Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
Fyrir réttum 60 ár-
um fluttu foreldrar
mínir í risið á Sigrúni
35. Á fyrstu hæðinni
bjuggu þá Stefán
Bjarnason og kona hans, Rósa
Kristjánsdóttir, ásamt syninum
Ragnari. Snemma tókst mikil vin-
átta milli fjölskyldnanna og ég
hændist mjög að þeim hjónum. Æ
síðan kallaði ég Stefán fóstra minn
og þau tengsl sem þarna mynd-
uðust rofnuðu aldrei.
Stefán var fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar á Íslandi sem sá landið rísa
úr mikilli örbirgð og eymd til þeirra
brothættu og fallvöltu velmegunar-
tinda sem nútímaíslendingurinn
hamast við að klífa. Hann var barn
að aldri þegar spænska veikin fór
hamförum. Hann lifði af kreppu- og
styrjaldarár og tók alltaf virkan
þátt í baráttu samtíðar sinnar fyrir
betra og heiðarlegra Íslandi. Hann
var sósíalisti og hernámsandstæð-
ingur af lífi af sál og hvikaði aldrei
frá málstaðnum. Hann var Dags-
brúnarmaður sem bar fyrir okkur
öll fána framtíðarlandsins. Morgun-
blaðið hafði viðtal við Stefán í vor í
tilefni 100 ára afmælisins og þá lá
hann ekki á róttækum skoðunum
sínum þótt í viðtali við
höfuðmálgagn auðvaldsins væri.
Stefán Bjarnason
✝ Stefán Bjarnasonvar fæddur í Ölv-
isholti í Árnessýslu 7.
maí 1910. Hann lést á
Landakotsspítala 18.
ágúst síðastliðinn,
100 ára að aldri.
Útför Stefáns fór
fram frá Dómkirkj-
unni 25. ágúst 2010.
Það var mér ómet-
anlegt að eiga Stefán
Bjarnason að vini og
fóstra í sex áratugi.
Hann tók mig með á
verkfallsvakt með
Dagsbrúnarmönnum
til að stöðva flutn-
inga á mjólk og bens-
íni til borgarinnar.
Ég gekk með Stefáni
og Rósu í fjölmörg-
um kröfugöngum 1.
maí. Hann kenndi
mér níðvísur um auð-
valdið. Stefán gerði
mig barnungan að hörðum vinstri-
manni og hernámsandstæðingi.
Eftir því sem árin liðu fjarlægð-
umst við félagarnir í pólitík en
aldrei skyggði það á vináttuna.
Stefán var mikill húmoristi og
gleðimaður sem sá í gegnum orð-
skrúð og slagorð stjórnmálamanna.
Hann var manna fljótastur að
greina hismið frá kjarnanum og
trúði ekki á neinn heilagan sann-
leika þrátt fyrir allt. Á síðustu ár-
um áttum við Stefán mörg trún-
aðarsamtöl um lífið og tilveruna
þar sem hann ræddi um eigin veik-
leika og styrkleika. Hann brýndi
fyrir mér hlæjandi að standa alltaf
undir þeim ákvörðunum sem ég
tæki hversu vitlausar sem þær
væru.
Stefán Bjarnason átti því láni að
fagna að eldast bæði vel og virðu-
lega og halda andlegri reisn sinni
til dauðadags.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Stefáni fyrir fóstrið og biðja hann
að fyrirgefa mér öll þau pólitísku
feilspor sem ég steig á lífsleiðinni.
Óttar Guðmundsson.
Fallinn er öðlingur; verkamaður-
inn trausti er ávallt stóð í bardag-
anum miðjum er alþýða þessa lands
barðist fyrir bættum kjörum. Á
kreppuárunum gekk hann í Komm-
únistaflokkinn og skipaði sér í sveit
„Varnarliðs verkalýðsins“ er átökin
voru hörðust. Bróðir hans, Brynj-
ólfur Bjarnason, varð forustumaður
kommúnista og ráðherra sósíalista,
en Stefán var ávallt í hópi hinna
óeigingjörnu flokksfélaga, sem allt
starf hvíldi á.
