Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 39
Menning 39FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
Akureyrarvaka, bæjarhátíð á
Akureyri, verður haldin um
helgina og á laugardag kl.
15:00 verða tvær ljósmynda-
sýningar opnaðar í Listasafn-
inu á Akureyri undir yfirskrift-
inni Guðir og menn. Annars
vegar er það hin árlega sýning
Blaðaljósmyndarafélags Ís-
lands og hins vegar sýning á
myndaröðinni Trú eftir norska
ljósmyndarann Ken Opprann.
Opprann ferðaðist um heiminn og tók myndir af
fólki sem aðhyllist öll helstu trúarbrögð heims.
Sýningin er haldin í samvinnu við forlagið Opnu,
sem hefur gefið út bók með myndum eftir Oppr-
ann.
Ljósmyndir
Guðir og menn
á Akureyrarvöku
Ken
Opprann
Í gær var opnuð í Belo Hori-
zonte í Minas Gerais í Brasilíu
hljóðverk í almenningsrými
eftir Berglindi Jónu Hlyns-
dóttur. Verkið heitir Maintain-
ing Liberty og er innsetning á
aðaltorgi borgarinnar Praça
da Liberdade. Söngskáli torgs-
ins tekur til máls og ræðir sögu
sína, borgarinnar, torgsins og
lýðræðisins.
Verkið er hluti af sýningunni
Entre Pontas sem Myndlista- og tæknisetrið
JACA stendur fyrir með sex hópum brasilískra
myndlistarmanna og fjórum erlendum myndlist-
armönnum sem fengu styrk til að búa og vinna í
Belo Horizonte í tvo mánuði.
Myndlist
Berglind Jóna í
Belo Horizonte
Berglind Jóna
Hlynsdóttir
Þórey Bergljót Magnúsdóttir,
Æja, opnar sýningu á Gömlu
Borg í Grímsnesi næstkomandi
laugardag kl. 16:00. Í tilefni af
opnuninni verður Margrét J.
Pálmadóttir með tónlistar-
atriði kl. 17:00. Æja er fædd og
uppalin á Akureyri. Hún
stundaði nám á listasviði í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti, í
Myndlistaskóla Reykjavíkur
og Myndlista- og handíðaskóla
Íslands.
Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið
þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Þess
má geta að altaristaflan í kirkjunni að Fitjum í
Skorradal er verk Æju.
Myndlist
Æja sýnir á Gömlu
Borg í Grímsnesi
Brot úr mynd
eftir Æju
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Í dag verður opnuð myndlistarsýningin Að elta fólk og
drekka mjólk í Hafnarborg en titill sýningarinnar er
fenginn úr verki myndlistarmannsins Sigurðar Guð-
mundssonar, „Ljóð (Að elta fólk og drekka mjólk)“ frá
árinu 1972, einu af mörgum verkum í röðinni Situa-
tions. Þetta tiltekna verk Sigurðar er meðal fjölda
verka á sýningunni en á hana valdi sýningarstjórinn
Kristín Dagmar Jóhannesdóttir verk eftir íslenska
myndlistarmenn af ólíkum kynslóðum sem hún telur
hafa skekkt hið venjubundna og kallað þar með fram
virkni fyrirbærisins húmor, eins og hún orðar það í
sýningartexta.
Blaðamaður ræddi við Sigurð og Kristínu um sýn-
inguna.
-Hvers vegna heitir sýningin eftir verki Sigurðar?
„Á þeim tíma sem ég byrjaði að vinna sýninguna
vorum við að vinna saman, við Sigurður, og vorum að
fara í gegnum þessi gömlu Situations-verk. Þannig að
verkin voru nærri manni og mig langaði að finna titil
sem væri svolítið skemmtilegur og absúrd um leið og
hann er ljóðrænn,“ segir Kristín. „Og þetta er líka eitt
af fáum verkum mínum frá þessum tíma sem er gert á
Íslandi og eitt af þeim fyrstu líka,“ bætir Sigurður við.
Brandari hleginn út
-Nú eiga verkin það sameiginlegt að ákveðinn leikur
er í þeim sem kalla mætti húmor eða kímni. En húmor
getur verið alla vega og ekki víst að allir upplifi verkin
þannig.
„Nei, og sýningin mótast örugglega svolítið af skop-
skyni mínu, annað er ekki hægt. Maður fer ekkert að
útskýra hvað húmor er, um leið og ég reyni að útskýra
fyrirbærið verð ég stopp. Það er það skemmtilega við
sýninguna, upplifunin fer algjörlega eftir því hvernig
áhorfandinn er stemmdur,“ segir Kristín.
