Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
Lokað
verður í dag, föstudaginn 27. ágúst, frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar
JÓNS STEFÁNSSONAR.
Gleraugnasalan 65,
Laugavegi 65, Reykjavík.
irlestra um málefni Íslands og Fær-
eyja á sögu- og kirkjufundum.
Sr. Ágúst var lífsglaður og list-
rænn. Hann hafði næma og við-
kvæma sálarstrengi er Guðrún
kunni að stilla með ástríki og þol-
gæði. „Öll þau klukknaköll“, bókin
um prestskonur sem þau skrifuðu
saman og út kom á fyrra ári, vottar
samhljóm þeirra. Það gera börn
þeirra Lárus og María öllu fremur
sem ávaxta vel arfinn góða.
Sr. Ágúst valdist til forystu og
trúnaðarstarfa enda vandvirkur,
tryggur og vinfastur svo sem við
Þórhildur reyndum og þökkum.
Fyrir rúmu ári stóðum við sr.
Ágúst saman við altari Hafnarfjarð-
arkirkju við útför skólabróður hans
og góðvinar okkar beggja sr. Braga
Benediktssonar. Ágúst las þá þessi
ritningarorð: „Kenn oss að telja
daga vora að vér megum öðlast vit-
urt hjarta.“
Sjálfur kenndi hann sér meins en
var öruggur í trúarvitnisburði sín-
um. Þótt þrek væri á þrotum stýrði
hann fundi í Félagi fyrrum þjónandi
presta viku fyrir andlát sitt með
reisn og fágun enda horfði hann
fram með ljós og visku Guðs í hjarta.
Þökk sé Guði fyrir líf og sögu sr.
Ágústar Sigurðssonar og fullkomni
hana í upprisubjarma Krists og lýsi
ástvinum hans veginn fram.
Gunnþór Ingason.
Sr. Ágúst frá Möðruvöllum var
maður meiri en flestir sem ég hef
kynnst. Hann var merkur í allri gerð
sinni, merkur af verkum sínum, mik-
illa sanda, mikilla sæva. Hann taldi
mig til vina sinna, óverðugan að vísu,
en hann var mér meiri vinur en mér
auðnaðist að vera honum.
Kynni tókust með okkur sr.
Ágústi haustið 1959, þegar við byrj-
uðum fjórir prestssynir í guðfræði-
deildinni. Hann safnaði okkur inn á
áhrifasvæði sitt. Hann fór fremstur í
rösklegri göngu okkar um gleðinnar
dyr. Hann leiddi okkur saman og
hvern í sínu lagi um heimahaga og á
miðilsfund, í Furufjörð og Aðalvík,
Vopnafjörð og Herðubreiðarlindir.
Leiðir okkar lágu til bændahöfðingja
á Egilsstöðum eða í Eyjafirði, til
starfandi presta og „emeriti“, til
prestsekkna, kirkjustaða og helgi-
stunda.
Hann var óþreytandi uppalandi
okkar ungra og fram á fullorðinsár í
ættfærslu og staðarsögu. Minni hans
í þeim efnum var með fádæmum. Ég
féll fyrst í stafi yfir því nóttina sem
hann fór með drjúgan hluta Horn-
strendingabókar af munni fram orð
fyrir orð. Hann hafði svolítið gaman
af því að ganga fram af okkur félög-
unum og öðrum með þeim ódæmum.
Allra best ef hann gat fléttað inn
kringilyrðum eða stíl Fornbréfa-
safns og máldaga. Prófessor Magn-
ús Már var hans maður. Rík kímni-
gáfa hans laut ekki að hinu
lítilmótlega eða smekklausa fremur
en samúð hans og virðing fyrir lífs-
baráttu íslenskra bænda, sjómanna
eða embættismanna. Hann var mað-
ur þjóðarsálarinnar.
Fáa hef ég vitað bera meiri virð-
ingu fyrir og kærleika til foreldra
sinna en hann. Hann sótti til þeirra
og ræktaði með sér „aristókratíska“
drætti um leið og hann var ham-
hleypa til bústarfa, ekki síst hey-
skapar. Ekkert verk, stórt eða
smátt, var þó svo lítilmótlegt að ekki
ætti alúð hans og vandvirkni.
