Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
Gaman Oft er mikið fjör á kaffistofunni enda ljósberar flestir afar hláturmildir.
Skipulag Laufey Jóhannsdóttir, Erna Magnúsdóttir og Gerður Kristjánsdóttir sjást hér undirbúa söfnunarþáttinn.
„Ég kem hingað í Ljósið tvisvar til
þrisvar í viku til þess að hitta fólkið
og nýta mér aðstöðuna,“ segir Nína
Karen Jónsdóttir, ljósberi, en ljós-
berar kallast þeir sem vinna við eða
nýta sér þjónustu Ljóssins.
Þegar blaðamaður heimsótti
Ljósið sat Nína Karen iðin við
saumavélina. Hún var að sauma
slæður sem svo eru seldar til styrkt-
ar starfsemi Ljóssins. Nína Karen
var, að eigin sögn, engin sérstök
saumamanneskja áður en hún
greindist með krabbamein en Ljós-
ið hefði vakið áhuga hennar á
saumaskapnum og ekki síst hönnun
og öðru handverki.
Enginn stofnanabragur
Nína greindist með krabbamein í
lífhimnu í febrúar á þessu ári. Hún
frétti skömmu síðar af Ljósinu í
gegnum vinnufélaga sem þekkir
þar til. „Ég byrjaði að koma hingað
stuttu eftir að ég hóf lyfjameðferð,
sem var í mars, og hér hef ég sótt
námskeið sem hafa hjálpað mér
mjög mikið í minni baráttu. Maður
getur þess vegna komið hingað á
hverjum morgni og fundið sér eitt-
hvað að gera langt fram eftir degi.“
Nína Karen segist sækja í nota-
legt og heimilislegt umhverfi Ljóss-
ins. Ekki skemmi fyrir að fé-
lagsskapurinn hafi reynst henni og
fjölskyldunni einstaklega vel.
Ekki til að vorkenna
Eiginmaður Nínu Karenar og
dætur hafa einnig nýtt sér þjónustu
Ljóssins. Þau sóttu öll námskeið
Ljóssins fyrir aðstandendur fólks
sem hefur greinst með krabbamein.
„Þeim líkaði mjög vel á aðstand-
endanámskeiðinu og við komum nú
oft hingað fjölskyldan í hádeginu
og fáum okkur að borða saman.“
Nína Karen segir það af og frá að
ljósberarnir komi saman til að ræða
veikindasögur og vorkenna hver
öðrum. „Við reynum til dæmis að
hittast hvern fimmtudag ákveðinn
hópur af konum og förum gjarnan
saman á kaffihús eða í gönguferðir
og þá verða umræðurnar oft ansi
fjörugar.“
Flestir sem koma í Ljósið koma
þangað aftur og aftur, þrátt fyrir
að þeir hafi náð fullum bata. Nína
Karen segir að það megi ekki síst
þakka öflugu starfsfólki sem að
hennar mati sé alveg frábært.
hjaltigeir@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Saumaskapur Nína Karen Jónsdóttir greindist með krabbamein í febrúar.
Hún segir að Ljósið hafi hjálpað henni og fjölskyldunni mikið í baráttunni.
Sækir í notalegt og heimilis-
legt umhverfi Ljóssins
Ljósmyndaskólinn, sem starfræktur
hefur verið frá árinu 1997 með það
að markmiði að kenna skapandi ljós-
myndun, hlaut nýverið lánshæfi hjá
Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Lánshæfið er stórt skref fyrir ljós-
myndun á Íslandi enda í fyrsta sinn
sem nám í skapandi ljósmyndun er
lánshæft hérlendis, segir í frétt frá
skólanum. Ljósmyndanemar þurfi
því ekki lengur að sækja skapandi
ljósmyndanám út fyrir landsteinana,
með öllum þeim kostnaði sem því
fylgir, heldur geti stundað námið í
sínu heimalandi.
Tveggja og hálfs árs nám
Ljósmyndaskólinn, sem áður hét
Ljósmyndaskóli Sissu, býður upp á
tveggja og hálfs árs nám sem skipt-
ist í undirstöðuatriði ljósmyndunar,
sem kennd eru á fyrsta ári, og staf-
ræna ljósmyndun og myndvinnslu,
sem kennd eru á öðru ári um leið og
kafað er dýpra í sköpunarferli og
tækni til að undirbúa nemendur fyr-
ir störf við skapandi ljósmyndun.
Síðasta hálfa árið vinna nemendur
að eigin verkefni undir handleiðslu
kennara með það fyrir augum að
brúa bilið milli skóla og starfs sem
ljósmyndarar.
