Fréttablaðið - 17.12.2011, Page 88
heimili&hönnun8
Hann lærði textílhönnun en klár-
aði aldrei námið því honum lá svo á
að komast út í atvinnulífið til þess
að koma hugmyndum sínum í verk.
Hann hóf samstarf við kennara
sinn úr skólanum og þeir einbeittu
sér að framleiðslu á húsgögnum,
keramiki og textíl.
Eftir náin kynni við Frakkland
næstu ár, þar sem Conran kynntist
einfaldleika í matargerð og hrein-
leika í úrvali eldhúsáhalda og hrá-
efnis, ákvað hann að kynna þennan
lífsmáta í heimalandi sínu, Bret-
landi.
Þessi einfaldleiki einkennir
lífsviðhorf Conrans og það skipt-
ir engu hvar hann kemur við,
ávallt stýrir áhugi hans á einfald-
leikanum verkinu.
Næstu ár tóku við sýningar og
framleiðsla á húsgögnum og 1953
opnaði hann sinn fyrsta veitinga-
stað, The Soup Kitchen, þar sem
boðið var upp á einfalda elda-
mennsku úr eðalhráefni.
Í kjölfarið opnaði hann fleiri
veitingastaði og stofnaði einnig
Conran Design Group, sem ein-
beitti sér að alls konar hönnun.
Hann lagði áherslu á að húsgögn
og nytjahlutir ættu að vera á verði
fyrir flesta og ekki munaðarvara.
Þannig taldi hann bráðnauðsynlegt
fyrir hönnuði og framleiðendur að
taka tillit til takmarkana fram-
leiðslunnar og að hlýða lögmálum
hennar.
Þetta þótt i nýstárlegur
hugsunar háttur en sjöundi ára-
tugurinn í Bretlandi var áratugur
ungu kynslóðarinnar og nýjar hug-
myndir fengu ágætis undirtektir.
Conran opnaði því árið 1964
verslun sem hann kallaði Habitat
og vakti hún bæði athygli fyrir
einfalda og góða hönnun og frá-
bært verð.
Verslanakeðjan óx, veitinga-
stöðunum fjölgaði og hönnunar-
stofa Conrans tók að sér risastór
verkefni á heimsvísu.
Stofan og stofnandinn sjálfur
eru enn í fullu fjöri eftir 55 ár í
bransanum og leiðandi í hönnun
og vöruþróun í dag. Hann varð
áttræður á árinu og í Hönnunar-
safninu í London er skemmtileg
sýning tileinkuð honum sem eng-
inn ætti að láta framhjá sér fara.
Sjá nánar á www.design-
museum.org.
Snillingurinn Conran
● Bretar eiga mikinn fjársjóð í hugsjónamanninum Sir Terence Conran.
Stílhrein húsgögn sem einkenndu 6. áratuginn teiknuð og framleidd af Conran. Hefðbundið og óhefðbundið í bland.
Conran var jafnvígur á húsgögn jafnt sem nytjahluti. MYNDIR/LUKE HAYESFrá sýningu á verkum Conrans í London.
Terence Conran í upphafi ferils-
ins í stól sem hann teiknaði og
kallast The Weave Chair.
Sigga Heimis
iðnhönnuður
skrifar í Heimili&hönnun
sigga@siggaheimis.com
MYND/ RAY WILLIAMS
o.fl. o.fl.
sögur
uppskriftir
leikirgjafir