Stöku sinnum fékk sr. Ágúst okk-
ur vinum sínum, og sjálfsagt öðrum
líka, erfið úrlausnarefni, kröfuharð-
ur, einarður, ósveigjanlegur. Stór í
sniðum í því eins og öðru. Eilítið sér-
vitur. Þá gat orðið fátt með mönnum
um sinn. Ræktarsemin var samt
jafnan öðru ofar og allt um kring og
þráður ævilangrar vináttu var
spunninn allt til enda.
Forðum ræddum við eilífðarmálin
og framhaldslífið, einkum um nætur,
á Görðunum. Það dugði okkar sam-
skiptum í þeim efnum fyrir lífstíð.
Minntumst ekki á það meir. Sr.
Ágúst var orðsins og bókstafsins
maður, má ef til vill segja, en ekki
bókstafstrúar. Við munum ekki hafa
þótt mjög áhugasamir textarýnend-
ur, grískra eða hebreskra ritning-
arstaða. Hann var hins vegar kirkj-
unnar maður, kirkjusmiðsins,
altaristöflu, sóknar, turns, klukkna,
helgi hennar og helgisiðanna. Hann
hafði auga úttektarmannsins, vísi-
tasíunnar fyrir öllu, utan og innan
kirkju.
Umfram annað var sr. Ágúst mað-
ur hins lifandi samfélags manna,
sveitar, símstöðvar, félagslyndur og
hjálpsamur. Þar var ekki hjóna
munur.
Fyrir löngu vissi sr. Ágúst að
hverju stefndi, æðrulaus varði hann
síðustu kröftum í félaga sinna þágu.
Við hjónin færum Guðrúnu og
fjölskyldu samúðarkveðjur og þakk-
ir.
Aðalsteinn Eiríksson.
Séra Ágúst frá Möðruvöllum hef-
ur nú kvatt þessa jarðvist. Með hon-
um er genginn einn fremsti fræði-
maður um kirkjusögu þessa lands.
Það var mikill fengur að fá séra
Ágúst til liðs við uppbyggingu menn-
ingarseturs að Útskálum í Garði.
Þar bar hátt verkefnið að taka sam-
an heimildir um kirkjur og prestset-
ursstaði landsins, sem setja átti á
kortagrunn, aðgengilegan öllum.
Hann kom strax með þá hugmynd að
taka saman heimildir allt frá siða-
skiptum. Þar var ekki lítið færst í
fang. Ágúst var mikill eldhugi og
ekkert óx honum í augum. Honum
fylgdi ekki verkkvíði. Áður en yfir
lauk hafði hann skilað heimildum um
387 kirkju- og prestsetursstaði.
Hann hafði þá lokið því verki að
mestu. Þessar heimildir eru þegar á
kortagrunni og má nálgast á heima-
síðunni www.utskalar.is. Hann lét
sig ekki muna um að takast á við
fleiri verkefni þó sjúkur væri. Hann
átti viðtöl við fjölda einstaklinga,
sem lifað höfðu og starfað á prests-
heimilum víða um land. Þessi viðtöl
eru menningarverðmæti og þar kom
skýrt fram hvað Ágúst mat starf
prestkonunnar mikils.
Ríkisútvarpið falaðist eftir þess-
um viðtölum, og voru þau flutt sl.
vetur á rás 1. Í framhaldi af þessum
viðtölum gaf hann út samtalsbókina
Öll þau klukknaköll, sem inniheldur
25 viðtöl við eiginkonur presta. Það
er ekki ofmælt að Ágúst var burðar-
ás í öllu starfi Menningarsetursins.
Hann var fljótur að átta sig á mögu-
leikum tækninnar, honum var mikið
í mun að varðveita þessar heimildir
og koma þeim áfram til komandi
kynslóða. Hann gerðist virkur holl-
vinur Útskála og sat þar í stjórn. Á
Útskáladegi 2009 veitti herra Karl
Sigurbjörnsson biskup séra Ágústi
heiðurskross kirkjunnar sem viður-
kenningu og þakklæti fyrir óeigin-
gjarnt framlag til komandi tíma.
