Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Verðbólga síðustu 12 mánuði er
komin niður í 4,5%, en þetta er
lægsta verðbólga sem mælst hefur
síðan haustið 2007. Athygli vekur að
innfluttar mat- og drykkjarvörur
hækka um 1% frá fyrra mánuði á
sama tíma og gengi krónunnar hefur
styrkst nokkuð.
Vísitala neysluverðs hækkaði í
ágúst um 0,25% frá fyrra mánuði.
Ástæðan er m.a. sú að sumarútsölur
hafa að nokkru leyti gengið til baka
og hækkaði verð á fötum og skóm
um 4,6%. Vísitalan lækkaði í júlí sem
þýðir að ef horft er á verðbreytingar
á síðustu þremur mánuðum þá lækk-
aði vísitalan um 0,7% sem jafngildir
2,9% verðhjöðnun.
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ,
segir að verðbólgan sé sem betur fer
að minnka. Það sé ekki margt sem
komi á óvart nema helst það að inn-
fluttar matvörur hafi hækkað um 1%
milli mánaða. Inni í þessari tölu er
ekki verð á grænmeti, en verð á því
sveiflast jafnan milli árstíða.
Innfluttar vörur ættu að lækka
„Maður hefði frekar búist við að
það væri tilefni til að þessi liður
lækkaði vegna styrkingar á gengi
krónunnar. Við hljótum að reikna
með að það gerist. Það er líka þannig
að liðurinn aðrar innfluttar vörur er
ekki að lækka.“
Búast má við að 12 mánaða verð-
bólga lækki verulega á næstunni en
þá detta út úr mælingunni tölur fyrir
september og október í fyrra, en í
þeim mánuðum hækkaði vísitalan
mikið.
Henný segist vonast eftir lágri
verðbólgu í næsta mánuði, en treysti
sér ekki til að spá því að vísitalan
lækkaði milli mánaða. Hún bendir á
að Orkuveita Reykjavíkur sé búin að
boða breytingar á gjaldskrá og það
komi til með að hafa áhrif á neyslu-
verðsvísitöluna.
Opinber þjónusta hefur hækkað
um 6% síðustu 12 mánuði. Inni í þeim
lið eru m.a. hækkanir á rafmagns-
verði, en flest orkufyrirtæki hafa
hækkað raforkuverð síðustu mánuð-
ina. Leikskólagjöld hækkuðu tals-
vert í ágúst í fyrra, en þau hafa
breyst mjög lítið á þessu ári.
Ekki lægri verðbólga í þrjú ár
Innfluttar mat- og drykkjarvörur
hækka um 1% frá fyrra mánuði Verðbólga frá ágúst 2009 til ágúst 2010 á ársgrundvelli12
10
8
6
4
2
0
%
H
ei
m
ild
:H
ag
st
of
an
Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst
10,9%
6,6%
4,5%
Dómur Hæstaréttar í kærumáli
Ragnars Aðalsteinssonar, verjanda
fjögurra af þeim níu einstaklingum
sem eru ákærðir fyrir árás á Al-
þingi, varðandi vanhæfi héraðsdóm-
ara féll síðdegis í gær. Staðfesti
Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms
sem synjaði því að dómari viki í mál-
inu.
Ragnar Aðalsteinsson segir engar
röksemdir fylgja dómi Hæstaréttar.
Dómurinn fékk greinargerð hans í
fyrradag en ákæruvaldið skilaði
ekki inn greinargerð í málinu.
Ragnar sagði í samtali við mbl.is
að Hæstiréttur vísaði í forsendur
héraðsdóms. Hann segir það valda
vonbrigðum að dómstóllinn skuli
ekki svara. „Ég er ekki að leika mér
að því að skrifa fimmtán blaðsíðna
greinargerð ef ég meinti ekkert með
því,“ sagði Ragnar.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafn-
aði nýverið kröfu Ragnars um að
dómari í máli nímenninganna viki.
Ragnar rökstuddi þá kröfu með því
að dómarinn hefði, með því að hafa
lögreglu í dómhúsinu, nánast fyr-
irfram lýst yfir sekt sakborninganna
og komið í veg fyrir að þeir nytu
réttlátrar málsmeðferðar fyrir
dómi, eins og þeim væri áskilinn í
stjórnarskrá.
Pétur Guðgeirsson, héraðsdóm-
ari, sagði í niðurstöðu sinni, að
ákvörðun um að hafa lögreglu til-
tæka í dómhúsinu hefði ekki verið
beint gegn ákærðu í málinu heldur
miðaði hún að því að tryggja frið og
reglu í þinghöldunum og þar með að
því að gæta réttar og hagsmuna
allra málsaðila.
Ragnar kærði úrskurð Péturs til
Hæstaréttar, sem hefur nú hafnað
beiðni hans og því mun Pétur Guð-
geirsson áfram verða dómari í mál-
inu í héraði.
Morgunblaðið/Ernir
Gæsla Lögregla var tiltæk í dóm-
húsinu til að gæta réttar allra.
Dómari
þarf ekki
að víkja
Hæstiréttur vísar í for-
sendur héraðsdóms
Í vikunni hefur verið unnið við að fylla upp í
grunn sunnan við verslunarmiðstöðina í Lind-
unum í Kópavogi. Þarna var ráðgert að reisa
tveggja hæða skrifstofhúsnæði og bílakjallara
og steypti JB-byggingarfélag grunninn árið
2008. Reginn, eignarhaldsfélag Landsbankans,
er nú eigandi lóðar og mannvirkja.
Engar framkvæmdir hafa verið á svæðinu síð-
ustu tvö ár og hafa varasöm steypustyrktarjárn
staðið upp úr steypunni. Bæjaryfirvöld í Kópa-
vogi hafa í langan tíma krafist þess að úrbætur
yrðu gerðar á byggingastaðnum og ákvað í vor
að beita Regin dagsektum yrðu ekki gerðar úr-
bætur á lóðinni. Í þær var síðan ráðist í vikunni
og er verkið unnið af Loftorku á kostnað Regins.
Ummerki um framkvæmdirnar verða huldar
möl, sléttað upp í brekkuna sunnan við svæðið,
þar sem meðal annars er sver skolplögn, og girð-
ingar verða fjarlægðar. Reikna má með að fallið
verði frá dagsektum að þessum úrbótum lokn-
um. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Fyllt upp í grunn í Lindunum
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Starfshópur Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráð-
herra um endurskoðun á sjávarútvegskerfinu skil-
ar senn af sér, að sögn Guðbjarts Hannessonar, al-
þingismanns og formanns hópsins. Hann segir að
eining sé milli fulltrúa stjórnarflokkanna í hópnum
um grundvallarmarkmiðin.
„Það er náttúrlega eining um grundvallarmark-
miðin sem eru í samstarfssamningi stjórnarflokk-
anna,“ sagði Guðbjartur. „Svo getur menn greint á,
það er einstaklingsbundið fremur en milli flokka,
um það hvað dugi til þess að ná þessum mark-
miðum.“
Hann segir að árið 2000 hafi
verið útfærð fyrningarleið í auð-
lindaskýrslu en niðurstaðan orð-
ið veiðigjald. „Það er fyrst á
næsta ári sem þær greiðslur fara
að berast. En við höfum lagt upp
með að eignarhaldið sé ótvírætt í
eigu þjóðarinnar, tilgreindur sé
afnotaréttur og ákveðinn tími og
rentan renni til þjóðarinnar að
undanskildum eðlilegum hagn-
aði til þeirra sem stunda grein-
ina. En síðan koma inn í þetta byggðasjónarmið og
hvernig hægt sé að tryggja áfram hagkvæmni og
jafnræði þannig að nýir aðilar komist inn.“
Eignarhaldið á fiskveiðiauð-
lindinni sé í eigu þjóðarinnar
Stutt í tillögur starfshóps um endurskoðun á kvótakerfi í sjávarútvegi
Guðbjartur
Hannesson
Gömul deila
» Kvótakerfinu var komið á snemma á ní-
unda áratugnum til að reyna að sporna við
ofveiði.
» Veiðiheimildir voru bundnar við þá sem
stundað höfðu útgerð á ákveðnu árabili.
» Starfshópnum var falið að vera hug-
myndabanki, láta vinna greinargerðir og
skoða valkosti varðandi breytingar á sjáv-
arútvegskerfinu.
2,3%
lækkun hefur orðið á verði kjöts á
síðustu 12 mánuðum. Mest er lækk-
unin á lambakjöti og kjúklingum.
15%
verðhækkun hefur orðið á fiski á
síðustu 12 mánuðum.
18,3%
verðhækkun hefur orðið á gos-
drykkjum á síðustu 12 mánuðum.
‹ KJÖT LÆKKAR Í VERÐI ›
»