Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 67

Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 67
SPIL LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Kynningarblað Ævintýraspil Partýspil Spurningaspil Leik- og orðskýringaspil Fróðleikur Fyrir alla aldurshópa Borðspilinu Ísland-Opoly, sem kom út fyrir skemmstu, hefur verið vel tekið enda skemmtilegt spil þar á ferð. „Flest- ir þekkja borðspilin Matador og Monopoly en Ísland- Opoly er mjög svipað,“ segir Gylfi Berg- mann Heimisson, vörustjóri leikfanga hjá Senu. En hvernig varð spilið til? „Ég var á sýningu í New York og rakst á það í öðru formi. Banda- ríska fyrirtækið Late for the Sky hefur framleitt spil af þessu tagi í mörg ár, en flest eru kennd við borgir eins og New York og Hou- ston. Þá eru þeir með einfaldari spil fyrir yngri kynslóðina eins og Dog-Opoly,“ upplýsir Gylfi. Hann komst að því að hægt væri að panta sérhönnuð spil byggð á sömu hugmynd með merki fyr- irtækisins. „Möguleikarnir eru því margir og aldrei að vita nema það komi annað spil á næsta ári miðað við hversu góðar viðtök- urnar á Ísland-Opoly hafa verið,“ segir Gylfi. Hann segir að strax hafi verið tekin ákvörðun um að hafa spilið um Ísland í stað þess að gera Reykjavík-Opoly, enda var vilji til þess að höfða til sem flestra. „Lit- rík hönnun og léttleiki var mark- mið okkar og teljum við að vel hafi tekist til, enda frábært fólk sem kom að hönnun spilsins. Halldór Baldursson teiknari, sem er okkur flestum kunnugur fyrir sínar frá- bæru teikningar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu, sá alfarið um að teikna myndir í spilið en síðan fengum við landsliðið í gríni til að hjálpa okkur með aðgerða- spilin í borðinu og er spilið þar af leiðandi mun léttara og litrík- ara en sambærileg spil. Við reynd- um að hafa spilið eins íslenskt og hægt er og létum sérútbúa spila- tákn sem leikmenn spila með, en þau eru pylsa með öllu, innkaupa- kerra, Vatnajökull, „þetta reddast“ og fleira skemmtilegt.“ Gylfi segir spilið frábæra gjöf og að upplagt sé að senda það til Ís- lendinga erlendis. „Þá höfum við heyrt að erlendir ferðamenn kaupi spilið, enda fínn minjagripur eftir Íslandsför.“ Gylfi segir ríka hefð fyrir því á Íslandi að gefa spil í jólagjöf og segir Ísland-Opoly til að mynda upplagða möndlugjöf. Spilið er að sögn Gylfa hugsað fyrir tvo til sex leikmenn, átta ára og eldri. „Í hverju spili er síðan lukkumiði með veglegum vinningum sem má sjá hér að neðan. Það verður dregið úr pottinum á Bylgjunni 28. desember en auk þess verður hægt sjá vinningshafa á heima- síðu Senu, www.sena.is. „Það verða því einhverjir heppnir sem fá auka möndlugjöf með spilinu sínu,“ segir Gylfi. Spil um skemmtilegasta land í heimi Ísland-Opoly er bráðskemmtilegt og fræðandi spil. Það byggir á erlendri fyrirmynd en íslenskir hönnuðir og hugmyndasmiðir hafa farið um það höndum. Teiknarinn Halldór Baldursson teiknar allar myndinar í spilinu og landslið grínista lagði hönd á plóg Litrík hönnun og léttleiki einkennir spilið Ísland-Opoly. Halldór Baldursson teiknari á heiðurinn að öllum myndum í spilinu og lands- þekktir grínarar komu að gerð þess. MYND/GVA Spilið er hugsað fyrir tvo til sex leikmenn, átta ára og eldri að sögn Gylfa Bergmann Heimissonar, vörustjóra leikfanga hjá Senu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.