Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 16
17. desember 2011 LAUGARDAGUR16 Stækkunarglerslampar Vandaðir stækkunar- glerslampar í föndur og fína vinnu. Góð birta. 14.998,- 29.990,- 19.998,- 00000 S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A ... fyrir Ísland með ástarkveðju H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA - 1 1- 18 08 SÖL UTÍ MA BIL 5.-1 9. D ESE MB ER Með kaupum á Kærleikskúlunni styður þú starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Casa - Kringlunni og Skeifunni | Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð | Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi | Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu | Líf og list - Smáralind Hafnarborg - Hafnarfirði | Módern - Hlíðarsmára | Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki | Póley - Vestmannaeyjum | Valrós - Akureyri Bláa Lónið - Grindavík | Pósturinn um allt land | netverslun www.kaerleikskulan.is STJÓRNSÝSLA Velferðarráðuneytið þarf að bæta eftirlit með fram- kvæmd þeirra þjónustusamninga sem gerðir hafa verið við aðila utan ríkisins sem taka að sér verk- efni gegn greiðslum úr ríkissjóði. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar eftir úttekt á verklagsferli ráðu- neytanna í tengslum við bindandi þjónustusamninga. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð- unar er fjallað um 37 þjónustu- samninga sem velferðarráðu- neytið hefur gert. Bæði er um að ræða samninga sem ráðuneyt- ið hefur sjálft gert sem og þrjár undirstofnanir þess: Sjúkratrygg- ingar Íslands, Barnaverndarstofa og Vinnumálstofnun. Áætlað er að kostnaður við þessa samninga muni nema um 10,8 milljörðum króna á þessu ári. Að mati Ríkisendurskoðunar eru ákvæði um eftirlit með samn- ingunum víða óljós og sömuleiðis verkaskipting milli eftirlitsaðila. Ekki sé heldur ávallt unnið í sam- ræmi við slík ákvæði. Ríkisend- urskoðun hvetur ráðuneytið til að bæta úr þessum annmörkum og tryggja þannig öflugt eftirlit með framkvæmd samninganna og að ákvæði þeirra haldi gildi sínu. Varðandi útrunna samninga ráðuneytisins telur Ríkisend- urskoðun að nauðsynlegt sé að endurnýja þá hið fyrsta og ljúka gerð verklagsreglna um gerð og umsýslu skuldbindandi samninga og bæta yfirsýn um slíka samn- inga. - sv Ríkisendurskoðun gagnrýnir verkferla velferðarráðuneytis varðandi samninga: Nauðsynlegt að bæta eftirlit MEÐFERÐARHEIMILIÐ ÁRBÓT Samningar ríkisins við meðferðarheimilið Árbót eru ein meginástæða þess að Ríkisendur- skoðun ákvað að skoða alla þjónustu- samninga ráðuneytanna. NEYTENDUR Ódýrasta jólamatinn er oftast að finna í Bónus. Mikill verð- munur er á reyktu kjöti í verslun- um landsins og reyndist mesti munurinn vera 37 prósent á SS hamborgarhrygg þegar verðlags- eftirlit ASÍ gerði verðkönnun þann 12. desember síðastliðinn. Hrygg- urinn var dýrastur í Fjarðarkaup- um og ódýrastur í Bónus. Kannað var verð á 72 algengum matvörum sem verða á borðum landsmanna yfir jólahátíðina. Bónus var með lægsta verðið í 42 tilvikum af 72. Samkaup-Úrval var með hæsta verðið í 35 tilvikum af 72, en Hagkaup í 33 tilvikum. Flestar vörurnar sem voru skoðað- ar voru fáanlegar í verslunum Hag- kaups eða í 69 tilvikum af 72 og í Fjarðarkaupum 68. Fæstar vörurn- ar voru fáanlegar hjá Nóatúni eða aðeins 52 af 72 og í Bónus 53. Mestur verðmunur, eða 80 pró- sent, reyndist vera á fersku rauð- káli, sem var dýrast á 348 krónur hjá Samkaupum-Úrvali en ódýrast á 193 krónur hjá Nettó. 