Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 144

Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 144
17. desember 2011 LAUGARDAGUR Sportland • Grensásvegi 11 • s. 571 1000 • www.sportland.is Opið laugardag 11-18 sunnudag 13-18 JÓLATILBOÐ – gildir fram að jólum 20% AFSLÁTTUR AF HLAUPASKÓM OG ÖLLUM FATNAÐI FRÁ BETTER BODIES OG GASP FÓTBOLTI Óhætt er að segja að ensk lið hafi ekki fengið auðvelda and- stæðinga þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu ann- ars vegar og 32-liða úrslit Evrópu- deildar UEFA hins vegar í gær. Einnig var dregið í 16-liða úrslit síðarnefndu keppninnar. Í Meistaradeildinni þurfa Lund- únaliðin Arsenal og Chelsea að byrja á Ítalíu. Arsenal fékk stór- lið AC Milan en Chelsea leikur gegn Napoli sem sá til þess ásamt Bayern München að Manchester City komst ekki áfram í Meistara- deildina. Manchester-liðin City og United urðu nefnilega bæði í þriðja sæti í sínum riðlum í Meistaradeildinni og fara því í Evrópudeildina eftir áramót. City dróst gegn núverandi meisturum Porto í 32-liða úrslit- unum og United fékk líka erfiðan leik – gegn Kolbeini Sigþórssyni og samherjum í hollenska liðinu Ajax. Leikirnir fara fram 16. og 23. febrúar og óvíst hvort Kolbeinn verður orðinn heill af ökkla- meiðslum sínum sem hafa haldið honum frá keppni síðustu vikur og mánuði. Þriðja enska liðið, Stoke, mætir svo Valencia frá Spáni og ljóst að Tony Pulis og hans menn munu eiga við ramman reip að draga. Hollensku liðin Ajax og AZ Alkmaar eru einu Íslendingaliðin í Evrópudeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson leikur með síðar- nefnda liðinu. AZ dróst gegn And- erlecht frá Belgíu í 32-liða úrslit- unum og ef Jóhann Berg og félagar 112 Fæstir íþróttamenn lifa lúxuslíferni, það er mjög lítil prósenta íþrótta- manna sem situr á milljörðum og baðar sig í frægðarljóma. Marga foreldra dreymir um að þeirra barn nái þangað, sé næsta stórstjarna íþróttanna, nái því sem pabbinn náði aldrei, að komast á miðjuna hjá Liverpool, í NBA-deildina eða verða næsta undrabarn golfsins. Það er því miður ekki líklegt, því milljónir annarra foreldra eru að hugsa nákvæmlega það sama. En það er svo ótrúlega margt annað sem árangur í íþróttum getur gefið þeim sem stefnir hátt. Ég tek körfubolta sem dæmi en það er hægt að heimfæra þetta yfir á allar íþróttagreinar í raun, með örlitlum breytingum. Að læra að vinna í hópi og kynnast þar góðu fólki, vinna með öðrum og að vera agaður (þó að aginn sé oft ekki nægur heima á Íslandi). Verða meðvitaður um heilbrigðan lífsstíl, sem hjálpar öllum, sama hvort haldið er áfram í íþróttum eða ekki. Tilfinningin að vera hluti af einhverju sem er stærra en maður sjálfur, eins og góðu liði sem er sífellt að bæta sig, er oft mjög gefandi. Þeir sem eru með góða blöndu af hæfileikum og dugnaði hafa síðan tækifæri á að skoða landið og jafnvel útlönd í keppnisferðalögum, komast í landslið og prófa hæfileika sína gegn leikmönnum frá öðrum löndum. Þeim sem vilja stendur oft til boða frí háskólamenntun í Bandaríkjunum á meðan þeir stunda íþróttina, sem flestir sem hafa prófað lýsa sem ómetanlegri reynslu. Ég gæti talið fjölmarga fleiri kosti. Það eiga allir að stefna sem hæst að sjálfsögðu, verða bestir. Það er eðlileg hugsun hjá keppnismönnum, íþróttir snúast að miklu leyti um að komast sem lengst. En í raun ætti fyrsta markmið allra þeirra sem hafa íþróttir í forgangi í lífi sínu að vera það að sjá ekki eftir neinu þegar ferlinum lýkur, að geta litið til baka og verið sáttur, vitandi að þú gerðir þitt besta og þá meina ég þitt besta, ekki þar sem við blekkjum okkur með því að halda að við höfum gert okkar besta, því yfirleitt er meira á tankinum en við höldum. „Að gera sitt besta“ eru ansi ofnotuð orð. Það að gera sitt besta er ekki bara að berjast á fullu í leikjum og spila á fullu, adrenalínið sér um það að mestu. Það er undir- búningurinn sem er stór hluti af þessu öllu, líkamlegur og andlegur, vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ef allt þetta er til staðar margfaldarðu líkurnar á að komast þangað sem þú vilt, og ef ekki þá geturðu alltaf litið sáttur til baka vitandi að þú reyndir. Það hlýtur að vera góð tilfinning. Ekki sjá eftir neinu þegar ferlinum lýkur Hlynur Bæringsson körfuboltamaður ERFITT FYRIR ÞÁ ENSKU Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og svo 32-liða og 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA. Fimm ensk lið eru eftir í keppnunum og fengu þau öll erfiða andstæðinga. Kolbeinn Sigþórsson og Ajax mæta Manchester United. 