Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 40
40 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
Akureyrska útvarpsstöðin Voice
987 hefur auglýst að hún sé að
hætta starfsemi eftir rúmlega fjög-
ur ár í loftinu.
Af því tilefni verður heljarinnar
lokapartíi slegið upp í Sjallanum
annað kvöld, laugardagskvöld, þar
sem fram koma dj Danni Delux og
XXX Rottweiler-hundar.
Útvarpsstöð heldur
lokapartí í Sjallanum
Fólk
Nú fer hver að verða síðastur að leggja söfnun-
arátakinu Á allra vörum lið en því lýkur með
heljarinnar söfnunarútsendingu sem hefst í
kvöld kl. 21 í opinni dagskrá á Skjá 1. Þetta er í
þriðja sinn sem staðið er fyrir átakinu en nú er
safnað fyrir Ljósið, endurhæfingar- og stuðn-
ingsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og að-
standendur þeirra.
„Það standa yfir 200 manns að átakinu og þeir
gefa allir vinnu sína, það er bjútíið í þessu,“ segir
Gróa Ásgeirsdóttir forsvarskona Á allra vörum.
Þekktir sem óþekktir einstaklingar koma fram
og skemmta landanum í kvöld ásamt því að taka
á móti framlögum í gegnum síma. Þá verður
rætt við einstaklinga sem greinst hafa með
krabbamein og aðstandendur þeirra.
„Þetta eru alveg yndislegar sögur. Þeir lýsa
reynslu sinni og miðla til annarra sem lenda
kannski í sömu stöðu. Þetta verða hetjur kvölds-
ins. Það vinna allir með mikilli gleði í hjarta og
það er svo gaman að upplifa það. Við erum of-
boðslega þakklátar og ég veit að Ljósið og for-
svarsmenn þeirra eru það líka.“ Gróa segist
vona að hjörtu landsmanna sameinist í kvöld og
leggi söfnuninni lið enda sé aðstoðin frá Ljósinu
ómetanleg fyrir þá sem greinast með krabba-
mein. Söfnunarsímarnir eru: 903 1000, 903 3000
og 0903 5000 en síðustu fjórir tölustafirnir segja
til um upphæð framlagsins. Á meðan útsendingu
stendur verður einnig hægt að hringja í síma 595
6000 og tala við þjóðþekkta einstaklinga sem
taka á móti framlögum. hugrun@mbl.is
Hetjur miðla reynslu sinni á Skjá 1 í kvöld
Gestgjafar Inga Lind, Sölvi og Nadia Katrín.
Hljómsveitin Miri heldur útgáfu-
tónleika í Þjóðmenningarhúsinu við
Hverfisgötu í Reykjavík í kvöld.
Hljómplata sveitarinnar, Okkar,
kom út í byrjun júlí. Miri hélt fyrri
útgáfutónleika sína á dögunum á
Seyðisfirði en sveitin er ættuð að
austan.
Miri spilar einkar melódíska
rokkblöndu sem daðrar jafnt við
popp- og djassmúsík. Ásamt Miri
koma fram tónlistarmennirnir Loji
úr Sudden weather change, Snorri
Helgason og Bergur Ebbi Bene-
diktsson.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.
Miri með útgáfutón-
leika í Reykjavík
Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón
Gnarr, Grammy-verðlaunahafinn
Imogen Heap og tölvuleikja-
frumkvöðullinn Ian Livingstone
halda öll fyrirlestur á ráðstefnunni
You Are In Control sem fer fram 1.
og 2. október næstkomandi á Hilton
Nordica hótelinu. Ráðstefnan er
haldin í fjórða skiptið í ár og rýnt
verður í þróun og tækifæri í staf-
rænum viðskiptamódelum. Skráning
er hafin á www.youareincontrol.is.
Stafræn framtíð kallar
á nýja viðskiptahætti
Matthías Árni Ingimarsson
matthiasarni@mbl.is
„Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga
á leikjum og kaus sennilega of oft að
hanga inni í tölvunni frekar en að
fara út að leika mér þegar ég var
krakki. Ég hafði ekki bara áhuga á
hvort leikirnir væru skemmtilegir,
heldur líka hvernig þeir væru búnir
til og hvað fólki var boðið upp á,“ seg-
ir tölvuleikjahönnuðurinn Ottó Ingi
Ottósson sem vinnur sem meðfram-
leiðandi hjá tölvuleikjaframleiðand-
anum Relic Entertainment í Vancou-
ver-borg í Kanada. Hann vinnur
þessa dagana að þriðju persónu skot-
leiknum Warhammer 40,000: Space
Marine, sem er væntanlegur í byrjun
næsta árs.
Ottó rifjar upp að þegar hann var
tólf ára fannst honum og vinum hans
körfuboltaleikur frá Nintendo sem
þeir voru að spila ekki bjóða upp á
margt sem þeir vildu gera í leiknum.