71 prósents verðmunur var á rauðum vínberj- um sem voru dýrust hjá Nóatúni en ódýrust hjá Nettó. Könnunin var í Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Samkaup- um-Úrvali, Hagkaupum og Nóa- túni. Verslanirnar Víðir og Kostur neituðu þátttöku í könnun verðlags- eftirlitsins. - sv Bónus oftast með ódýrasta jólamatinn og Samkaup-Úrval með dýrasta: Mikill verðmunur á jólamat BÓNUS OFTAST ÓDÝRAST Verslunin Bónus var oftast með lægsta verðið samkvæmt könnun ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÍNA, AP Mikil ólga hefur verið und- anfarna mánuði í Wukan, tuttugu þúsund manna bæ í sunnanverðu Kína. Upp úr sauð nú í vikunni eftir að Xue Jinbo, slátrari sem hafði talað máli bæjarbúa gagn- vart stjórnvöldum, lést í fangelsi um síðustu helgi. Þúsundir manna hafa tekið þátt í mótmælum á götum bæjarins und- anfarna daga, nánast daglega. Í gær mættu svo sjö þúsund manns í útför Xues, þar sem farið var fögr- um orðum um hinn látna. Deilurnar við stjórnvöld snúast um landsvæði, sem bæjarbúar segja að opinberir embættismenn hafi selt til verktaka án þess að hafa fengið til þess leyfi frá bæj- arbúum, sem hafa notað þetta land- svæði til landbúnaðar og gera til þess tilkall. Mótmæli gegn stjórnvöldum á sveitarstjórnarstigi hafa undan- farin ár orðið æ algengari í Kína. Sjaldan berast þó miklar fréttir af slíkum mótmælum út fyrir land- steinana. Í Wukan hafa mótmælin orðið háværari og öflugri en víðast hvar. Mótmælendur hafa reist vegartálma umhverfis bæinn og hafa ekki hleypt lögreglu inn fyrir. Xue var einn þeirra sem hvað ákafast börðust fyrir málstað bæj- arbúa, sem eru sannfærðir um að lögreglan hafi valdið dauða hans með misþyrmingum í fangelsinu þar sem hann lést daginn eftir að hafa verið handtekinn. Dóttir hans segir að á líki hans hafi sést greinilegir áverkar og bólgur á munni, höndum, hálsi og víðar, auk sára á enni og kjálka. „Hann var drepinn fyrir að berj- ast fyrir því að bæjarbúar fái aftur landið. Við grétum öll vegna hans,“ sagði Huang Hancan, einn íbúanna sem mættu í útförina í gær. „Eng- inn vafi leikur á því að hann var barinn og allir geta ímyndað sér það.“ Upp úr sauð fyrst út í Wukan í september þegar til óeirða kom í tengslum við mótmæli bæjar- búa gegn hinni umdeildu landsölu. Íbúar Wukan hafa síðan sent inn mótmælabréf og krafist funda með yfirvöldum, en án árangurs. Fyrir rúmri viku, á föstudegi, voru nokkrir bæjarbúar handtekn- ir. Daginn eftir höfðu bæjarbúar sett upp vegartálma og meinuðu lögreglu aðgangi. gudsteinn@frettabladid.is Þúsundir þorpsbúa taka þátt í óeirðum Mótmæli og óeirðir hafa verið upp á næstum hvern dag í litlu kínversku þorpi. Þúsundir manna mættu í gær í útför eins íbúanna, sem fullyrt er að hafi látist af áverkum í fangelsi um síðustu helgi. Deilurnar snúast um rétt til landsvæðis. REIÐIR ÞORPSBÚAR Nánast daglega hafa þúsundir manna safnast saman á götum Wukan til að mótmæla bæjaryfirvöldum, sem seldu verktökum landsvæði sem notað hefur verið til landbúnaðar. NORDICPHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.