Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 8
Morgunblaðið
Fundað Ráðherra og ráðuneyt-
isstjóri á blaðamannafundinum.
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytið hefur sett upp viðamikinn vef
á heimasíðu sinni þar sem stefnu og
framtíðarsýn sitjandi ráðherra eru
gerð skil í smáatriðum. Þetta var
kynnt á blaðamannafundi í ráðu-
neytinu í gær.
Á vefnum getur fólk nálgast upp-
lýsingar um starf ráðuneytisins og
hvaða verkefni það hefur með hönd-
um hverju sinni. Hægt er að senda
ábendingar um allt frá símsvara
ráðuneytisins að því hvar skuli grafa
jarðgöng. Þá verður fólki gert fært
að skoða drög að lagafrumvörpum
sem verið er að vinna í ráðuneytinu
og gera við þau athugasemdir.
„Við ætlum að eiga hér samtal við
þjóðina, við setjum hér fram skýra
stefnumótun og aðgerðaáætlanir í
öllum málum ráðuneytisins,“ segir
Kristján Möller, ráðherra sam-
göngu- og sveitarstjórnarmála.
Stefnuna og framtíðarsýnina segir
hann vera lifandi plagg og kveður að
reynt verði að taka tillit til ábend-
inga sem berast. Þannig muni stefn-
an þróast og taka breytingum í takt
við vilja borgaranna.
„Þetta er tímamótaplagg og ég
held ekkert um það, ég veit það,“
segir Kristján. „Við þykjumst vita að
þetta hafi ekki verið gert áður á
þennan hátt, ef þetta gengur vel er
vonandi að þetta verði til eftir-
breytni.“ Hann segist þó ekki hafa
heyrt frá öðrum ráðherrum stjórn-
arinnar um hvort þeirra ráðuneyti
muni taka upp áþekkt fyrirkomulag.
Mikil vinna liggur að baki verkefn-
inu og segist Kristján þess fullviss að
hún muni skila árangri í starfi ráðu-
neytisins.
Tuttugu sveitarfélög 2022
Meðal þeirra markmiða sem sett
eru fram á vefnum er að fækka sveit-
arfélögum á landinu í tuttugu fyrir
árið 2022, draga úr losun gróður-
húsalofttegunda frá samgöngum um
26% fyrir árið 2020 og að nethraði í
boði verði að lágmarki 10 mbps árið
2014 og 100 mbps 2020 fyrir 99%
heimila. Þá er ætlunin að ráðuneytið
haldi sig alltaf innan ramma fjárlaga.
Vefurinn er aðgengilegur á slóð-
inni www.samgonguraduneyti.is.
Opnari stjórnsýsla með nýjum vef
Gagnvirkur vefur gerir fólki kleift að koma að málum samgönguráðuneytis á fyrstu stigum
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
Nú er liðinn mánuður síðanMagmamálið skaut aftur upp
kollinum. Áður hafði Steingrímur J.,
formaður Vinstri grænna, í tæpt ár
haft það sérstaka verkefni frá æðstu
stjórn síns flokks að koma í veg fyrir
fullnustu málsins. Var hann með mál-
ið jafn lengi í fanginu og Gylfi fag-
legi Magnússon lögfræðiálit Seðla-
bankans um gengistryggðu lánin.
Og það má Steingrímur eiga aðþótt hann sé auðvitað ekki fag-
legur, þá var hann jafn hissa þegar
Magma-málið kom upp eftir tæpt ár
og Gylfi Magnússon varð eftir jafn
langan tíma við dóm Hæstaréttar.
Ríkisstjórnin skipaði tvær nefndirvegna Magma sem skyldu skila
áliti ekki síðar en 15. ágúst. Allan
þann mánuð hefur Jóhanna verið að
láta athuga vanhæfi nefndarmanna.
Einn nefndarmaður reyndist syst-ursonur manns sem var giftur
konu sem var formaður annarrar
nefndar á vegum Jóhönnu. Tókst Jó-
hönnu eftir erfiða leit að finna lög-
fræðing sem sá það allt sem bullandi
vanhæfi. Á meðan Jóhanna finnur
nefndarmenn við hæfi er skilafrestur
löngu liðinn.
Magmamenn hafa á meðan komiðupp úr skúffunni í Svíþjóð og
hert sína hnúta þannig að engu verð-
ur um þokað.
Ekki verða þeir sakaðir um van-hæfi og er þó forstjórinn afa-
bróðir manns sem keypti málverk af
systurdóttur skipstjórans á Herjólfi
sem hringdi tvisvar í síma formanns
nefndar Jóhönnu árið sem hann dó.
Steingrímur J.