Þegar fyrst var haft samband við
séra Ágúst um að stofna ætti menn-
ingarsetur prestsetra á Útskálum,
varð honum að orði að Útskálar
væru ekki almennileg grasjörð, en
hann þekkti aðra kosti staðarins.
Hann hafði greinilega setið meiri bú-
jarðir á sinni preststíð. Hann tók
verkefnið að sér með gleði og velvilja
og það átti hug hans allan.
Það voru forréttindi að fá að kynn-
ast þessum fróða og skemmtilega
menntamanni og þeim samhentu
hjónum. Við vinnuna urðum við vör
við að síminn hringdi og Ágúst var
spurður um ólíklegustu atriði er lúta
að þekkingu á sögu og fyrri tíð og
ekki stóð á svörum. Menn vissu að til
hans mátti leita og nokkuð tryggt
með svör, sem voru gefin af öryggi á
grunni þekkingar og djúps skilnings.
Það voru aukin lífsgæði að fá tæki-
færi til að kynnast Ágústi og vera
með honum við undirbúning verk-
efnis um Menningarsetur að Útskál-
um. Útskálastaður og þeir er honum
tengjast kveðja þennan velgjörðar-
mann með virðingu.
Minning um hann mun lifa með
okkur og þakklæti sem við gátum
kannski ekki almennilega tjáð hon-
um, svo sem vert var.
Við sendum frú Guðrúnu, fjöl-
skyldu, ættingjum og vinum samúð-
arkveðjur.
María Hauksdóttir.
Hörður Gíslason.
Kveðja frá Félagi
fyrrum þjónandi presta
Með sr. Ágústi Sigurðssyni frá
Möðruvöllum er mikilhæfur kenni-
maður og kirkjusögufræðingur horf-
inn af jarðnesku sjónarsviði, er
auðgaði kirkju sína og samtíð með
verkum sínum.
Hann var hugstæður heiðursmað-
ur, framkoman og fasið allt tígulegt,
ræðustíllinn og orðfærið ramm-
íslenskt, meitlað og kröftugt.
Áhugi hans á sviði kirkjulífs og
safnaðarstarfs var einlægur. En rit-
störfin hans, mikil og merk á hinu
kirkjulega sviði munu lengst eftir
hann lifa og bera vitni um afkasta-
mann á ritvellinum, er lagði líf og sál
í verk sín.
Bók hans: Guðshús á grýttri braut
– um kirkjur og staðarprestssetur á
Vestfjörðum er ómetanlegt verk fyr-
ir síðari tíma. Og bókin: Öll þau
klukknaköll, skráð eftir útvarpsvið-
tölum er mikilvægt brautryðjanda-
verk. Fyrir ritstörf hans öll stendur
íslenska kirkjan í þakkarskuld.
Kynni okkar sr. Ágústs urðu bæði
mikil og góð í Félagi fyrrum þjón-
andi presta.
Hann og konan hans, frú Guðrún
Lára, höfðu mikinn áhuga á málefn-
um þess félags og framgangi þess og
störfuðu þar heilshugar. Á 70 ára af-
mæli félagsins reit sr. Ágúst grein
um félagið í tímaritinu Heima er
best og rakti sögu þess frá upphafi
vega, 13. nóvember 1939. Á síðasta
aðalfundi félagsins í aprílbyrjun í
vor var skipt um stjórn og var sr.
Ágúst þá einróma kosinn formaður.
Stýrði hann síðan félaginu ásamt
nýrri stjórn af miklum áhuga og
eljusemi þá fáu mánuði, sem hann
átti eftir ólifaða. Hann fór með í
ógleymanlega sumarferð í síðasta
mánuði til Hveragerðis og til Úthlíð-
ar í Biskupstungum, þar sem nýja
kirkjan var heimsótt. Öllum var þá
ljóst, að hann var orðinn mjög veikur
en svo annt var honum um þessa
ferð, að öllu skyldi til kostað. Sunnu-
daginn 15. ágúst stýrði hann enn fé-
lagsfundi okkar á Grund og viku síð-
ar var hann svo allur.
Þannig sýndi hann fáheyrt hetju-
þrek í harðri raun með dyggilegri
aðstoð eiginkonu og fjölskyldu. Og
svona er að fara sigurbraut að síð-
asta klukknahljómi.
