Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 24

Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 24
24 17. desember 2011 LAUGARDAGUR · · Opin hugmyndasamkeppni á vegum borgaryfirvalda um svæðið Ingólfstorg og Víkurgarð á að taka ríkt tillit til elstu byggðar í borginni. Þar er bara einn hæng- ur á og hann ekki lítill. Í keppn- inni er endurvakin hugmynd lóð- arhafa við Vallarstræti um allt að 130 herbergja og allt að 4.500 fm hótel á einstöku svæði þar sem sum af elstu húsum borgarinnar mynda elstu götumyndir landsins. Mörgum fannst ekki allt jafnt um þetta allt of stóra hótel í aðdraganda kosninga í fyrra. Brugðist var hart við til varn- ar húsum og götumyndum ásamt tónleikasalnum ástsæla í NASA, að ógleymdu sólskini og mannlífi á Ingólfstorgi. Hugmyndin þótti ótæk eftir mikil mótmæli en er nú sett fram að nýju. Sagt er að eig- andi lóðanna við Vallarstræti hafi haldið til streitu stífri kröfu um stórt hótel byggðri á gildandi deili- skipulagi. Fólk hafi verið komið alveg upp við vegg. Þetta hljóta margir að skilja sem svo að erfitt sé fyrir skipulagsráð Reykjavík- ur að hafna stórri hótelbyggingu á forsendum gildandi skipulags. Sú er þó alls ekki raunin. Samkvæmt áratugagömlu deili- skipulagi Kvosarinnar er við Vall- arstræti sunnanvert gert ráð fyrir allt að 4,5 hæðum á lóð Sjálfstæð- ishúss (NASA), 3,5 hæðum á lóð Hótel Víkur og 3,5 hæðum á lóð Aðalstrætis 7 (gula hússins sem oft er nefnt Brynjólfsbúð). Á milli tveggja síðastnefndu lóðanna er síðan þröngt borgarland þar sem gengið er inn dimmt sund í átt að styttu Skúla fógeta í Víkurgarði. Þeirri ræmu er haldið opinni í skipulaginu og hæðarmörkin eiga að draga úr skuggavarpi inn á torgið sem nú heitir Ingólfstorg. Á hluta fyrstnefndu lóðarinnar stendur síðan hús við Austurvöll og hefur verið friðað að ytra byrði svo að þar verða ekki byggðar neinar 4,5 hæðir. Þetta er framhús Sjálfstæðishússins eða NASA, sem var um tíma augnstungið og for- skalað en hefur aftur öðlast fyrri reisn. Til að byggja 4.500 fm hótel á þessum þremur lóðum þyrfti að sameina lóðirnar, leggja lóðar- hafa til borgarland á milli lóða og væntanlega fara upp úr hæðar- mörkum einhvers staðar á lóðun- um vegna þess sem ekki er lengur hægt að reisa á lóðarhluta friðaða hússins við Austurvöll. Á engu af þessu á lóðarhafi kröfu sam- kvæmt gildandi skipulagi. Að lóð- arhafi eigi réttmæta kröfu á því gagnvart borginni að byggja svo stórt hótel og reka jafn einsleita starfsemi á þessum stað er ekki vafaatriði. Hann á það einfald- lega ekki. Gengið hefur á löngum bollaleggingum um að þarna gæti hugsanlega risið hótel en það er líka allt og sumt. Því máli var aldrei lokað af yfirvöldum og skipulagið stendur óhaggað. Í greinargerð með þessu gamla skipulagi er sérstaklega tekið fram að æskilegt væri að varð- veita Hótel Vík og Aðalstræti 7 ef því mætti koma við. Umfjöll- un borgarminjavarðar og húsa- friðunarnefndar frá liðnum árum ásamt húsverndarkorti og þróun- aráætlun miðborgar eru miklu afdráttarlausari og gefa skýrt til kynna að húsin og götumyndin við Vallarstræti hafi mikið varð- veislugildi sem hluti af umgjörð Ingólfstorgs í Kvosinni, Gróf- inni og Grjótaþorpi. Þess vegna er hægara sagt en gert að rífa þessi hús eða færa þau til. Þau eru ekki bara merkilegar minjar fyrir okkur og komandi kynslóðir ein og sér heldur eru þau hluti af ómetanlegri heild. Kröftug andstaða við mögu- legt niðurif húsanna við Vallar- stræti, í samhengi við varðveislu Grjótaþorps og elsta byggða- kjarna Reykjavíkur við Aðal- stræti og Grófina og raunar hús- vernd í Kvosinni yfirleitt, á sér nokkurra áratuga sögu. Á sama tímaskeiði hafa verið gerðar stór- kostlegar endurbætur á gömlum húsum vítt og breitt í Kvosinni og nágrenni hennar. Hvarvetna er reynt að styrkja þá byggð með ýmsum ráðum. Þeim sem beinna hagsmuna eiga að gæta á þessum stað hefur því mátt vera ljóst svo áratugum skiptir að það yrði afar þungt fyrir fæti að rífa eða færa til húsin við Vallarstræti. Krafa um bætur vegna meintra bygg- ingarheimilda á þessu viðkvæma svæði er hæpin, auk þess sem borg eða þjóðríki sem ber virð- ingu fyrir sögu sinni og uppruna ætti ekki að horfa í þær upphæðir ef til kæmi. Hótel sem er of stórt verður varla lítið við að fara í samkeppni. Þar þarf meira til. Margir vona samt að með snjöllum tillögum megi benda á leiðir til að styðja gömlu byggðina, hluta hótelið niður, draga úr byggingarmagni eða jafnvel fella hótelið að tölu- verðu leyti inn í Landsímahús og viðbyggingar þess sem einnig eru í eigu lóðarhafa. Fyrstu svör dóm- nefndar við spurningum benda til að keppendur geti leitað slíkra lausna. Keppendur gætu lagt kapp á að draga úr byggingarmagni og lagt sig alla fram um að sýna gamalli byggð nærgætni og virð- ingu. Dómnefnd hefur líka stöðu til að hafa jákvæð áhrif í þessa átt. Gömlu húsin þurfa að njóta sín til fulls og helst þarf að laða fram hugmyndir um margbreyti- lega starfsemi. Nú kann sumum að finnast að lóðarhafinn hafi með þessum lóðum keypt köttinn í sekknum fái hann ekki að byggja að vild, en þá þarf að muna að hér voru ekki sekkir heldur kettir í boði, gömul hús með níu líf og jafnvel fleiri til. Til allrar hamingju, því þessi hús í sínu einstaka samhengi eiga sér ríkari tilverurétt en flest hús önnur í borginni. Fulltrúar í skipulagsráði Reykjavíkur geta forðað slysi með því að standa gegn allt of stóru hóteli, leyfa sól á torgi og hlúa af metnaði að firna- gömlum götumyndum. Eða gilda ekki lengur öll varnaðarorðin um fjármálaöfl og hættulega kapp- sama framkvæmdaaðila? Kötturinn í sekknum? Skipulagsmál Torfi Hjartarson fulltrúi VG í skipulagsráði Reykjavíkur Í greinargerð með þessu gamla skipulagi er sérstaklega tekið fram að æskilegt væri að varðveita Hótel Vík og Aðalstræti 7 ef því mætti koma við.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.