Fréttablaðið - 17.12.2011, Page 40

Fréttablaðið - 17.12.2011, Page 40
17. desember 2011 LAUGARDAGUR40 F lestir telja Sjálfstæðis- flokkinn best til þess fallinn að leiða tíu af tólf stórum mála- flokkum sem spurt var um í nýrri skoð- anakönnun MMR. Aðeins í tveim- ur tilvikum telja flestir að öðrum flokki sé best treystandi fyrir ákveðnum málaflokki, í báðum tilvikum Vinstri grænum. Stuðningur við stjórnarflokk- ana ýmist stendur í stað eða dalar, og sama á við um traust almenn- ings til þeirra þegar kemur að því að leiða mikilvæga málaflokka. Á sama tíma eykst traust almennings á Framsóknar- flokknum, en traust á Hreyfing- unni dregst saman um helming. Þetta er í fjórða skiptið sem MMR kannar hvaða flokki fólk treystir best til mikilvægra verka. Í könnuninni eru þátttak- endur spurðir hvaða flokki þeir treysta best til að leiða tólf mála- flokka. Í síðustu könnun, sem gerð var í desember í fyrra, var spurt um þrettán málaflokka. Nú var ekki lengur talin þörf á að spyrja hvaða flokki fólk treysti best til að leiða Icesave-málið til lykta og standa því tólf málaflokkar eftir. Lesa má niðurstöðurnar úr einstökum málaflokkum út úr myndum á þessari síðu og þeirri næstu. Úr myndunum má einnig lesa hvernig þróunin hefur verið, í sumum tilvikum allt frá því MMR gerði fyrstu könnunina í apríl 2009. Í þeirri könnun treystu lands- menn Samfylkingunni eða Vinstri grænum best til þess að leiða alla málaflokkana sem spurt var um, allt frá efnahagsmálum og skatta- málum að rannsókn á tildrögum bankahrunsins. Treysta VG best í tveimur tilvikum Staðan hefur breyst verulega síðan. Nú treysta landsmenn Vinstri grænum best til að fara með umhverfismál og rannsókn á tildrögum banka hrunsins. Í öllum öðrum málaflokkum segjast hlutfallslega flestir treysta Sjálfstæðis flokknum. Litlar breytingar hafa orðið á því ári sem liðið er síðan MMR gerði síðustu könnun. Þegar litið er á niðurstöðurnar í heild segj- ast að meðaltali ívið fleiri treysta Framsóknarflokknum í ein- hverjum af málaflokkunum tólf. Að meðaltali nefna 10,6 prósent flokkinn í hverjum málaflokki, samanborið við 8,9 prósent í fyrra. Heldur fleiri treysta Sjálfstæðis- f lokknum í f lestum mála- flokkunum. Að meðaltali treysta 37,3 prósent flokknum, saman- borið við 35,2 prósent í fyrra. Þá segjast aðeins fleiri treysta Sam- fylkingunni, að meðaltali 18,9 pró- sent, en 17,8 prósent í fyrra. Svipað hlutfall treystir Vinstri grænum, 16,3 prósent treysta flokknum að meðaltali í mála- flokkunum tólf, en 16,2 prósent í fyrra. Fylgi Hreyfingarinnar mælist afar lágt, og þegar spurt er hvaða flokki fólk treystir best til að FRAMHALD Á SÍÐU 42 Flestir treysta Sjálfstæðisflokki Landsmenn treysta Vinstri grænum best til að draga vagninn þegar kemur að umhverfismálum og rannsókn á tildrögum banka- hrunsins. Í ellefu öðrum málaflokkum treysta þeir Sjálfstæðisflokknum best til að leiða málaflokkana, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR. Brjánn Jónasson kynnti sér hvernig tengslin milli fylgis flokka og trausts í ákveðnum málaflokkum geta rofnað. Könnun MMR var gerð dagana 6. til 9. desember. Um netkönnun var að ræða. Alls tóku 865 manns á aldrinum 18 til 67 ára þátt í könnuninni. Svarhlutfall var á bilinu 55,9 til 61,8 prósent, mis- jafnt milli spurninga. Að meðaltali tók 60,1 prósent afstöðu til hverrar spurningar. Þátttakendur voru valdir handahófskennt úr hópi liðlega 12 þúsund álitsgjafa MMR. Í hópi álitsgjafa eru einstaklingar sem valdir voru með tilviljunarúrtaki í þjóðskrá og samþykktu að taka þátt í netkönnunum og síma- könnunum. Viðurkenndum