Fyrir hönd Félags fyrrum þjón-
andi presta þakka ég, að samleið-
arlokum, samvistir og samvinnu, já
störfin hans öll fyrir félagið.
Við kveðjum hann með virðingu
og þökk og í kærleika. Eiginkonu
hans, börnum og ástvinum öllum
vottum við okkar dýpstu hluttekn-
ingu og samúð.
Guðmundur Þorsteinsson.
Hvar hefst ferðin?
Þankar þar um kvikna þegar
hugsað er til góðra og gefandi daga
með sr. Ágústi á Mælifelli, þeirra
prestshjónanna, frásagnarlistar
menntamanns, mannfræði og hér-
aða, messuferða fram að Goðdölum
þar sem ritarinn varð organisti fyrir
hvatningu klerks en sá starfi leiddi
hann síðar á organistanámskeið og í
fang elskulegs söngmálastjóra. Þar í
Skálholti varð árlega vikulöng deigla
fyrir afskekkt byggðarlög, ekki síst
þau fámennu. Ríkuleg menningar-
uppspretta flæddi þaðan um áratugi.
Hvar förin ræðst og hvernig leiðin
velst varðar mestu.
Þakkarefni er að hafa fengið að
kynnast prestsheimilinu á Mælifelli
og njóta hlýju og leiðsagnar sr.
Ágústs Sigurðssonar. Þakklátur
hugur fylgir honum til annars heims.
Ingi Heiðmar Jónsson.
✝ Hallur GuðfinnurSigurbjörnsson
fæddist á Akranesi 22.
desember 1927. Hann
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Sólvangi í Hafn-
arfirði 22. ágúst 2010.
Foreldrar hans voru
Þóra Guðmunds-
dóttir, f. 6. september
1891, d. 15. ágúst
1984, og Sigurbjörn
Árnason, f. 10. júní
1899, d. 13. nóvember
1975. Systkini Halls
voru Ólafur, f. 1912,
d.1967, Guðbjörg (Lóló), f. 1918, d.
1943, Guðmundur Benedikt, f. 1922.
Hallur kvæntist 22. desember
1948 Vigdísi Magnúsdóttur, f. 23.
ágúst 1927. Foreldrar hennar voru
Salbjörg Jónína Jónsdóttir, f. 16
september 1897, d. 18 október 1966,
og Magnús Magnússon, f. 24. sept-
ember 1894, d. 25. október 1967.
Börn Halls og Vigdísar eru 1) Gunn-
ar, f. 1948, maki Sigurlína Oddný
Guðmundsdóttir. Börn þeirra eru
Auður, f. 1967, Sigurbjörg, f. 1972,
og Guðmundur, f. 1976. 2) Þóra
Guðbjörg (Lóló), f. 23. ágúst 1950,
maki Hólmsteinn Guðmundsson, d.
1994, núverandi maki Þórlindur
Ólafsson. Börn Þóru og Hólmsteins
eru Ari, f. 1970, Jenný, f. 1973, og
Guðlaug Rós, f. 1979. 3) Erla Krist-
ín, f. 1955, maki Pétur Orri Haralds-
son. Börn þeirra eru Vigdís, f. 1975,
Haraldur Atli, f. 1977, og Hallur
Ingi, f. 1982. 4) Hallur Vignir, f.
1968, maki Shaunna Hildebrandt
Hallson, börn þeirra eru Samantha
Sky Sólveig, f. 1998, Matthia Sóley,
f. 2000, og Emika Eilíf, f. 2002. Dótt-
ir Vigdísar er Magna Salbjörg Sig-
björnsdóttir, f. 1945, maki Jón Ómar
Möller. Börn þeirra eru Júlía
Hrönn, f. 1962, Óttar, f. 1964, Elva,
f. 1971, Freyr, f. 1974,
d. 1980, og Eygló, f.
1976. Barna-
barnabörn Halls og
Vigdísar eru 21 og
þar að auki eitt barna-
barnabarnabarn.
Hallur ólst upp á
Drangastekk á
Vopnafirði til 12 ára
aldurs, þá flutti hann
ásamt móður sinni til
Reykjavíkur. Að
loknu skyldunámi hóf
hann nám í rennismíði
hjá vélsmiðju Sam-
bandsins.
