Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. „Þetta er afleit hugmynd sem yrði brot á aldagamalli hefð og menningu,“ segir Jón Vilmundarson, ráðunautur og bóndi í Skeiðháholti í Árnessýslu, um þá hugmynd að flytja réttir í auknum mæli inn að afréttargirðingum og draga fé þar í sundur. Þessari hugmynd er varpað fram til umhugsunar á vef Matvælastofnunar þar sem fjallað er um sjúk- dómahættu og velferð dýra í tengslum við smölun og haustleitir. Bent er á að þótt réttarstörfin yrðu flutt mætti nota glæsilegar og vel hlaðnar réttir í byggð til þess að halda réttarböllin. „Réttar- dagurinn og allt sem honum fylgir, svo sem göngurnar og reksturinn, er hornsteinn menningarinnar í sveitinni. Hann skiptir miklu máli í samfélaginu,“ segir Jón. helgi@mbl.is Réttardagurinn er horn- steinn menningarinnar  Illa tekið í hugmynd um að flytja réttir inn að afrétti Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd Alþingis funduðu með Katrínu Júl- íusdóttur iðnaðarráðherra og Svandísi Svavarsdóttur umhverfis- ráðherra í gær um stöðu Norð- lingaölduveitu í ljósi rammaáætl- unar og friðlýsingar svæðisins. Katrín Júlíusdóttir sagði um- hverfisráðherra hafa farið yfir stöðu friðlýsingarferlisins og hvað byggi að baki því. „Hún fór ágæt- lega yfir söguna, en hún er löng og margir hafa komið að þeirri ákvörðunartöku í gegnum tíðina og lýst vilja til þess að þessi friðlýsing færi fram. Ég kom svo inn á stöð- una gagnvart rammaáætlun og kostunum sem þar eru til mats sem er Norðlingaölduveita. Ég skýrði frá því að eins og útmörkin á þess- ari friðlýsingu eru skilgreind þá passar Norðlingaölduveita í þeirri mynd sem hún er núna ekki inn í þá mynd,“ sagði Katrín. Hún kvað stöðuna hins vegar vera þannig að ef menn ætluðu með einhverjum hætti að nýta það vatnsafl sem þarna er þá mundi það byggjast á þeirri niðurstöðu friðlýsingarinnar. Ráðherrarnir hafna því að frið- lýsingunni sé stefnt gegn Norð- lingaölduveitu. „Það er ekki svo, heldur snýst friðlýsingin um frið- lýsinguna sjálfa og það að vernda þetta einstaka svæði. Það þýðir ekki að það sé verið að stefna henni gegn einhverju einu eða öðru. Friðlýsingin snýst um friðlýsingu á forsendum náttúrunnar.“ Einbeittur vilji ráðherra Tryggvi Þór Herbertsson, þing- maður í iðnaðarnefnd, segir ein- beittan vilja ráðherranna til að stækka friðlandið í Þjórsárverum til að koma í veg fyrir Norðlinga- ölduveitu hafa komið fram á fund- inum. Tryggvi kveðst verða ósáttur ef þetta verður niðurstaðan. „Ef þetta fer svona fram þá tekur þetta út þann hagkvæma kost sem Norð- lingaölduveita er, án þess að það sjáist nein bein rök fyrir því að það þurfi að gera þetta út frá nátt- úruverndarsjónarmiðum. Þetta er lítið lón sem kemur þarna. Það fara 0,2 ferkílómetrar af gróðri undir vatn og það er engan veginn hægt að sjá að það sé verið að trufla Þjórsárver á nokkurn hátt,“ segir Tryggvi sem segir sveitarfélögin á svæðinu ósammála ráðherrunum. „Ég veit ekki hvernig þetta endar. Kannski með eignarnámi til þess að þetta sé friðlýst?“ „Snýst um friðlýsinguna sjálfa“  Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra kveða friðlýsingu ekki stefnt gegn Norðlingaölduveitu  Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir það einbeittan vilja ráðherra að koma í veg fyrir framkvæmdina Morgunblaðið/Eggert Sammála Umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra fyrir sameiginlegan fund sinn með iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd Alþingis í gær. Maður á fertugsaldri, sem hafði ver- ið í haldi lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu frá því í fyrradag vegna rannsóknar á andláti Hann- esar Þórs Helgasonar, var látinn laus í gær. Ekki voru efni til að krefjast gæsluvarðhalds yfir mann- inum. Friðrik Smári Björgvinsson, yf- irmaður rannsóknardeildar lögregl- unnar, segir rannsóknina enn í full- um gangi. Hann vildi ekki tjá sig um hvort lögreglan hefði tekið lífsýni úr manninum. Friðrik segir enn hátt í fjörutíu lögreglumenn vinna að rannsókn málsins. „Því lengra sem líður fækk- ar verkefnunum. Þetta er mest í upphafi þannig að fjöldinn fer eftir því hvernig rannsókninni vindur fram. Tíminn einn leiðir það í ljós,“ segir Friðrik. Friðrik kveður rannsóknarlög- regluna nú bíða eftir niðurstöðu rannsókna á lífsýnum en öll lífsýni eru send til Svíþjóðar. „Þetta getur tekið þrjár til fjórar vikur. Maður veit ekkert hversu mikið álag er á þeim þarna úti eða hvernig forgang við fáum en við fórum fram á for- gang.“ jonasmargeir@mbl.is Látinn laus eftir yfir- heyrslur Sýningin Wings’n’Wheels fer fram á Tungubakkaflugvelli á morgun en þar verða til sýnis gamlar flugvélar, fornbílar, gamlar dráttarvélar og gömul mótorhjól. Þá verður TF-ÖGN, elsta flugvél landsins, til sýnis. Vélin var smíðuð 1931 en margir þekkja hana sem vélina sem hékk í loft- inu á Flugstöð Leifs Eiríkssonar til margra ára. Vélin þykir sögulegt verð- mæti og er henni því ekki flogið lengur. jonasmargeir@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferguson, flugvélar og fornbílar Matvælastofnun vekur athygli á því að smala- mennskur og fjárleitir séu vandasamt verk þar sem gæta þurfi öryggis og alltaf ætti að hafa velferð fjár- ins og hrossanna að leiðarljósi. Það er brýnt fyrir bændum að standa þannig að smalamennskum að féð hlaupi sig ekki uppgefið. Tek- ið er dæmi af Flóamannaafrétti. Kind sem finnist inni í Tjarnarveri geti átt fyrir höndum 100 km göngu á sex dögum í Reykjaréttir. Mikil ábyrgð hvíli á þeim sem komi þessum kindum til byggða. Stungið er upp á að kindunum verði ekið á vagni. Jón Vilmundarson blæs á þetta, segir að 2-3 kindur komi úr lengstu göngum og dagleiðir séu ekki langar. Þegar líði á reksturinn séu vagnar til taks fyrir fé sem mæðist. 100 kílómetra leið VELFERÐ FJÁRINS AÐ LEIÐARLJÓSI ... og rjómi H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.