Þeir félagarnir tóku því upp á því að
skrifa niður allt sem þeir vildu sjá í
leiknum og teiknuðu hann upp eins
og þeir vildu hafa hann. „Við vorum
staðráðnir í að framleiða leikinn en
foreldrar okkar fengu okkur ofan af
þessu og töldu okkur trú um að
krakkar gætu ekki búið til leiki,“ seg-
ir Ottó.
Var betri í skipulagningu
– Hvernig byrjaðirðu í tölvu-
leikjabransanum?
„Ég spáði ekki of mikið í leikja-
framleiðslu fyrr en ég greindist með
lesblindu. Ég ákvað að hætta að basla
í fjölbrautaskóla og reyna að finna
eitthvað sem hentaði lesblindum bet-
ur. Á þeim tíma hafði rannsókn í
Þýskalandi sýnt fram á að þeir sem
væru lesblindir væru betri að vinna
með þrívídd en aðrir. Ég setti þar
með stefnuna aftur á tölvuleikjageir-
ann. Fór og lærði á þrívíddarforrit í
Margmiðlunarskólanum, og flutti svo
út til Vancouver, til að læra tölvu-
leikjahönnun. Ég komst fljótt að því
þar að aðrir væru mun betri en ég í
þrívídd, en ég skaraði fram úr í að
skipuleggja verkefni og hjálpa fólki
að plana og klára alla hópvinnu.
Þannig að ég fékk strax rosalegan
áhuga á framleiðslu, sem er það sem
ég geri í dag.“
– Er ferlið við tölvuleikjagerð svip-
að og við tölvugerðar teiknimyndir?
„Að mörgu leyti er það svipað, en
það er mun meiri forritun í tölvu-
leikjagerð. Stór leikur eins og War-
hammer 40,000: Space Marine tekur
um tvö ár í framleiðslu. Það byrjar
með að lítill hópur fólks ákveður
hvernig leik á að gera, og hvernig
fólk muni spila hann, svo smátt og
smátt stækkar sá hópur á meðan
tæknin sem þarf til að framleiða leik-
inn er búin til. Þegar allt er tilbúið til
framleiðslu höfum við um það bil 10%
af leiknum 90% tilbúin, og vitum ná-
kvæmlega hvað þarf marga til að
vinna að honum og hvað langan tíma
það á eftir að taka. Svo er það mitt
starf að passa að minn hluti af leikn-
um sé tilbúinn á réttum tíma fyrir
réttan pening og að gæðin séu fyrir
hendi.“
Spennandi hlutir
að gerast
– Er stefnan sett á að vinna að
leikjagerð á Íslandi?
„Ég er mjög ánægður hérna hjá
Relic Entertainment núna, en maður
veit aldrei hvað gerist í framtíðinni.
Það hefur verið rosalega gaman
að fylgjast, úr fjarska, með
þessum bransa vaxa á Ís-
landi og það virðist rosa-
lega margt spennandi
vera í gangi akkúrat núna.
Þar stendur CCP nátt-
úrlega upp úr, þar sem
þeir eru einir af fremstu
framleiðendum síns
geira í heiminum. Það
býður enginn annar
leikur upp á eins rík-
an heim og EVE on-
line.“
Ottó segist alltaf
hafa stefnt á að
vinna úti og öðlast
reynslu við gerð
toppleikja. Þá
reynslu vill hann
svo nýta seinna
meir til að
stofna og reka
eigið fyrirtæki,
annaðhvort á
Íslandi eða í
nærliggjandi
löndum.
Vildi framleiða tölvuleik
þegar hann var tólf ára
Ottó Ingi Ottósson vinnur hjá stórum tölvuleikjaframleiðanda í Kanada
Hann fór að spá í tölvuleikjagerð eftir að hafa greinst með lesblindu
Warhammer 40,000:
Space Marine sem
einnig gengur undir
nafninu WH40k:
Space Marine er
þriðju persónu
skotleikur fyrir
Microsoft Wind-
ows, Xbox 360 og
PlayStation 3
sem er væntaleg-
ur snemma á
næsta ári. Það er
Relic Enter-
tainment sem sér
um framleiðslu
leiksins sem gef-
inn er út af THQ.
WH40K
LEIKURINN
Ottó Ingi
Ottósson
Warhammer Stór leikur eins og Warhammer 40,000: Space Marine tekur um tvö ár í framleiðslu. Leikurinn er væntanlegur í byrjun næsta árs.
Fyrsta fræðslukvöld vetrarins
hjá ÚTÓN fer fram mánudaginn
6. september frá 19.30-22.00 í
Norræna húsinu. Verður það helg-
að kynningarefni og tengslamynd-
un á tónlistarhátíðum. Gestir
verða: Nick Knowles, fyrrverandi
markaðsstjóri Kerrang!, Mojo og
Q og núverandi markaðsstjóri Ice-
land Airwaves, og Líney Arnórs-
dóttir, verkefnastjóri hjá Ketchum
í NY. Svo verða hringborðs-
umræður með Steinþóri Helga
Arnsteinssyni, Hafdísi Huld og
Agli Tómassyni.
Tengslamyndun á tón-
listarhátíðum