Á námsárum sínum starfaði hann
um tíma á Siglufirði, m.a. við bygg-
ingu á síldarverksmiðjunni Rauðku,
þar kynntist hann eiginkonu sinni.
Árið 1949 fluttu þau frá Siglufirði,
bjuggu um tíma í Keflavík og Kópa-
vogi en árið 1956 fluttu þau til Bol-
ungarvíkur, þar sem þau bjuggu
næstu 20 árin. Eftir að þau flytja til
Reykjavíkur árið 1975 hóf hann
störf hjá Vegagerð ríkisins og starf-
aði þar til ársloka 1997 eða til 70 ára
aldurs.
Hallur þótti mjög fjölhæfur járn-
iðnaðarmaður á sínu sviði, auk þess
var hann mjög virkur þátttakandi í
félags- og menningarlífinu í Bolung-
arvík. Hallur hafði gaman af leiklist
og tók þátt í mörgum leiksýningum
í Bolungarvík, einnig var hann virk-
ur félagi í Slysavarnafélaginu og
Lions. Þá var Hallur um margra ára
skeið fréttaritari Morgunblaðsins í
Bolungarvík.
Eftir að hann lauk ævistarfi sínu
nutu þau hjónin þess að dvelja
nokkrar vikur árlega á Kan-
aríeyjum meðan heilsan leyfði.
Jarðarför Halls fer fram frá
Hjallakirkju í dag, föstudaginn 27.
ágúst 2010, kl. 15.
Hann Hallur afi er horfinn til æðri
heima. Í mínum huga var afi mikill
maður. Hann var vel að sér og marg-
fróður og hjá honum kom maður aldr-
ei að tómum kofunum. Grúskari var
hann af guðs náð og ég man alltaf her-
bergið hans á Skólastígnum heima í
Bolungarvík. Að koma þangað inn til
hans var eins og að koma í tækniheim.
Þar átti hann sín áhugamál sem voru í
raun nýjasta tækni og vísindi hvers
tíma. Þegar ég var að alast upp heima
í Bolungarvík bar þar mest á alls kon-
ar rafeindabúnaði sem hann var ýmist
að setja saman eða rífa í sundur. Afi
þurfti alltaf að komast til botns í öllum
hlutum, skilja og vita allt um það sem
hann var að fást við. Hann var ótrú-
lega fljótur að tileinka sér nýjungar
eins og tölvutæknina og mikið var ég
stolt af afa þegar hann gat boðið mér
að hringja úr farsíma í bílnum sínum.
Já, afi var mikill tæknikall.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
geta verið mikið á heimili afa og
ömmu bæði fyrir vestan og einnig eft-
ir að þau fluttu suður. Þegar ég svo
flutti frá Bolungarvík og í nágrenni
við þau var gott að geta leitað til hans,
hann átti alltaf ráð eða allavega gat
látið mig halda það. Afi var ákveðinn
maður og lá yfirleitt ekki á skoðunum
sínum og var stundum betra að vera
honum sammála í umræðum um sam-
félagsmál ella gátu ræður hans orðið
langar og strangar. Hans sterka
manngerð kom best í ljós þegar
amma greindist með hinn illræmda
sjúkdóm Alzheimer fyrir rúmum ára-
tug. Hann lagði sig fram um að annast
hana og veita henni öryggi í sínum
veikindum þannig að hún gæti verið
hjá honum svo lengi sem mögulegt
var.
Ég minnist afa míns sem glaðværs
manns og oft var glatt á hjalla hjá
þeim gömlu og sérstaklega þegar þau
stríddu hvort öðru.
Það var mér afar mikilvægt að geta
verið hjá honum er hann lagði upp í
sína hinstu för.
Ég á eftir að sakna afa en hann er
nú á góðum stað, kominn til móður
sinnar og Lóló systur, sem lést langt
um aldur fram og hann saknaði æv-
inlega mjög mikið.
Nú veit ég að afa líður vel og hann
er hvíldinni örugglega feginn eftir
erfiða glímu við veikindi.
Ég mun passa ömmu fyrir hann.
Auður Gunnarsdóttir.
Hallur G.
Sigurbjörnsson
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt-
ingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar