Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 7. Á G Ú S T 2 0 1 0
Stofnað 1913 199. tölublað 98. árgangur
VÉLSMIÐJAN
GEFUR TÓNINN
Á LOFTINU
HREYFING OG
MATARÆÐI
SKIPTA MÁLI
ARNÓR
FYRIRLIÐI AG
KÖBENHAVN
LIFUN HEILSA 40 SÍÐUR MIKILL HEIÐUR ÍÞRÓTTIRHÁRSTOFA 10
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Ásta H. Bragadóttir, starfandi fram-
kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs og
einn umsækjenda um stöðu fram-
kvæmdastjóra, hefur dregið umsókn
sína til baka.
Stjórn Íbúðalánasjóðs skipaði í
gær valnefnd um ráðningu fram-
kvæmdastjóra úr hópi umsækjenda
en Árni Páll Árnason félags- og
tryggingamálaráðherra beindi þeim
tilmælum til stjórnarinnar að skipa
þá nefnd. Ráðuneytið tilnefndi fjóra
einstaklinga í nefndina en stjórnin
samþykkti þrjá þeirra, þau Jón Sig-
urðsson, lektor við HR, dr. Tinnu
Laufeyju Ásgeirsdóttur, lektor við
HÍ, og Magnús Pétursson ríkissátta-
semjara. Sá fjórði var Gylfi Zoëga en
hann var ekki valinn í nefndina.
Í kjölfarið kynnti Ásta starfsfólki
Íbúðalánasjóðs með tölvupósti að
hún væri ekki lengur í hópi umsækj-
enda. Í pósti hennar segir m.a.: „Mitt
nafn verður þó ekki í þeim potti um-
sækjenda sem til greina koma, enda
lít ég svo á að þar sem stjórnin
treystir sér ekki til að taka ákvörð-
un, byggða á því ráðningarferli og
viðtölum sem nú þegar hafa farið
fram, sé það fullreynt að af ráðningu
minni verði. Eftir því sem ég best
veit hafði fengist meirihluti fyrir
ráðningu minni, en ákvörðun hefur
enn verið frestað og sett í nýjan far-
veg með íhlutun ráðherra.“
Hákon Hákonarson, stjórnarfor-
maður sjóðsins, segir íhlutun ráð-
herra koma sér á óvart. „Ég harma
það mjög að Ásta hafi dregið sig út
úr þessu. Mér finnst það slæmt mál.
Ásta er mjög hæf manneskja.
Það kom mér á óvart að ráðherra
skyldi fara fram á þetta. Eftir að
hafa skoðað þetta mál fannst mér
mjög erfitt að hafna þessari málaleit-
an ráðherra. Þessi hugmynd hans
kom mér á óvart,“ segir Hákon, sem
kveður Ástu njóta fulls trausts
stjórnarinnar.
Elín R. Líndal stjórnarmaður sat
hjá við afgreiðslu tillögunnar. „Ég
greiddi ekki atkvæði með þessu inn-
gripi ráðherra. Úr því sem komið var
hefði ég talið farsælast að auglýsa
stöðuna aftur,“ segir Elín.
Ekki náðist í Árna Pál Árnason við
vinnslu fréttarinnar.
Hætt eftir inngrip ráðherra
Starfandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs dregur umsókn sína um stöðuna til
baka Stjórnarformaður undrast afskipti ráðherra og harmar ákvörðun Ástu
Íbúðalánasjóður
» Félags- og trygginga-
málaráðherra beindi þeim til-
mælum til stjórnar Íbúðalána-
sjóðs að skipuð yrði valnefnd
til að ráða framkvæmdastjóra.
» Stjórnin skipaði í nefndina í
gær en allir nefndarmenn voru
tilnefndir af ráðuneytinu.
» Í kjölfarið dró Ásta umsókn
sína til baka.
» Í lögum um Íbúðalánasjóð
segir: „Stjórn Íbúðalánasjóðs
ræður framkvæmdastjóra til
fimm ára í senn.“
Séra Hjálmar Jónsson dóm-
kirkjuprestur segir að enginn efi
hafi verið í huga hans og Karls Sig-
urbjörnssonar
um að alvarleg
brot hefðu átt sér
stað, er þeir
höfðu milligöngu
um sáttagjörð á
milli Sigrúnar
Pálínu Ingv-
arsdóttur og
Ólafs Skúlasonar
biskups, sem fór
út um þúfur.