Sigurður bætir við þær vangaveltur: „Ég held líka
að þessi húmor sem er í sumum listaverkum (og í
mörgum, kannski í meirihluta listaverkanna, er ein-
hvers staðar húmor), sé af öðrum toga en djók, brand-
arar. Mismunurinn er sá að húmorinn í listum byggist
oft á því, verður til vegna þess, að þú konfronterar við
eitthvað sem er óvenjulegt en ert með mynd af hinu
venjulega inni í höfðinu á þér. Þá skapast svona frik-
sjón, þá víbrar það. En mismunurinn á brandara og
húmor í listum er sá að þú hlærð brandarann út en þú
hlærð þig inn í myndina, inn í verkið, músíkina eða
hvað það nú er,“ segir hann. „Sumir hlutir eru svo al-
varlegir að það er ekki hægt að segja frá þeim nema í
gríni,“ bætir hann svo við kíminn.
-Húmor er líka býsna eldfimur efniviður, ekki satt?
„Ég held að enginn listamaður setjist niður og segi:
Nú ætla ég að skrifa húmoríska bók eða húmorískt
músíkverk eða myndlistarverk,“ svarar Sigurður.
Kristín segir verkin fjölbreytt á sýningunni, sum
þeirra séu mjög pólitísk eða fjalli um alvarleg, sam-
félagsleg málefni en listamennirnir fari aðra leið í túlk-
un sinni en fólk eigi almennt að venjast. Sem dæmi
nefnir hún myndbandsverk Gjörningaklúbbsins um
hlýnun jarðar, „Dynasty“, í því segi þær stöllur sögu af
síðasta ísjakanum í heiminum og fínum frúm sem
fari í lúxusferð til að njóta hans. Sigurður heldur
áfram að velta fyrir sér húmor: „Það er munur
á húmor og íroníu. Húmorinn getur verið allt
að því náttúrulegur, myndi ég segja. Hann er
líka miklu jákvæðari en írónían því hún er
alltaf iðkuð, eða sögð, af þeim sem lítur
hærra á sjálfan sig, talar alltaf niður á við.
Hún er alltaf pínulítið niðrandi,“ segir
hann. Húmorinn noti ekki þá aðferð.
„Ég held að fæstum listamannanna
sem ég talaði við þegar ég byrjaði að vinna að sýning-
unni hafi fundist þeir vera að gera neitt sérlega fyndin
verk. Það er líka allt annað að ætla að gera fyndin verk
en að gera verk sem eru með húmor,“ segir Kristín.
Hún segist hafa unnið sýninguna allt frá þeim tíma er
SÚM-hópurinn, sem Sigurður tilheyrði m.a., kvaddi
sér hljóðs í íslensku myndlistarlífi undir lok sjöunda
áratugarins, til dagsins í dag. Elsta verkið á sýning-
unni, „Góðan daginn“, er eftir Þórð Ben Sveinsson frá
árinu 1969, uppstoppaður kálfur með tveimur ljós-
myndum af köttum ofan á. Kristín segist með sýning-
unni hafa viljað ná ákveðinni sneiðmynd af íslenskri
myndlist frá tíma SÚM til dagsins í dag og hún segir
að greina megi áhrif af verkum SÚM á yngri listamenn
á sýningunni. „Mig langaði að draga saman svolítið ólík
verk sem eiga sameiginlega ákveðna skekkju,“ segir
hún, hið sameiginlega felist í „twisti“ sem finna megi í
flestum verkanna.
Konseptúalisminn var alltaf til
--Þú skrifar í sýningarskrá um Situations-verkin að
þau rjúfi sýn okkar á tilveruna og víkki sjónarhorn
okkar á það sem við áður töldum fastmótað. Má ekki
segja þetta um nánast alla velheppnaða list?
„Jú, það má vonandi segja þetta um alla list, en þar
liggur húmorinn í verkum Sigurðar,“ svarar Kristín og
Sigurður miðlar af áratugareynslu sinni af listsköpun:
„Þegar konseptúalisminn kom upp þótti þetta mjög
nýtt en konseptúalisminn var alltaf til að einhverju
leyti. Þetta gildir um allar tegundir af nýjum hlutum
sem koma upp, þeir hafa alltaf verið til,“ segir hann.