Sigfússon
Mögnuð stjórnsýsla
Jóhanna
Sigurðardóttir
Veður víða um heim 26.8., kl. 18.00
Reykjavík 11 léttskýjað
Bolungarvík 9 heiðskírt
Akureyri 10 skýjað
Egilsstaðir 9 skýjað
Kirkjubæjarkl. 10 rigning
Nuuk 11 skýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 12 súld
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 15 skýjað
Helsinki 15 skýjað
Lúxemborg 22 skýjað
Brussel 22 skúrir
Dublin 16 léttskýjað
Glasgow 17 skýjað
London 20 skýjað
París 23 skúrir
Amsterdam 20 skýjað
Hamborg 17 skýjað
Berlín 17 skúrir
Vín 27 léttskýjað
Moskva 15 skýjað
Algarve 32 heiðskírt
Madríd 36 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 28 heiðskírt
Róm 30 heiðskírt
Aþena 31 léttskýjað
Winnipeg 21 heiðskírt
Montreal 21 skúrir
New York 25 léttskýjað
Chicago 21 skýjað
Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:56 21:04
ÍSAFJÖRÐUR 5:52 21:18
SIGLUFJÖRÐUR 5:34 21:01
DJÚPIVOGUR 5:23 20:35
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
„Það er skemmst frá því að segja að
við getum nú flýtt nokkrum útboðum
frá því sem ætlað var, við vorum það
klemmd vegna peningaflæðis fyrr á
þessu ári að við gátum ekki boðið út
verk nema þau sem ættu að hefjast
strax í upphafi næsta árs,“ segir
Kristján Möller, samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðherra, um ákvörðun
um að flýta útboðum og framkvæmd
ýmissa hefðbundinna ríkisfram-
kvæmda.
Stefnt er að því að framkvæmdir
við verkefnin hefjist í lok þessa árs
eða byrjun þess næsta. Kristján seg-
ir að meðal þessara framkvæmda sé
seinni áfangi Suðurstrandarvegur en
hann verður boðinn út undir lok
september.
„Og ég minni á að framkvæmdir
eru hafnar við Vesturlandsveg og við
höfum loksins skrifað undir samning
um fyrsta áfanga Suðurlandsvegar,“
segir Kristján. Segist hann vonast til
að framkvæmdirnar við Suðurlands-
veg geti hafist á komandi vikum.
Áætlað er að ráðuneytið muni á
næsta ári bjóða út nokkuð minna af
hefðbundnum ríkisframkvæmdum
en undanfarin ár og í ár en þó sé
langt í frá að um sé að ræða „algert
frost“ að sögn Kristjáns
Ekkert öruggt um sjóðina
„Það er ekkert öruggt í þessu en
viðræðurnar ganga vel,“ segir Krist-
ján Möller um aðkomu lífeyrissjóð-
anna að stórframkvæmdum á vegum
ráðuneytisins. Kveður hann viðræð-
ur taka tímann sinn vegna þess að í
mörg horn sé að líta og fara þurfi yf-
ir kostnað og reiknilíkön. „En öll
þessi undirbúningsvinna er í
mjög góðum farvegi. Ég er
bjartsýnn en það er auð-
vitað ekkert öruggt fyrr
en skrifað er undir.“
Að sögn Kristjáns er
aðkoma lífeyrissjóð-
anna alger forsenda
ýmissa stórfram-
kvæmda og nefnir hann í því sam-
bandi Vaðlaheiðargöng, Reykjanes-
braut, Suðurlandsveg og
Vesturlandsveg.
Ljóst er því að mikið er í húfi að
það takist að fá lífeyrissjóðina til
samstarfs. Segir Kristján að í ráðu-
neytinu sé fólk ekki komið svo langt
að hugsa um hvað verður tekið til
bragðs náist ekki samkomulag við
lífeyrissjóðina.
11,5 milljarðar í vegi í ár
Árin 2008 og 2009 segir Kristján
hafa verið metár í framkvæmdum
ráðuneytisins og þetta ár kveður
hann geta slagað langleiðina upp í
það.
„Við erum að vinna mjög mikið á
þessu ári, við erum að vinna í vega-
málum fyrir hvorki meira né minna
en 11,5 milljarða,“ segir Kristján.
Mörgum verkefnum á samgöngu-
áætlun segir hann að ljúki nú í haust,
sennilega hafi jafnmörgum verkefn-
um aldrei áður verið lokið að hausti
og nú.
Ráðuneytið flýtir framkvæmdum
Aðkoma lífeyrissjóða ekki í höfn en er forsenda áætlana samgönguráðuneytisins
Ráðherra vonar að framkvæmdir við Suðurlandsveg hefjist á komandi vikum
„1300 krónur finnst mér of
hátt,“ segir Kristján og telur að
svo hátt gjald í Vaðlaheiðargöng
gæti leitt til þess að fólk kysi
frekar að aka lengri og óörugg-
ari leiðina um Víkurskarð. Í
Morgunblaðinu í gær sagði að
meðalfjárhæð veggjaldsins yrði
að vera 1.300 kr. svo göngin
stæðu undir sér miðað við að
allt að 90% ökumanna færi
um göngin frekar en um
Víkurskarð.
Segist Kristján
vonast til þess að
gjald í göngin verði
um 800 krónur.
Gjaldið verði
800 krónur
VAÐLAHEIÐARGÖNG
Kristján
Möller