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu Innbyrðis viðureignir Fyrri leikir: 14. og 15. feb. 21. og 22. feb. Seinni leikir: 6. og 7. mars 13. og 14. mars Olympique Lyon 2010/11: 16-liða úrslit Best: Undanúrslit 2010 APOEL Nicosia – Riðlakeppni 2010 Fyrsta viðureign Fyrsta viðureign S:1 - J:2 - T:1 S:0 - J:0 - T:3 S:2 - J:1 - T:3 Fyrsta viðureign Fyrsta viðureign S:2 - J:0 - T:0 Napoli 2010/11: – Best: Önnur umf. 1991 Chelsea Undanúrslit Annað sæti 2008 AC Milan 2010/11: 16-liða úrslit Best: Sigrað sjö sinnum Arsenal 16-liða úrslit Annað sæti 2006 Basel 2010/11: Riðlakeppni Best: Fjórðungsúrslit 1974 Bayern München 16-liða úrslit Sigrað þrisvar sinnum Bayer Leverkusen 2010/11: – Best: Annað sæti 2002 Barcelona Sigurvegari Sigrað fjórum sinnum CSKA Moscow 2010/11: – Best: Fjórðungsúrslit 2010 Real Madrid Undanúrslit Sigrað níu sinnum Zenit St. Pétursborg 2010/11: – Best: Riðlakeppni 2009 Benfica Riðlakeppni Sigrað tvisvar sinnum Olympique Marseille 2010/11: 16-liða úrslit Best: Sigrað einu sinni Internazionale Fjórðungsúrslit Sigrað þrisvar sinnum Fjórðungsúrslit 27. og 28. mars / 3. og 4. apríl Undanúrslit 17. og18. apríl / 24. og 25. apríl Úrslit 19. maí, Allianz Arena, München HEIMILD: GRAPHIC NEWS komast áfram mæta þeir mögu- lega Udinese sem situr nú á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Af öðrum áhugaverðum viður- eignum í 16-liða úrslitum Meist- aradeildarinnar má nefna að Evr- ópumeistarar Barcelona mæta Bayer Leverkusen frá Þýskalandi og Real Madrid leikur gegn CSKA Moskvu frá Rússlandi. Þá glöddust Svisslendingar sjálf- sagt mikið því FC Basel mætir „stóra bróður“ frá Þýskalandi, FC Bayern München. - esá Leikir helgarinnar Laugardagur: 15.00 N’castle - Swansea Sport 2 & HD 15.00 Fulham - Bolton Sport 3 15.00 Everton - Norwich Sport 4 15.00 Blackburn - WBA Sport 5 15.00 Wolves - Stoke Sport 6 17.30 Wigan - Chelsea Sport 2 & HD Sunnudagur: 12.00 QPR - Man. United Sport 2 & HD 14.05 Aston Villa - L’pool Sport 2 & HD 15.00 Tottenham - Sunderland Sport 3 16.10 Man. City - Arsenal Sport 2 & HD FÓTBOLTI Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina og er óhætt að segja að erfitt verði fyrir áhugamenn um enska bolt- ann að slíta sig frá viðtækjunum á morgun. Þá verður svokallaður þríhöfði í boði, þrír stórleikir í röð. Topplið Manchester City vill koma sér aftur á beinu braut- ina eftir 2-1 tapið fyrir Chelsea á mánudagskvöldið. Það var fyrsta tap City í deildinni nú í vetur en liðið fær nú annað Lundúnalið, Arsenal, í heimsókn. Manchester United hefur líka aðeins tapað einum leik á tíma- bilinu en liðið fer í heimsókn til Heiðars Helgusonar og félaga í QPR í hádegisleiknum á morgun. Heiðar hvíldi vegna smávægi- legra meiðsla þegar QPR tapaði fyrir Liverpool um síðustu helgi en verður vonandi klár í slaginn í dag. Þá tekur Aston Villa á móti Liverpool, sem má ekki við því að tapa fyrir liðum úr neðri hluta deildarinnar ætli það sér að gera atlögu að einu af efstu fjórum sætum deildarinnar. Liverpool er nú í því sjötta. - esá Heil umferð í ensku úrvalsdeildinni um helgina: Svakalegur sunnudagur STJÓRINN Síðast þegar Arsene Wenger fór með Arsenal til Manchester tapaði liðið 8-2 fyrir United. NORDIC PHOTOS/GETTY ARON Aron verður í eldlínunni með Kiel gegn AG í Meistaradeild Evrópu um helgina. NORDIC PHOTOS/BONGARTS HANDBOLTI Það verður sannkall- aður stórslagur í Meistaradeild Evrópu á morgun þegar Íslend- ingaliðin Kiel og AG Kaupmanna- höfn mætast í Þýskalandi. AG er í efsta sæti D-riðils en Kiel kemst á toppinn með sigri í leikn- um. Hann hefst klukkan 15.00 og verður í beinni útsendingu á www.ehftv.com. „Þeir eru að spila virkilega vel þessa dagana og það eru marg- ir góðir leikmenn í þeirra liði. Þetta verður án efa erfiður leikur á móti toppliðinu í riðlinum en auðvitað viljum við taka af þeim toppsætið,“ sagði Aron Pálmars- son sem leikur með Kiel. Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins en með AG leika fjórir íslenskir landsliðsmenn – Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sveinsson. „Ég er samt viss um að við vinnum þennan leik ef við spilum okkar leik,“ bætti Aron við. Eigandi AG, Jesper Nielsen, er sem fyrr stórhuga. „Við erum í baráttu um fyrsta sæti riðilsins og þó svo Kiel sé sigurstrang- legra liðið förum við þangað til þess að vinna. Við teljum okkur geta það,“ sagði Nielsen. „Þessi leikur er stórt skref í rétta átt fyrir þetta félag. Þessi leikur verður mikil eldskírn fyrir okkar unga félag og stærsti leikur okkar frá upphafi.“ - óój Meistaradeild Evrópu: Kiel mætir AG í Íslendingaslag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.