Nám við Ljósmyndaskólann hlaut
viðurkenningu mennta- og menning-
armálaráðuneytisins í febrúar 2009
og er nú unnið að því, í samvinnu við
ráðuneytið og Ljósmyndarafélag Ís-
lands, að nemendur fái að þreyta
sveinspróf að loknu námi í Ljós-
myndaraskólanum og öðlast þannig
full starfsréttindi.
Jafnframt er stefnt að því að Ljós-
myndaskólinn taki upp samevrópskt
einingakerfi (ECTS einingar) og
verði það sem nefnist erlendis
fagháskóli, með það fyrir augum að
geta á næstu árum tekið upp sam-
starf og nemendaskipti við erlenda
ljósmyndaháskóla.
Á meðal kennara og fyrirlesara
við skólann má nefna Atla Má Haf-
steinsson, Áslaugu Snorradóttur,
Torfa Agnarsson, Gunnar Svanberg,
Börk Sigþórsson, Einar Fal Ingólfs-
son, Golla, Pál Stefánsson, Gunnar
Grímsson, Finnboga Pétursson,
Ámunda Sigurðsson, Carl Peterson,
Sigurgeir Sigurjónsson, Spessa,
Rax, Ara Magg og Leif Rögnvalds-
son.
Ljósmyndanám
lánshæft hjá LÍN
Björn Björnsson
Sauðárkrókur | Benedikt Gunn-
arsson listmálari hefur gefið Hóla-
stað málverk af sálmaskáldinu
Hallgrími Péturssyni. Verkið var
afhjúpað á Hólahátíð, þar sem
listamaðurinn var heiðursgestur.
Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslu-
biskup veitti verkinu viðtöku.
Benedikt lýsti formi og inntaki
myndarinnar og þeim áhrifum sem
skáldskaparstörf Hallgríms hefðu
haft á líf sitt og störf, á sviði list-
sköpunar og kennslu. „Ég sýni
Hallgrím í ljósaskiptunum, þar sem
hann stendur stór og hraustlegur í
stofu sinni, dökkur á hörund, svip-
sterkur, skáldsnillingur, prestur og
fræðimaður. Í myndinni reyni ég
að fanga stund uppljómunar, þegar
skáldinu birtist í djúpri hugsýn hið
helga tákn kristindómsins – kross-
inn – sem verður kveikja að nýju
skáldverki, helguðu Jesú Kristi, lífi
hans, boðskap og örlögum. Þetta
er hin óræða stund í leiftursköpun
listaverksins.“
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Afhending Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup tók við gjöf Bene-
dikts Gunnarssonar listmálara. Þeir standa við myndina af séra Hallgrími.
Afhenti Hólastað
mynd af sr. Hallgrími
Samanlagður fjöldi kennsludaga og
prófadaga nemenda í framhalds-
skólum skólaárið 2009-2010 var á
bilinu 161 til 184 eftir skólum, en að
meðaltali 175,2. Það er fjölgun um
hálfan dag frá fyrra skólaári. Þetta
kemur fram í upplýsingum frá fram-
haldsskólunum til Hagstofu Íslands.
Kennsludagar skiptast í reglulega
kennsludaga og aðra kennsludaga.
Reglulegir kennsludagar voru frá
142 til 179 eftir skólum og stafar
munurinn af mismunandi skipulagi
skólastarfsins. Meðalfjöldi reglu-
legra kennsludaga var 149,1, sem er
fjölgun um tæplega tvo kennsludaga
frá fyrra skólaári. Reglulegir
kennsludagar voru að meðaltali 3,8
fleiri á vorönn en á haustönn. Að
auki voru aðrir kennsludagar 2,2 að
meðaltali. Dagar sem einungis var
varið til prófa og námsmats voru frá
0 til 32 að tölu. Flestir skólar eru
með ákveðinn prófatíma en í öðrum
skólum fara próf fram á kennsludög-
um. Að meðaltali var 24 dögum varið
til prófa og námsmats og er það
fækkun um einn dag frá síðastliðnu
skólaári.
Í kjarasamningum kennara er
gert ráð fyrir samtals 175 kennslu-
og prófadögum á níu mánaða starfs-
tíma skóla og að auki fjórum vinnu-
dögum kennara utan árlegs níu
mánaða starfstíma. Vinnudagar
kennara á skólaárinu 2009-2010
reyndust vera frá 171 til 197. Með-
alfjöldi vinnudaga kennara var 181,1
og er það fækkun um 0,2 daga frá
fyrra skólaári.
Kennsludagar í skól-
um voru 175 talsins