aðferðum er beitt til að svörun endurspegli lýðfræðilega sam- setningu þjóðarinnar. AÐFERÐAFRÆÐIN Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknar- flokkinn hefur aukist á því ári sem liðið er síðan MMR kannaði síðast traust til flokkanna til að sinna ákveðnum málaflokkum. Stuðningur við ríkisstjórnarflokkana dalar hins vegar enn, og var þó langt undir kjörfylgi samkvæmt mælingunni í desember á síðasta ári. Stjórnarflokkarnir mælast nú samanlagt með 31,1 prósents fylgi, en fengu samanlagt 51,5 prósent í síðustu kosningum. Yrðu niðurstöður kosninga á þessa leið myndi stjórnin falla, stjórnarflokkarnir fengju 22 þingmenn af þeim 32 sem þarf til að tryggja meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn. Í dag segjast 38,5 prósent myndu styðja flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Í fyrra sögðust 35,7 prósent styðja flokkinn. Flokkurinn er í dag með 16 þingmenn, en fengi 29 yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnun MMR. Stuðningur við Framsóknarflokkinn eykst einnig milli ára. Nú segjast 15,9 prósent styðja flokkinn, en 13 prósent studdu hann fyrir ári. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengi Framsóknarflokkurinn 12 þingmenn, en er með 9 í dag. Stuðningur við Samfylkinguna er svipaður í þeirri könnun sem gerð var nú í desember og í könnun sem gerð var í desember í fyrra. Nú segist 18,1 prósent myndu kjósa flokkinn, en 18,5 prósent í fyrra. Þessi stuðningur myndi skila Samfylkingunni 13 þingmönnum, en flokkurinn er með 20 þingmenn í dag. Heldur dregur úr stuðningi við Vinstri græn. Flokkurinn mælist nú með stuðning 13 prósenta landsmanna, en 14,5 prósent í könnuninni í fyrra. Flokkurinn fengi miðað við þetta 9 þingmenn en er með 12 í dag. Hreyfingin myndi þurrkast út yrðu niðurstöður kosn- inga í takti við könnun MMR. Um 3,8 prósent myndu samkvæmt henni kjósa flokkinn, en 6,7 prósent sögðust myndu kjósa hann á sama tíma í fyrra. Stuðningurinn myndi ekki duga flokknum til að ná manni á þing. Alls segjast 10,8 prósent myndu kjósa einhvern annan flokk, en 11,6 prósent sögðust vilja annan flokk í könnuninni í fyrra. Við útreikning á þingsætum er reiknað með að þessi atkvæði dreifist á nokkra flokka en enginn nái því lágmarki sem þarf til að ná manni á þing, þar sem ómögulegt er að sjá fyrir hvernig stuðningur þessara einstaklinga myndi dreifast á framboð sem enn hafa ekki komið fram. ■ SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR OG FRAMSÓKNARFLOKKUR VINNA Á Annar flokkur 40 30 20 10 0 D es em be r 20 10 15,9% 38,5% 3,8% 18,1% 13,0% 10,8% ■ Heilbrigðismál ■ Lög og regla almennt ■ Skattamál ■ Atvinnuleysi ■ Innflytjendamál ■ Mennta- og skólamál Annar flokkur 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Annar flokkur Annar flokkur 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Annar flokkur ■ Apríl 2009 ■ Desember 2010 ■ Desember 2011 ■ Apríl 2009 ■ Desember 2010 ■ Desember 2011 0 10 20 30 40 %% Framsóknarflokkur 11,7% Framsóknarflokkur 11,2% Sjálfstæðisflokkur 45,5% Sjálfstæðisflokkur 44,6% Hreyfingin 2,9% Hreyfingin 2,1% Samfylkingin 16,9% Samfylkingin 18,1% Vinstri græn 11,2% Vinstri græn 11,4% Annar flokkur 11,9% Annar flokkur 12,7% Desember 2011 Desember 2011 Desember 2010 Desember 2010 11,3 36,3 1,9 23,7 13,9 12,9 8,7 35,2 3,6 21,4 17,6 13,5 0 10 20 30 40 ■ Apríl 2009 ■ Febrúar 2010 ■ Desember 2010 ■ Desember 2011 ■ Apríl 2009 ■ Febrúar 2010 ■ Desember 2010 ■ Desember 20119,2% 41,0% 2,6% 19,7% 14,7% 12,7% 9,9% 38,2% 1,9% 18,3% 19,5% 12,2%
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.