarinnar séu falsaðir, samkvæmt frásögn Expressen. Á myndinni, sem er af mynd- bandsupptöku, situr karl- maður, hallar sér aftur og horfir á léttklæddar konur sem gamna sér í sófa. Viss tæknileg atriði þykja geta bent til þess að skipt hafi verið um andlit á mynd- inni. Það er ljósara en aðrir líkamshlutar mannsins auk þess sem birtan fellur öðru- vísi á hann heldur en á aðra hluta myndar- innar. Markovic, sem dæmdur hefur verið fyrir fjölda afbrota, sagði á leið í réttarsal í gær að átt hefði verið við mynd- ina til þess að vernda stúlkurnar. Myndin verður birt í ævisögu Markovic sem kemur út í janú- ar. Ævisöguritarinn, Deanne Rauscher, er annar höfunda bókar um konunginn sem kom út í fyrra, Den motvillige monarken, en í henni var greint frá meintum kvennamálum konungs og heim- sóknum hans í klúbba glæpa- manna. Meirihluti Svía vill að konung- urinn láti af embætti samkvæmt niðurstöðu könnunar á vegum TV4 sem gerð var fyrir nokkr- um dögum. Staða konungs hefur versnað enn frekar eftir fréttir af leynilegum samningaviðræð- um náins vinar hans við mafíuna um að Markovic hætti við birt- ingu meintra konungsmynda gegn greiðslu upp á milljónir sænskra króna. - ibs „Mynd af Svíakonungi“ sem sænska blaðið Expressen birti hefur valdið titringi hjá sænsku hirðinni: Klámbúllumyndin af kónginum talin fölsuð KARL GÚSTAF SVÍAKONUNGUR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akur- eyri lagði í fyrradag hald á fimmtíu grömm af kannabisefnum og 200 þúsund krónur heima hjá manni um tvítugt. Maðurinn hafði áður verið handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Í bíl hans hafði fundist smáræði af kannabisefnum, sem leiddi til hús- leitarinnar. Peningarnir eru taldir vera ágóði af fíkniefnasölu. Í iðnaðarhúsnæði á Akur- eyri tók lögregla síðan rúmlega tíu grömm af kannabisefnum og nokkurt magn ofskynjunar- sveppa. Í gærmorgun var síðan gerð enn ein húsleit þar sem hald var lagt á 25 kannabisplöntur auk tækja til ræktunar hjá manni á þrítugsaldri. Öll málin þrjú telj- ast upplýst. - jss Þrjú fíkniefnamál komu upp á Akureyri: Tóku kannabis og ofskynjunarsveppi ALÞINGI Allsherjar- og mennta- málanefnd Alþingis hefur lagt til að 24 verði veittur íslenskur ríkis- borgararéttur og lagt fram frum- varp þess efnis. Meðal þeirra nafna sem finna má á listanum er Mehdi Kavyan- poor. Íraninn komst í fréttir í mars þegar hann gekk inn í hús- næði Rauða krossins, hellti yfir sig bensíni og hótaði að leggja að sér eld. Þetta gerði hann til að mót- mæla því að hafa ekki fengið hér hæli af mannúðarástæðum. Hann fullyrti að hann hefði sætt pynt- ingum af hálfu íranskra stjórn- valda. Mehdi var handtekinn og málið rannsakað en að lokum var ákveð- ið að gefa ekki út ákæru þar sem ekki þótti sýnt fram á að hann hefði ætlað að skaða aðra en sjálf- an sig. Mehdi var í skýjunum með ákvörðun nefndarinnar þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Mér finnst ég svo heppinn, ég er svo hamingjusamur,“ sagði hann, þótt hann gerði þann fyrir vara að frumvarpið hefði ekki verið samþykkt. Hann segist ekki hafa átt von á þessu. „Nei, ég er mjög hissa og get hreinlega ekki hugs- að skýrt.“ Annar sem nefndin leggur til að fái íslenskt ríkisfang er Siim Vitsut, tveggja ára sonur Hann- esar Þórs Helgasonar, sem Gunn- ar Rúnar Sigurþórsson myrti í sumar lok í fyrra. Skömmu eftir morðið kom í ljós að Hannes átti son í Litháen. „Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Helgi Vilhjálmsson í Góu, faðir Hannesar, um tillögu nefndarinnar. „Þetta er ekki nema eðlilegt, pabbi hans var íslenskur og afi hans líka – rammíslenskur,“ bætir hann við. Siim litla var útvegaður lög- fræðingur til að gæta hagsmuna hans við málareksturinn gegn Gunnari Rúnari, hvað bætur og annað varðaði. Helgi segist hafa nefnt það við lögmanninn að gaman væri ef drengurinn öðlaðist tvöfalt ríkisfang og lögmaðurinn hafi í kjölfarið gengið í að útbúa umsókn. „Auðvitað hefur maður áhuga á því að drengurinn sé með íslensk- an ríkisborgararétt svo maður geti tekið á móti honum eins og öðrum barnabörnum. Ég er svona barna- karl,“ segir Helgi. Allsherjarnefnd bárust 42 umsóknir um ríkisborgararétt að þessu sinni og lagði til að 24 fengju hann. Þeir eru frá átján löndum í Evrópu, Asíu, Afríku og Suður- Ameríku. stigur@frettabladid.is Tillögur um nýja borgara vekja gleði Mehdi Kavyanpoor segist ekki geta hugsað skýrt, svo ánægður sé hann með tillögu um íslenskt ríkisfang honum til handa. Helgi í Góu fagnar því að sonar- sonur hans frá Litháen sé á lista allsherjarnefndar. HELGI VILHJÁLMSSON. MEHDI KAVYANPOOR. ALÞINGI Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram frumvarp um nýja Íslend- inga. Alþingi á eftir að samþykkja frumvarpið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.