Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 120

Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 120
17. desember 2011 LAUGARDAGUR88 Mozart við kertaljós Kammertónlist á aðventu 2011 Camerarctica Gestur: Daði Kolbeinsson óbó Miðasala við innganginn, miðaverð kr. 2.500 / 1.500 Hafnarfjarðarkirkju mánudag 19. des. kl. 21.00 Kópavogskirkju þriðjudag 20. des. kl. 21.00 Garðakirkju á Álftanesi miðvikudag 21. des. kl. 21.00 Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudag 22. des. kl. 21.00 Bækur ★★ Eitt andartak í einu Harpa Jónsdóttir Salka Ástir og örlög þorparanna Eitt andartak í einu er fyrsta skáldsaga Hörpu Jónsdóttur, en áður hefur hún sent frá sér ljóðabók og barnabók. Hér segir af lífi fólks í óskilgreindu þorpi á Íslandi og eins og títt er í þorps- sögum er höfundi mikið í mun að koma sem flestum þorpsbúum að í sögunni þannig að persónur birtast eins og skrattinn úr sauðarleggnum í einu atriði eða tveimur, eru hvorki kynntar til sögunnar né kvaddar, gufa bara upp. Aðalpersónurnar eru Lárus, borinn og barnfæddur í þorpinu, og aðkomustúlkan Sólveig sem flýr sollinn í höfuðborginni, komin sjö mánuði á leið. Þau fella að sjálfsögðu hugi saman en lifa þó ekki lukkuleg upp frá því. Þótt þorpið sé aldrei nefnt á nafn í sögunni er nokkuð ljóst að það er Flateyri, vísað er aftur og aftur til „hörmunganna” sem dundu yfir, án þess þó að nokkru sinni sé nefnt hvaða hörmungar það voru, það á lesandinn greinilega bara að vita. Hvers vegna var þorpið ekki bara látið heita Flateyri? Sömuleiðis liggur nokkuð beint við að setja spurningarmerki við hinar tætingslegu uppdúkkanir ýmissa persóna. Sagan hefði orðið mun heillegri og sterkari ef hún hefði verið þétt og skerpt og saga aðalpersónanna betur útlistuð. Lárus er nokkuð skýrt mótuð persóna en Sólveig er hins vegar huldukona, kvenmynd eilífðarinnar í bláu, óræð og óútskýrð. Það er stór galli þar sem örlög hennar verða ansi ótrúleg miðað við þær forsendur sem lesandinn hefur. Stíllinn er ekki tilþrifamikill, sagan byggist upp af náttúrulýsingum og samtölum, sem mörg hver eru grátlega pínleg. Forsaga persónanna er öll í mýflugumynd og hver klisjan rekur aðra: Þurri alkinn, flagarinn, skólastjór- inn, stressaða konan á skrifstofu frystihússins, fúllynda kjaftakellingin, vondi maðurinn að sunnan og vondar konur að sunnan, vonda tengdadóttirin, fjárhagslega farsæli maðurinn í frosna hjónabandinu og svo framvegis og svo framvegis. Sagan sjálf er hefðbundin ástar- og örlagasaga, minnir á Ingibjörgu Sig- urðar upp á sitt besta: trausti, þybbni, feimni, hægláti maðurinn með hjarta úr gulli tekur að sér stúlkuna og býður henni að leggja heiminn að fótum hennar, en hún lætur sér ekki segjast. Glefsurnar úr þorpslífinu lífga aðeins upp á þennan þrautþekkta þráð, en einnig þær eru ansi klisjukenndar og hefðu þurft að vinnast miklu betur. Harpa hefur hugmyndirnar og eljuna til að skrifa þær, það sem vantar er vinnsla á textanum, þjöppun og skýrari sýn á viðfangsefnið. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Hefðbundin þorpssaga með velþekktum persónum en nokkuð óvæntu tvisti. Íslenski kammerhópurinn Nordic Affect gerði á dögunum hljóm- plötusamning við hollenska útgáfufyrirtækið Brilliant Class- ics og er geisladiskur með leik þeirra á leið í verslanir um allan heim 1. janúar næstkomandi. Diskurinn verður þó fáanlegur í 12 Tónum fyrir jól. Á diskinum er að finna verk eftir þýska gömbu- snillinginn Carl Friedrich Abel sem uppi var á 18. öld. Þetta eru tónsmíðar sem standa á mörkum barokks og klassíkur og eru ekki oft fluttar í dag. Kammerhópurinn Nordic Affect hefur verið starfræktur frá árinu 2005 og hefur með tón- leikum sínum á Íslandi og víðs vegar um Evrópu flutt allt frá danstónlist 17. aldar til raftón- sköpunar nútímans og hlotið fyrir afbragðsdóma. Aðrar hljóðritanir með hópnum hafa jafnframt hlotið Kraums- verðlaunin og Íslensku tónlistar- verðlaunin. Listrænn stjórnandi hópsins frá upphafi er Halla Steinunn Stefánsdóttir. Nordic Af- fect dreift á heimsvísu Kammersveit Reykja- víkur heldur jólatónleika með ítölsku ívafi í Hörpu á morgun. Gestahljóðfæra- leikarar frá Brasilíu koma fram með sveitinni. Kammersveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í kvöld. Boðið verður upp á ítalska jólaveislu í ár en á efnis- skránni eru jólakonsertar eftir ítölsku barokk tónskáldin Arc- angelo Corelli, Giuseppe Torelli og Pietro Antonio Locatelli, Con- certo grosso fyrir blokkflautu og óbó eftir Alessandro Scarlatti og blokkflautukonsertar eftir Anton- io Vivaldi og Nicola Fiorenza, auk Jólasinfóníu eftir Gaetano Maria Schiassi. Þetta eru 38. jólatónleikar Kammersveitarinnar. Tónleik- arnir hafa um árabil verið haldn- ir í Áskirkju en verða að þessu sinni í Norðurljósasal Hörpu. „Við ætlum að búa til frábæra jóla- stemningu og bregða upp rauð- um litum í Norðurljósasalnum,“ segir Guðrún Hrund Garðarsdótt- ir, víóluleikari og framkvæmda- stjóri Kammersveitar Reykja- víkur. Ítalska þemað segir hún að eigi sér nokkurn aðdraganda. „Jólakonsert Corellis hefur verið fastur liður hjá okkur í gegnum tíðina. Þegar við fórum að skoða þetta nánar fundum við fleiri ítölsk tónskáld og fund- um fleiri sem sömdu verk fyrir jólahátíðina. Sum verkanna sem við flytjum eru kunnugleg en önnur hafa ekki verið flutt áður hér á landi, svo ég viti til. Þetta er kjörið tækifæri til að upplifa gleði og hátíðleika jólanna í gegn- um verk ítölsku meistaranna.“ Gestir Kammersveitarinnar eru semballeikarinn Claudio Ribeiro og blokkflautuleikar- inn Inês d‘Avena, en þau eiga það sameiginlegt að vera bæði af ítölskum ættum en fædd og uppalin í Brasilíu og nú búsett og starfandi í Hollandi eftir að hafa lokið námi við barokkdeild Konunglega tónlistarháskólans í Haag. Önnur einleikshlutverk á jólatónleikunum eru í höndum Unu Sveinbjarnardóttur konsert- meistara, Helgu Þóru Björgvins- dóttur fiðluleikara, og Matthíasar Nardeau óbóleikara. Tónleikarnir verða hljóðrit- aðir af Ríkisútvarpinu og þeim útvarpað á öðru degi jóla á Rás 1. bergsteinn@frettabladid.is Ítölsk kammerjól í Hörpu LANDVINNINGAR Plata kammerhópsins Nordic Affect verður gefin út um allan heim í upphafi næsta árs. JÓLAVEISLA Kammersveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í kvöld þar sem flutt verða verk eftir ítölsk tónskáld. Brasilískir gestahljóðfæraleikarar munu koma fram með sveitinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.