Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið laugardag kl. 10-15 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Mussa á 7.900 kr. Viscose/ elastane Smáralind - Kringlan Ný glæsileg sending að koma í hús í dag • Vinsælu bolirnir á 1.790 • Leggings 1.490 • Gallabuxur 2.990 • Úlpur frá 7.990 • Vinsælu kuldagallarnir frá 7.990 og margt margt fleira. Lukkudýrið Louie kemur í heimsókn um helgina og gefur börnunum blöðru og Louie endurskinsmerki Skólafötin sem krakkarnir vilja! VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það gefur þessu safni gildi hvað lengi var búið í bænum. Hann er varðveittur að stofni til eins og hann var byggður og með munum sem notaðir voru þegar fólk bjó í honum. Það er eins og fólkið hafi brugðið sér aðeins af bæ og sé væntanlegt aftur,“ segir Fanney Hauksdóttir, safnstjóri Minjasafnsins í gamla torfbænum á Bustarfelli í Vopnafirði. Minjasafnið er rótgróið. Það var opnað fyrir sextíu árum, á meðan enn var búið í bænum. Gestafjöldinn er svipaður ár frá ári. Vegna staðsetn- ingar safnsins fær það mun færri gesti en söfn í torfbæjum sem liggja nær hringveginum og stórum þétt- býliskjörnum. Ýmislegt er gert til að vekja áhuga gesta, settar upp sýn- ingar og boðið upp á kaffihlaðborð og sveitamarkaði, svo nokkuð sé nefnt. Fanney segir að safnið sé komið inn í helstu ferðabækur. Fólk komi í Vopnafjörð gagngert til að skoða bæ- inn. Hins vegar séu íbúar Vopna- fjarðar og nágrannabyggða enn mik- ilvægasti gestahópurinn. „Nú þurfum við að hugsa um það hvort við getum rifið þetta aðeins upp og fjölgað gestunum,“ segir Fanney. Gaman að vinna með fólki Fanney tók við safnstjórastarf- inu um síðustu áramót. Hún rekur minkabú á Hrísum með fjölskyldu sinni en hefur starfað sem sjúkraliði síðustu árin. „Mig langaði til að bæta við mig námi og fór í ferðamálafræði við Há- skólann á Hólum og var boðið þetta starf. Ég tel að Vopnafjörður búi yfir ótal tækifærum í ferðaþjónustu sem ég hef trú á að verði nýtt. Þá er starf- ið fjölbreytt og felst í því að vinna með fólki eins og ég vil gera,“ segir hún. Hægt að fjölga ferðafólki Verið er að leggja nýjan veg í Vopnafjörð. Þegar vegurinn niður Vesturárdal verður tekinn í notkun á næsta ári minnkar umferðin um Hofsárdal þar sem Bustarfell er. Á móti kemur að gerð verður vegteng- ing milli dalanna, frá efsta bæ í Vest- urárdal yfir að Bustarfelli. Stjórn- endur safnsins eru að velta fyrir sér áhrifum þess á reksturinn. Fanney segir að leiðin frá Vopnafjarðarvegi lengist ekki mikið og leiðin verði áfram greið fyrir þá sem áhuga hafi á að skoða safnið. „Það er okkar hlut- verk að kynna það vel fyrir vegfar- endum hvar Bustarfell er og það munum við gera með því að koma fyrir áberandi skiltum uppi á heiði og við millidalaleiðina í Vesturárdal. Þá hefur ferðaþjónustufólk í Vopnafirði rætt um að auka samstarf um mark- aðssetningu, Vopnafjörður verður kynntur sem heild en ekki einstaka þjónustuþættir. Það er örugglega hægt að fjölga ferðafólki sem hingað kemur með því móti,“ segir Fanney. Eins og íbúarnir hafi skroppið frá  Nýr safnstjóri Minjasafnsins á Bustarfelli í Vopnafirði hefur áhuga á að rífa upp starfsemina og fjölga gestum  Jörðin hefur verið í eigu sömu ættar frá því fyrir siðaskipti eða í tæp 480 ár Nábýli Björg Einarsdóttir, Fanney Hauksdóttir og Bragi Vagnsson vinna að velferð Minjasafnsins á Burstarfelli. Bustarfell Bærinn er í Húsasafni Þjóðminjasafnsins og hefur verið til sýnis ásamt munum í sextíu ár. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Aukin umferð um íslenska flug- stjórnarsvæðið skilar Alþjóða- flugþjónustunni ekki auknum tekjum þegar upp verður staðið. Flug um íslenska flugstjórn- arsvæðið jókst um 8,6% frá júní og til 20. ágúst, miðað við sama tímabil á síðasta ári. Guðný Unnur Jökulsdóttir hjá Isavia segir að samkvæmt samn- ingum Íslendinga við Alþjóðaflug- málastofnunina sé allur kostnaður við yfirflug og millilandaflug til og frá landinu greiddur með notaenda- gjöldum. Ef umferð eykst, eins og gerst hefur í sumar, aukast tekjur það árið en gjaldið sem lagt er á not- endur lækkar sem því nemur á næsta ári. Þjónustan er því rekin án hagnaðar. Guðný bendir jafnframt á að þetta komi sér vel þegar umferð minnkar, eins og dæmi eru um. helgi@mbl.is Aukin um- ferð skilar ekki tekjum  Kostnaður borinn uppi af notendum „Það komu rútur á sumrin og heimafólk þurfti að setja sig í sérstakar stellingar þegar bærinn var sýndur. Við krakkarnir ólumst upp við þetta sem eðlilegan hluta af lífinu og fundum ekki fyrir því með sama hætti og fullorðna fólkið, foreldrar mínir, sem voru með gesta- gang á heimilinu allan daginn,“ segir Björg Einarsdóttir á Bustarfelli sem ólst upp í gamla torfbænum til tíu ára aldurs. Jörðin hefur verið í eigu ættar hennar frá því fyrir siðaskipti, í tæp 480 ár. Methúsalem Methúsalemsson, afi Bjargar, seldi ríkinu bæinn 1943 með því skilyrði að hann yrði gerður upp og varðveittur. Kveðið var á um að fjölskyldan mætti búa í honum eins lengi og hún vildi enda gerði það bænum aðeins gott. Jafnframt þurfti bærinn að vera opinn til sýnis fyrir gesti. Gestagangurinn var því oft mikill á sumrin. Björg vinnur í safninu í hlutastarfi og er for- maður stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar sem rekur Minjasafnið. Hún var í mörg ár safn- stjóri og hefur auk þess umsjón með bænum fyrir Þjóðminjasafnið. Hún er vakin og sofin yf- ir velferð safnsins og bæjarins. „Það er ekki hægt að búa við hliðina á safninu og láta eins og maður viti ekki af því,“ segir Björg. Björg og Bragi Vagnsson, maður hennar, reka sauðfjárbú á Bustarfelli. Bragi segir að rekstur safnsins hamli ekki á neinn hátt bú- skap á jörðinni. Þau þurfi þó að girða bæinn af vor og haust til þess að féð fari ekki upp á bæ- inn og skemmi. Gestagangurinn var eðlilegur hluti af lífinu BUSTARFELL Sagan 1532 Árni Brandsson kaupir Bustarfell. Sama ættin hefur búið þar síðan. 1770 Bustarfellsbærinn end- urbyggður eftir bruna. 1943 Methúsalem Methúsal- emsson selur ríkinu bæinn til varðveislu. 1950 Minjasafn opnað. 1966 Fjölskyldan flytur úr bænum í nýtt íbúðarhús. 1982 Elín Methúsalemsdóttir afhendir Vopnfirðingum minja- safnið. 2006 Þjónustuhúsið Hjáleigan Cafe tekið í notkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.