Fréttablaðið - 17.12.2011, Page 152
DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VÍSIR
Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Mest lesið
FRÉTTIR AF FÓLKI
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
Yrsa fær aðra Tindabikkju
Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur
fékk á fimmtudag afhenta Tinda-
bikkjuna, verðlaun frá Glæpafélagi
Vestfjarða, í annað sinn. Félagið
veitir þessi verðlaun fyrir bestu
glæpasöguna hvert ár og fékk
Yrsa viðurkenninguna að þessu
sinni fyrir bók sína Brakið. Í fyrra
var það bókin Ég man þig sem
kom Tindabikkjunni í hendur höf-
undarins í fyrsta sinn. Tindabikkjan
er listgripur gerður af Matthildi
Helgadóttur Jónudóttur. Yrsa fékk
að auki kíló af tinda-
bikkju í verðlaun,
ljósmyndabókina
Sjómannslíf eftir
Eyþór Jóvinsson
og hljóð-
bók frá
Kómedíu-
leikhús-
inu.
Jólakort vekur athygli
Leikkonan Brynhildur Guðjóns-
dóttir komst í fréttirnar vestan
hafs í vikunni vegna jólakorts sem
hún og sambýlismaður hennar,
kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir
Sverrisson, gerðu. Brynhildur og
fjölskylda hennar fluttu til New
Haven í Bandaríkjunum þar sem
hún starfar við leikritunardeild Yale
School of Drama og Heimir vinnur
við kvikmyndagerð. Fjölskyldan
vildi gera skemmtilegt jólakort
þar sem þau klæddust öll hall-
ærislegum jólapeysum.
Kortið endaði þó
sem fréttaefni hjá
bandarískri sjón-
varpsstöð sem vildi
vita af hverju þau
hefðu keypt svo
ljótar peysur.
Svarið var
einfalt;
þeim þótti
peysurnar
æðislegar.
- sv, sm
1 Rússneskur togari að sökkva
undan íshellunni við suðurskautið
2 Syngur Snjókorn falla í fyrsta
sinn í áratugi
3 Vill að Bjarni dragi tillögu sína
til baka
4 Dauð og rotnandi síld um alla
sjó undan Stykkishólmi
5 Allt um Timeline
6 Þunguð unglingsstúlka
borgaði fyrir líkamsárás