Hann vísar á bug gagnrýni Sig-
rúnar Pálínu um að reynt hafi verið
að þagga málið niður. „Hún sagðist
vilja sættast við kirkjuna og við
vildum hjálpa henni til þess, al-
gjörlega á hennar forsendum,“ seg-
ir hann. pebl@mbl.is »14
Vísar á bug
gagnrýni
Hjálmar Jónsson
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Sérstakar réttir voru í gær til að draga það fé
sem flytja þurfti af svæðinu í kringum eldgosin
á annað svæði í vor. Þessari sérstöku rétt var
komið fyrir á Leiðvallartúnunum gömlu í Með-
allandi en þar var dregið í dilka í gær.
Hermann Árnason fjallkóngur sagði réttir og
leitir hafa gengið vel þegar Morgunblaðið náði
tali af honum í gær. „Þetta gengur nú bara
ótrúlega vel. Þetta er auðvitað heilmikið mál.
Það er mikið mál að koma þessu saman og
koma fénu þangað sem það á heima,“ segir
Hermann en féð var dreift um sjö þúsund hekt-
ara svæði.
„Þetta eru um tvö þúsund og fimm hundruð
fjár. Ég á von á því að það sé hér að mestu
leyti,“ segir Hermann. Það er talsvert meiri
fjöldi á svæðinu en venjulega þar sem féð af
gossvæðinu var flutt á svæðið í vor.
Hermann kveðst hafa byrjað göngur um
hálfáttaleytið og segir að menn hafi verið
komnir í réttina um klukkan hálffjögur. Engin
eiginleg rétt er á Leiðvallartúnunum en Fóður-
blandan lánaði bændum grindur til að setja
upp rétt vegna sérstakra aðstæðna.
Hefðbundnar réttir eru um það bil að hefjast
um land allt en fyrsta fjárrétt haustsins verður
Baldursheimsrétt í Suður-Þingeyjarsýslu
sunnudaginn 29. ágúst. Fyrsta stóðrétt ársins
er hins vegar Miðfjarðarrétt í Vestur-
Húnavatnssýslu laugardaginn 4. september. Þá
er fyrsta rétt í Landnámi Ingólfs Þórkötlu-
staðarétt í Grindavík laugardaginn 18. sept-
ember.
Þá beina Bændasamtökin þeim tilmælum til
vegfarenda að fara varlega í umferðinni á
næstunni vegna reksturs um allt land.
Gosfénu smalað í Meðallandi
Morgunblaðið/Jónas Erlingsson
Um eitt
hundrað bóta-
skyld tjón hafa
orðið á ári
vegna frjálsra
sjúkdóma-
trygginga sem
fólk hefur
keypt hjá
tryggingafélögunum og greiddar
hafa verið um 350 til 400 milljónir í
bætur. Það þýðir að hver ein-
staklingur hefur tryggt sig fyrir að
meðaltali 3,5 til 4 milljónir kr.
Tryggingafélögin hafa frá upp-
hafi gengið út frá því að bæturnar
væru skattfrjálsar. Sú túlkun hefur
ekki staðist samkvæmt úrskurði yf-
irskattanefndar og dómi héraðs-
dóms. Málinu hefur verið áfrýjað til
Hæstaréttar. Gangi dómur hans
eins getur fjöldi sjúklinga átt yfir
höfði sér bakreikning vegna skatts
af bótunum. »22
Hundrað fá sjúk-
dómabætur á ári
Nauðasamningar
Straums taka gildi
Kærufrestur vegna nauðasamn-
inga Straums-Burðaráss rann út í
vikunni, en samningarnir hafa nú
tekið gildi. Bankanum verður skipt
upp í tvö félög, ALMC hf. og Straum
IB hf. Fyrrnefnda félagið verður
eignaumsýslufélag og mun eiga hið
síðarnefnda að fullu. Eigendur
ALMC, kröfuhafar Straums, hyggj-
ast byggja upp fjárfestingabankann
Straum IB til lengri tíma. »20
Afhenda ekki gögn og
leita til umboðsmanns
Geysir Green Energy hefur neit-
að að veita nefnd sem rannsakar
kaup Magma Energy og HS Orku
nokkrar upplýsingar um viðskiptin.
Fyrirtækið hefur óskað eftir að um-
boðsmaður Alþingis fari yfir stjórn-
sýslulega meðferð málsins sem og
lagalegar heimildir að baki störfum
rannsóknarnefndarinnar.
Forstjóri fyrirtækisins segir
óskýrt í hvaða umboði nefndin
starfar og hún starfi ekki eftir nein-
um lögum. »4