Það sem dragi þá fram í dagsljósið séu ákveðin menn-
ingartímabil og það sama eigi við um húmor.
Sýningin stendur til 24. október.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Húmor Sýningarstjórinn Kristín Dagmar Jóhannesdóttir og listamennirnir Snorri Ásmundsson og
Sigtryggur Berg Sigmarsson. Sýningin verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag.
Að skekkja hið venjulega
Á sýningunni Að elta fólk og drekka mjólk má finna verk sem eiga það sameig-
inlegt að kalla fram virkni fyrirbærisins húmor Sýningartitillinn sóttur í þekkt
verk myndlistarmannsins Sigurðar Guðmundssonar frá árinu 1972
Djassskáldið og blásarinn Jóel Páls-
son treður upp á Jazzhátíð Reykja-
víkur í kvöld. Jóel kemur fram á
Sódómu Reykjavík kl. 22.00 ásamt
nýrri sveit, Horni, en hana skipa
þeir Ari Bragi Kárason (trompet),
Davíð Þór Jónsson (orgel, bassi og
barítonsaxófónn), Eyþór Gunn-
arsson (píanó og vítisvélar), Einar
Scheving (trommur og gjöll) og svo
auðvitað Jóel sjálfur sem sem sér
um að blása í saxófón.
Þessi spútniksveit mun flytja nýtt
efni eftir Jóel en þeir félagar munu í
kjölfar tónleikanna bregða sér í
hljóðver og freista þess að hljóðrita
þá til útgáfu en síðasta plata Jóels,
Varp, kom út 2007. Í laufléttu morg-
unspjalli staðfesti Jóel við blaða-
mann að nýju efni yrði rúllað inn á
band um helgina.
„En fæst orð bera minnsta
ábyrgð,“ sagði hann svo og brosti í
gegnum símann. „Það er a.m.k.
öruggt að við spilum í kvöld og það
er öruggt að við ætlum að taka upp
og vonandi verður til plata úr
þessu.“
Áðurnefnd Varp fékk lofsamlega
dóma á sínum tíma. Mark F. Turner,
ritstjóri djassvefritsins All about
jazz, sagði hana t.a.m. vera á meðal
bestu djassplatna ársins og hafnaði
hún í flokknum „Framúrskarandi
upptökur sem höfðu varanleg áhrif á
árinu 2007“. arnart@mbl.is
Jóel Páls-
son á
Jazzhátíð
Kynnir nýtt efni
og nýja sveit
Jóel Kemur fram ásamt nýrri sveit.
Lífið er eins og hol-
ræsi: Þú færð út úr
því það sem þú setur í
það.43
»
Undanfarin þrjú
ár hafa banda-
rískir og breskir
leikhúsmenn átt
með sér samstarf
og sett upp nokk-
ur helstu leikverk
sögunnar vestan
hafs og austan.
Lokahnykkur á
því samstarfi
verður í haust er
Kevin Spacey leikur Ríkharð III. í
samnefndu leikriti Shakespeares.
Sýningin verður fyrst sett upp í
New York, í Brooklyn Academy of
Music, og síðan í Old Vic-leikhúsinu í
Lundúnum. Leikstjóri verður Eng-
lendingurinn Sam Mendes, sem leik-
stýrði Spacey einmitt í kvikmynd-
inni American Beauty.
Kevin Spacey
leikur Ríkharð
þriðja á sviði
Kevin
Spacey
Á opnuninni í kvöld, kl. 20, verða
þrír gjörningar framdir, þar af af-
hjúpun á nýju verki Ásmundar Ás-
mundssonar. Sigtryggur Berg Sig-
marsson og Geirþrúður
Finnbogadóttir Hjörvar flytja svo
sinn gjörninginn hvort. Aðrir lista-
menn sem verk eiga á sýningunni
eru Sigurður Guðmundsson, Magnús
Pálsson, Steingrímur Eyfjörð, Þórð-
ur Ben Sveinsson, Snorri Ás-
mundsson, Gjörningaklúbb-
urinn, Unndór Egill
Jónsson, Ásta Ólafsdóttir,
Ilmur Stefánsdóttir, Egill
Sæbjörnsson, Stefán
Jónsson, Erling T.V.
Klingenberg,
Sara Björns-
dóttir, Eva Ís-
leifsdóttir,
Hallgrímur
Helgason og
Darri Loren-
zen.
Afhjúpun og
gjörningar
LISTAMENNIRNIR
hafnarborg.is
Sigurður
Guðmundsson