Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010 Einn besti dagur ÍMARK á þessu ári rennur upp þann 1. september á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ klukkan 15.30. Þar munu reyndir og óreyndir ÍMARK félagar etja góðlátlegu kappi í Texas Scramble vopnaðir golfkylfum og glimrandi skapi. Vinningar eru ekkert slor: Flug fyrir tvo til London í aðal og svo hellingur af græjum fyrir þá sem komast með tærnar þar sem fyrsta sætið hefur hælana. Skjóstu á www.imark.is og kynntu þér verð og skilmála. Færri komast að en vilja. ÍMARK félagar mega taka með sér gest. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 0 9 6 GOLFMÓT ÍMARK 2010 STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala Gamma, GAMMA: GBI, hækkaði um 0,5% í gær, í 14,8 milljarða króna viðskiptum. Verð- tryggða vísitalan, GAMMAi: Verðtryggt, hækkaði um 0,6% í 7,1 milljarðs króna viðskiptum og óverðtryggða vísitalan, GAMMAxi: Óverðtryggt, hækkaði um 0,3% í 7,7 milljarða króna viðskiptum. Nokkur velta og hækkun ● Skráð atvinnu- leysi í Svíþjóð mældist 8% í júlí en var 9,5% í júní. Samkvæmt tölum sænsku hagstof- unnar voru 415 þúsund manns án atvinnu í júlí. Er at- vinnuleysið nú svipað og það var fyrir réttu ári. Samkvæmt nýrri spá sænskra stjórn- valda mun verg landsframleiðsla aukast um 4,5% á þessu ári og um 4% á því næsta. Atvinnuleysi í Svíþjóð minnkar milli mánaða Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Starfsmönnum NBI var síðdegis í gær kynnt nýtt skipurit bankans. Bankastjórinn, Steinþór Pálsson, hefur unnið að nýju skipuriti síðan hann tók við fyrir skömmu. Meðal nýrra deilda sem verða stofnaðar innan bankans eru sérstakar eining- ar til að annars vegar takast á við skuldavanda einstaklinga og heimila og hins vegar skuldavanda fyrir- tækja. Innan NBI hafa skuldavand- ræði viðskiptavina bankans reynst langvinnari og erfiðari en stjórnend- ur bankans væntu. Núverandi skipu- lag bankans þykir að sama skapi ekki hafa reynst nægilega skilvirkt til að leysa úr aðsteðjandi vanda- málum sem snúa að skuldavandræð- um. Auglýst til að sækja umboð Átta nýjum sviðum verður komið á koppinn innan NBI í stað hinna gömlu. Auglýst verður í stöðu fram- kvæmdastjóra fyrir öll sviðin, en í dagblöðum hafa þegar birst auglýs- ingar vegna ráðningar fram- kvæmdastjóra mannauðssviðs. Fram kemur á heimasíðu NBI að þetta sé gert til þess að stjórnendur bankans geti sótt sér „nýtt og óskor- að umboð og að samhentur forystu- hópur myndist um ný markmið og stefnu bankans“. Ekkert um uppsagnir enn Eftir því sem næst verður komist voru engar áætlanir kynntar um uppsagnir hjá NBI, en í fyrra var meðalfjöldi starfsmanna bankans tæplega 1.200 manns. Laun og launatengd gjöld voru um 8,5 millj- arðar króna hjá NBI í fyrra. Fram kom í skýrslu Bankasýslu ríkisins frá því í sumar að íslensk fjármálafyrirtæki hefðu enn ekki lagað sig að breyttum aðstæðum fjármálageirans hér á landi hvað varðar starfsmannafjölda. Í skýrsl- unni sagði að hlutfall vinnuafls í fjár- málaþjónustu af heildarvinnuafli hér á landi væri 4,7%, sem er með því allra hæsta sem þekkist í Evrópu. Morgunblaðið/Golli NBI Starfsfólk NBI í Austurstræti fylgist með þegar endurfjármögnun bankans var kynnt. Á síðasta ári störfuðu að meðaltali 1.177 manns hjá NBI. Skipulagsbreyt- ingar hjá NBI  Engar ákvarðanir um uppsagnir enn FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Nauðasamningar fjárfestingabank- ans Straums tóku gildi í gær, en kærufrestur vegna þeirra rann út í fyrradag. Í síðustu viku samþykkti Héraðsdómur Reykjavíkur nauða- samningana. Bankanum verður skipt upp í tvö félög. Annars vegar eignaumsýslufélagið ALMC hf. og nýjan fjárfestingabanka sem ber nafnið Straumur IB hf. Straumur IB mun taka yfir alla fjárfestinga- bankastarfsemi og bankaleyfi sem Fjármálaeftirlitið gaf út til Straums hf. Allar eignir munu hins vegar liggja eftir í ALMC, sem verður að fullu í eigu kröfuhafa Straums. Nýi bankinn, Straumur IB, verður dótturfélag ALMC. Ætla að byggja upp bankann Samkvæmt áætlun um skiptingu efnahagsreikninga munu eignir ALMC nema ríflega 1,4 milljörð- um evra, en skuldir tæplega 1,9 milljörðum evra. Engar eignir fær- ast yfir til Straums IB aðrar en handbært fé upp á sjö milljónir evra og lítilræði af húsbúnaði. Fram kemur í skiptingaráætlun- inni að með áframhaldandi fjár- festingabankastarfsemi sé stefnt að því að viðhalda verðmætum en einnig að nýta viðskiptatækifæri sem felast í slíkri starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá Straumi stendur vilji kröfuhafa Straums til þess að byggja upp Straum IB. Til að byrja með mun þó engin eignastýring verða hjá nýja bankanum. „Miðlun og ráð- gjöf verða kjarnasviðin hjá fjár- festingarbankanum til að byrja með,“ segir Stefán Broddi Guð- jónsson, upplýsingafulltrúi Straums. „Stefnan er að endur- reisa fjárfestingabankastarfsemi sem mun grípa þau tækifæri sem finnast á Íslandi. Það er þjónustu- samningur milli fjárfestingabank- ans og ALMC, en verkefni nýja bankans verða ekki bundin við ALMC. Eigendur Straums telja að það séu tækifæri í fjármálaþjón- ustu á Íslandi,“ segir hann. Nauðasamningar taka gildi og bankanum skipt í tvennt  Kærufrestur nauðasamninga Straums rann út í vikunni  Nýr banki verður til Uppskipting Fjárfestingabankanum Straumi-Burðarási hefur verið skipt upp í eignaumsýslufélagið AMLC og fjárfestingabankann Straum IB. Nýr banki » Eignaumsýslufélagið AMLC mun eiga fjárfestingabankann Straum IB að fullu. » Engar eignir færast yfir í Straum IB aðrar en handbært fé – sjö milljónir evra. Straumur IB mun sinna miðl- un og ráðgjöf til að byrja með, en eignaumsýslan situr eftir hjá ALMC. » Vilji kröfuhafa Straums stendur til þess að byggja upp Straum IB sem fjárfest- ingabanka á Íslandi. Þjónustujöfn- uður var jákvæð- ur um 13,5 millj- arða króna á öðrum fjórðungi þessa árs, borið saman við 17,6 milljarða króna afgang á sama ársfjórðungi í fyrra. Alls var flutt út þjónusta fyrir 79,6 milljarða króna í fjórðungnum, en innflutningur nam 66 milljörðum króna. Mesti afgangurinn var á þjónustu sem tengist samgöngum, eða 10,6 milljarðar króna. Tæplega 100 millj- óna króna halli var á þjónustu sem tengist ferðalögum og 3,1 milljarðs króna afgangur á annarri þjónustu. 1,3 milljarða króna halli var á þjónustuviðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi þessa árs. ivarpall@mbl.is Jákvæður jöfnuður  Afgangur á þjón- ustujöfnuði á öðrum fjórðungi Tap varð á rekstri færeyska flug- félagsins Atlantic Airways á öðrum ársfjórðungi sem nam 1,5 millj- ónum danskra króna, jafnvirði um 30 milljóna íslenskra króna. Félag- ið segir, að hefðu ekki orðið trufl- anir á flugi í apríl og maí vegna öskuskýsins frá Eyjafjallajökli hefði afkoman orðið jákvæð. Félagið segir að flugbannið vegna öskunnar hafi haft þau áhrif að tekjur minnkuðu um fimm millj- ónir danskra króna. Velta Atlantic Airways var 92,8 milljónir danskra króna. Tap vegna öskuskýs DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG MiðKaup Sala Gengisskráning 26. ágúst 2010 Heimild: Seðlabanki Íslands 119,86 186,24 113,43 20,457 19,043 16,188 116,78 1,4163 181,03 152,36 120,15 186,69 113,76 20,517 19,099 16,235 117,11 1,4204 181,57 152,79 207,4057 120,44 187,14 114,09 20,577 19,155 16,282 117,44 1,4245 182,11 153,22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.