Það er hálf öld síðan ég hitti Stef-
án fyrst. Ég var unglingur, nýgeng-
inn í Æskulýðsfylkinguna, og sat
við fótskör Jóns Rafnssonar, á
skrifstofu Sósíalistafélags Reykja-
víkur í Tjarnargötu 20, og nam
fræðin. Þangað komu félagarnir til
skrafs og ráðagerða. Vogadeildin
var róttækust og kölluð „villta
vinstrið“ af þeim er hægfara voru. Í
þeirri deild var Stefán og margir
mætir félagar. Nefna má Gísla Th.
Guðmundsson, Jón Steinsson,
Kjartan Helgason og Sigfús Brynj-
ólfsson, sem er sá eini þeirra félaga
sem enn er á lífi. Eldheitir hug-
sjónamenn, sem sátu yfirleitt á aft-
asta bekk í stóra salnum í Tjarn-
argötu 20 á fundum í
Sósíalistaflokknum og létu for-
ingjana heyra það ef þeir villtust af
réttri línu.
Ég var í forustuhópi þeirra Fylk-
ingarfélaga er studdu son Stefáns,
Ragnar jarðskjálftafræðing, til for-
setaembættis í Fylkingunni þegar
hann kom heim frá námi í Svíþjóð
1967. Vinaböndin urðu náin og mað-
ur varð heimagangur hjá honum og
Astrid, þáverandi konu hans, á jarð-
hæðinni á Sunnuvegi 19, en Stefán
og Rósa kona hans bjuggu á efri
hæðinni. Það hús byggði Stefán
hörðum höndum. Oft skrapp maður
upp, er hugmyndafræðilegar um-
ræður fóru úr böndunum niðri, og
náði jarðsambandi að nýju í spjalli
við Stefán um verkalýðsbaráttu
fyrri tíma, starf sósíalískrar hreyf-
ingar og hlýddi á skoðanir hans á
hvað bæri að gera í baráttu dagsins.
„Was tun?“ Leníns var enn á dag-
skrá.
Stefán var fjölgáfaður maður, vel
lesinn, gamansamur og hjartahlýr –
og ekki var hlýjan minni er
streymdi frá Rósu konu hans. Hún
bar mann á höndum sér.
Eftir að Ragnar var fluttur af
Sunnuvegi kom það stundum fyrir
að maður tók hús á Stefáni og Rósu
létthreifur. Urðu þá fagnaðarfundir
og hann dró fram vodkaflöskuna og
svo var spjallað lengi og lagið tekið
er leið að morgni.
Frægar urðu ferðir Stefáns á
„Næsta bar“ er hann var farinn að
nálgast tírætt. Þar var hann allra
manna hressastur. Síðast sat ég þar
með honum á 99 ára afmælisdeg-
inum hans og á 100 ára afmælinu
hinn 7. maí sl. hélt hann mikla
veislu á heimili sínu og skálaði glað-
ur við mann og annan og hugurinn
enn við málefni dagsins og baráttu
síðustu aldar. Þessi dagur varð eig-
inlega lokapunkturinn í baráttusögu
Stefáns. Eftir það tók honum að
hraka en leið bærilega til loka um-
vafinn ástríki fjölskyldunnar.
Þótt við Stefán tilheyrðum hvor
sinni kynslóðinni markaði það aldr-
ei vináttu okkar. Hún var gegnheil.
Honum á ég ótrúlegar upplifanir að
þakka.
Við Anna Bryndís sendum Ragn-
ari, systrum hans og fjölskyldum
þeirra allra okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Langri baráttuævi
raunsanns kommúnista og verka-
lýðssinna er lokið.
Vernharður Linnet.
Heldurðu að þú hringir ekki í
hana Andreu, mér þætti vænt um
það, sagði Stefán þegar hann bauð
mér í hundrað ára afmæli sitt síð-
astliðið vor. Þegar ég hringdi í And-
reu Gylfadóttur var Stefán að sjálf-
sögðu búinn að hringja sjálfur,
mikill smekkmaður Stefán með ein-
stakt auga fyrir fallegum konum –
það vantaði ekki – mættu fleiri taka
hann sér til fyrirmyndar í því sem
og fleiru.
Eitt af mínum mörgu lánum í líf-
inu var að kynnast Stefáni – og
Rósu eiginkonu hans sumarið ’68,
þegar ég flutti í bæinn. Það var
ekki ónýtt að eiga slíkt fólk að, þeg-
ar fínast þótti að tæta mig í sig.
Ragnar Stefánsson félagi minn og
vinur gerði mér mögulegt að kynn-
ast foreldrunum. Slíkt fæ ég aldrei
fullþakkað.
Á heimili mínu var Stefán ætíð
heiðursgestur, í öllum veislum og
mannfögnuðum. Hann átti sinn stól,
rauðan að sjálfsögðu, sem honum
var ætlaður og þar sat hann þessi
elska og tók á móti gestum mínum
sem virtu hann og dáðu.
Kreppan tók á móti mér í
Reykjavík, sagði Stefán í viðtali í
Morgunblaðinu á hundrað ára af-
mælisdegi sínum, en Stefán tók líka
á móti og það er það sem skiptir
máli – að taka á móti og gefast ekki
upp. Stefán Bjarnason tók svo
sannarlega á móti, hvort heldur
kreppunni, kommahöturum eða
þeim sem misþyrmdu ungum stúlk-
um eins og þegar þau Rósa leyndu
ungri stúlku sem tókst að flýja frá
svokölluðu meðferðarheimili á
Bjargi. Hjarta Stefáns var stórt.
Stór hjörtu elska mikið, stundum
óþægilega mikið og erfitt að velja.
Ástirnar hans Stefáns voru tvær,
Rósa og Ingibjörg, þó svo ég kynnt-
ist einungis annarri, Rósu, á Sunnu-
veginum. En öllum ástvinum, fé-
lögum og vinum óska ég þess að
halda á lofti hugsjónum Stefáns
Bjarnasonar fyrir betra mannfélagi.
Birna Þórðardóttir.
Okkur langar í ör-
fáum orðum að minn-
ast frænku okkar,
Jónu Steinbergsdótt-
ur. Það er margs að
minnast frá liðnum
árum og þegar við
hugsum til bernskuáranna þá var
alltaf mikill samgangur á milli
systranna Aðalbjargar ömmu og
Sumarrósar og fjölskyldna þeirra.
Það var alltaf glatt á hjalla, sér-
staklega þegar vistin var spiluð og
heyrðum við oft, ja Jóna, ja Stein-
ar, ja Bogga þegar var dán í sögn-
unum og barið fast í borðið í leið-
inni, svo fylgdu hlátrasköllin með.
Jólaboðin voru tíð og alltaf laum-
aði Jóna frænka nokkrum miðum á
Kaupfélags-jólatrésskemmtunina í
hendurnar á mömmu handa okkur
yngri börnunum, við munum enn
eftir þessum frábæru jólaböllum
sem alltaf voru haldin á Hótel
Kea. Alltaf var yndislegt að koma í
Hríseyjargötuna, bæði á okkar
bernskuárum og einnig þegar við
vorum sjálfar búnar að eignast
okkar fjölskyldur. Þá skruppum
við oft á Þorláksmessu til Jónu
frænku. Eiginlega voru jólin ekki
komin fyrr en það var búið að
heimsækja hana og fá sér rjúkandi
heitt hangikjöt, kaffi og kökur
enda alltaf hlaðborð hjá Jónu
frænku. Þar hittum við líka alltaf
frændur okkar sem eyddu jólunum
í Hríseyjargötunni, spjölluðum og
hlógum mikið saman. Strákarnir
mínir þeir Sólon og Alexander
höfðu einmitt orð á því að það yrði
skrýtið að fara ekki til Jónu
frænku á næstu Þorláksmessu í
góða hangikjötið og kökurnar
hennar en það hafa þeir gert nær
óslitið í tólf ár. Við minnumst einn-
Jóna Steinbergsdóttir
✝ Jóna Steinbergs-dóttir fæddist 20.
desember 1931. Hún
lést 17. ágúst 2010.
Útför Jónu fór
fram frá Akureyr-
arkirkju 25. ágúst
2010.
ig hvað það var gam-
an hjá okkur á síð-
asta ættarmóti, þar
var nú spjallað mikið
og sungið. Mér þykir
vænt um að þú hafir
séð þér fært að koma
í 50 ára afmælið mitt,
elsku frænka, en
greinilega varstu
orðin mikið veik þá.
Við þökkum þér fyrir
allt, elsku frænka.
Minning þín lifir í
hjörtum okkar.
Hvíldu í friði.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Emma Hulda Steinarsdóttir,
Aðalbjörg Steinarsdóttir
og fjölskyldur.
Gekk ég þar um garða
sem gróðrarilminn lagði
frá mold og bjarkarblöðum
og blómum ótal landa.
Þá var drottins dagur
og dásamlegt að anda.
(Davíð Stef.)
Já, þannig gekk elskuleg vin-
kona mín um garðinn sinn, hlúði
þar að stórum sem smáum gróðri,
jafnt skrautplöntum sem matjurt-
um. Allt dafnaði hjá henni, hún var
sannarlega með græna fingur. Ég
var svo lánsöm að starfa undir
stjórn Diddu í hartnær tvo ára-
tugi.Þær eru óteljandi minning-
arnar sem fljúga gegnum hugann
á kveðjustund. Allar vinnuferðirn-
ar okkar, skemmtiferðirnar utan-
lands og innan að ógleymdum
uppáhaldsferðunum í búðaráp á
laugardögum. Didda var sköruleg
kona og ómetanlegur vinur. Höfð-
ingi heim að sækja og ómissandi í
fjölskylduboðum vegna glaðværðar
sinnar. Ég vil að leiðarlokum
þakka kærri vinkonu áralanga
samfylgd og veit að hennar bíða
verkefni á nýjum slóðum.
Við hjónin sendum Steinberg,
Hildi, Heimi, Reyni og fjölskyldum
innilegar samúðarkveðjur og biðj-
um ykkur guðsblessunar.
Með ástarþökk ertu kvödd
í hinsta sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu
að kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr
í vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú yl
og geislum björtum.
(Ingibj.Sig.)
Erla og Guðjón.
Með virðingu og þökk kveðjum
við Jónu Steinbergsdóttur, fyrr-
verandi formann og heiðursfélaga
Félags verslunar- og skrifstofu-
fólks Akureyri og nágrenni. Jóna
varð félagsmaður 16 ára gömul
þegar hún vann við afgreiðslustörf
fyrst í Brauðgerð KEA og síðar í
matvörudeildinni. Starfsmaður fé-
lagsins var hún frá árinu 1983 til
1999.
Jóna hafði margt til brunns að
bera til að gegna forystuhlutverki.
Hún var ákveðin og fylgin sér,
hafði sterkan persónuleika og það
sópaði að henni hvar sem hún
kom. Það kom því ekki á óvart að
félagar hennar veldu hana í vara-
formannsstarf FVSA 1981 og síðan
sem formann félagsins 1983. Hún
var endurkjörin formaður allt til
aðalfundar 1999, þegar hún lét af
störfum vegna aldurs. Á aðalfundi
félagsins árið 2000 var Jóna kjörin
heiðursfélagi.
Á þessu tæplega 20 ára tímabili
sem Jóna helgaði félaginu krafta
sína urðu miklar breytingar á
störfum stéttarfélaga. FVSA eign-
aðist eigið skrifstofuhúsnæði í
Brekkugötu 4 svo og orlofsíbúðir í
Reykjavík og orlofshús víða um
land. Jóna var kjörin í bygginga-
nefnd stéttarfélaganna sem steig
það gæfuspor að fara sameiginlega
í byggingu Alþýðuhússins við
Skipagötu. Þá sat hún í mörg ár í
stjórn Verkamannabústaða á Ak-
ureyri, einnig í stjórn Orlofs-
byggðarinnar Illugastaða og í
framkvæmdastjórn Landssam-
bands íslenskra verslunarmanna
frá 1983 til 1999, þar af sem vara-
formaður frá 1987.
Jóna var ákaflega réttsýn mann-
eskja, var kvenréttindakona og
stóð vörð um þá sem minna máttu
sín, hún var þess vegna ekki alltaf
ánægð með framgang kjaramál-
anna.
Með þakklæti í huga minnumst
við Jónu sem ósérhlífins dugnaðar-
forks sem helgaði FVSA og fé-
lagsmönnum þess starfskrafta sína
óskipta um áratuga skeið, við
munum hana líka sem glaðværa og
glæsilega sómakonu.
Við sendum fjölskyldu og vinum
Jónu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Jónu Stein-
bergsdóttur.
F.h. Félags verslunar- og skrif-
stofufólks Akureyri og nágrenni,
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
Ég þakka þér elsku Didda mín,
fyrir stundirnar með þér í gegnum
árin. Strax frá fyrstu kynnum
mynduðust sterk tengsl á milli
okkar sem slitnuðu ekki þó svo að
leiðir okkar Steinbergs hafi skilið.
Þú varst aðdáunarverð persóna og
hreifst fólk auðveldlega, hress,
brosmild en samt ákveðin. Greið-
vikni þín á sér ekki marga líka. Ég
held þú hefðir gengið heiminn á
enda ef það hefði bætt líðan þinna
nánustu. Þegar ég kom með Sig-
urlín Rós fárveika í sjúkraflugi til
Akureyrar var eins og þið mæðgur
gætuð ekki gert nóg. Ég þakka
hvað þú hefur reynst dætrum okk-
ar vel og hvað þú hefur alla tíð
verið þeim mikil stoð og styrkur.
Ég þakka fyrir allar góðu minn-
ingarnar sem þú hefur gefið þeim
og börnum Valgerðar Óskar. Þú
varst alls ekki bara frænka, þú
varst amma, móðir og langamma,
allt eftir hentugleikum hvers
barns í fjölskyldunni og ég held
jafnvel allt í bland.
Ég lærði fljótt að það að koma í
Hríseyjargötuna var eins og að
koma heim, þar vildi öll fjölskyld-
an vera sem oftast og sem lengst
og alltaf var jafn erfitt að kveðja
ykkur mæðgur, kökkur í hálsi og
tár á hvarmi. Þannig kveð ég þig
nú í hinsta sinn, elsku Didda mín,
og veit að þú ert komin á betri
stað þar sem þér hefur verið tekið
opnum örmum.
Blessuð sé minning þín.
Ásta Óskarsdóttir.
Kæri vinur og bróð-
ir.
Sárt er vinar að
sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Gunnar Eðvaldsson
✝ Gunnar SigmarEðvaldsson fædd-
ist á Siglufirði 16.
ágúst 1937. Hann lést
á Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri hinn 1. ágúst
2010.
Útför Gunnars fór
fram frá Akureyr-
arkirkju 13. ágúst
2010.
Margar úr gleymsku
rakna.
Svo var þín samfylgd
góð.
Góða minning að
geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir
streyma.
Þér munum við ei
gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Guð blessi minningu
þína.
Þinn bróðir,
Kári.